Eignamunur - breyta sem skiptir máli

Ég bloggaði fyrir nokkru um þær áhyggjur sem margir hafa af breikkandi bili hvað varðar eignaskiptingu á Íslandi og versnandi stöðu tekjulægstu hópanna.

Þá bloggfærslu má finna hér.

Þar nefndi ég nokkrar ástæður sem gætu útskýrt vaxandi eignamun að hluta, t.d. aukin fjölda innflytjenda.

Færslan endaði á þessum orðum: "Það er ekkert óeðllilegt að mikill fjöldi innflytenda hafi áhrif á eignaskiptingu, en hversu mikil þau áhrif eru veit ég ekki, og man ekki eftir því að hafa séð tölur um slíkt, en það væri vissulega þarft rannsóknarefni."

Á flakki mínu um netið rakst ég á umfjöllun sem tengist þessu efni. Á vef Viðskiptablaðsins er fjallað um þær upphæðir sem erlent starfsfólk hefur sent frá Íslandi undanfarin ár.

Þar kemur fram að að á síðastliðnum 7 árum er upphæðin sem send hefur verið úr landi nemur 75 milljörðum Íslenskra króna.

Á sama tíma hefur erlent starfsfólk sent 16 milljarða til Íslands.

Munurinn er því 59 milljarðar króna.  Á síðasta árið nam munurinn 20 milljörðum, en þá sendi erlent starfsfólk 25 milljarða frá Íslandi.

Það má því ljóst vera að þessi þáttur hefur áhrif á eignamyndum á Íslandi, og ef ég leyfi mér að segja að stærstur hluti erlendra starfsmanna sé í eignaminnsta hópnum, þá blasir við að áhrifin þar hljóta að vera veruleg.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Spurning hvort ekki sé þess virði að skoða möguleikann á því að aðgreina tímabundna launþega i landinu frá öðrum? Þeir sem koma hingað til skamms tíma, eru ekki að því til að byggja hér upp, heldur senda nánast öll sín laun úr landi og ekkert við það að athuga. Íslendingar geta gert slíkt hið sama erlendis. Meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur á þetta fólk að hafa öll sömu réttindi og innlent vinnuafl ef allsstaðar er rétt á málum haldið. Að taka þenna hóp fólks, sem er býsna stór og hnýta honum saman við innbyggjara, þegar bera á saman eignir og jöfnuð í þjóðfélaginu, hlýtur að skekkja allar stærðir og niðurstaða slíkrar samsuðu getur ekki með nokkru móti gefið raunsanna mynd af stöðu alls verkafólks á Íslandi, eða einhverju sem heitir eignamunur. Stór hluti vinnuafls á Íslandi er hér ekki í eignasöfnun og hverfur af landi brott um leið og niðrsveiflan hefst, sem varla getur verið langt í, því miður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2019 kl. 20:01

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Það væri vissulega þess virði að skoða mögleikann á því að aðgreina tímabundna launþega, en ég held að það yrði mjög erfitt.

Það er í raun engin leið að vita hvenær einhver er kominn til þess að setjast að, eða til þess að starfa tímabundið.

Og ákvarðanir geta breyst með örskömmum fyrirvara.  Sá sem ætlaði að starfa tímabundið, ákveður að setjast að, og sá sem ætlaði að setjast að ákveður vegna breyttra aðstæðna að fara aftur til "heimalandsins".

Að sjálfsögðu eiga þeir sem starfa á Íslandi að njóta eins kjara og allir aðrir, og eins og þú segir er ekkert rangt við að þeir sendi tekjur sínar úr landi.

En það skekkir samanburð og hvað varðar eignamyndun mismunandi tekjuhópa hefur þetta vissulega áhrif.

En áhrifin eru ekki hvað síst þegar "misvandaðir" stjórnmála- og fræðimenn fara að nota tölur til þess að hrópa um hvað eignamunurinn sé að aukast án þess að taka tillit til þessarar breytu.

Þess vegna væri æskilegt að frekari rannsóknir færu fram á þessu sviði, og horft væri til raunveruleikans frekar en að stórar fullyrðingar um misrétti séu bornar á torg.

G. Tómas Gunnarsson, 9.3.2019 kl. 21:04

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega sammála.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2019 kl. 21:34

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Reyndar er ekkert mál að fá það á hreint á hvaða forsendum fólk er að koma hingað. Ef aðstæður breytast ætti að gera öllum auðvelt fyrir að leirétta tilgang sinn með komunni og bjóða þá sem vilja dvelja hér lengur velkomna. Þetta eru nú engin stór vísindi.

Halldór Egill Guðnason, 10.3.2019 kl. 00:27

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Það er í sjálfu sér hægt að reyna að safna hvers kyns upplýsingum um þegnana/íbúana. Eða skylda þá til að fylla út alls kyns eyðublöð.

En ég er ekki einn af þeim sem vill hvetja hið opinbera til þess.

Ég vil ekki að Íslendingar séu skyldaðir til þess að veita upplýsingar um hvort að þeir hugsanlega hafi í hyggju að flytja af landi brott á næstu árum eður ei.  Það sama gildir um þá sem eru af erlendu bergi brotnir.

Og ef margir ákveða t.d. með skömmum fyrirvara (vegna til dæmis breytra efnahagsástæðna) að fara af landi brott, hefur skráningin verið til lítils.

G. Tómas Gunnarsson, 10.3.2019 kl. 00:38

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég starfa erlendis. Þar var mér í upphafi uppálagt að gera grein fyrir veru minni í landinu. Ekkert mál. Ég var kominn til að vinna. Fékk atvinnuleyfi sem gilti í eitt ár og síðan tvö. Þar næst fimm og síðan fimmtán. Það eina sem ég þurfti að undigangast var fingrafar af hægri þumli, samþykki að kjósa í sveitarstjórnarkosningum og ef ég vildi framlengja enn lengur, þingkosningum. Borga skatta og skildur og hef ekki orðið var við nokkurn skapaðan misbrest á öllum þessum tíma, tæpum ellefu árum. Ef þetta er hægt í S- Ameríku getur trauðla verið erfitt að framfylgja svipuðu upp við Heimsskautssbaug.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 10.3.2019 kl. 00:46

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Og nota bene, ég get farið þegar mér sýnist, án nokkura eftirmála.

Halldór Egill Guðnason, 10.3.2019 kl. 00:49

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Sjálfur hef ég verið innflytjandi í nokkrum löndum og vissulega misjafnt hvað þarf að gera til að geta lifað og starfað.

En lang flestir innflytjendur á Íslandi koma af EEA/EES svæðinu og þar gilda aðrar reglur en víðast hvar.

Þar er atvinnuleyfi strax í ótakmarkaðan tíma og innflytjendur njóta flestra þeirra réttinda sem hægt að er hafa.  Það eru því örlítið önnur lögmál.

G. Tómas Gunnarsson, 10.3.2019 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband