Sænska krónan og euroið

Ég hef ekki tölu á því lengur hve oft ég hef heyrt það fullyrt í fjölmiðlum á Íslandi að Sænska krónan sé tengd við euroið.  Að Svíar taki þátt í ERM II gengissamstarfi.

Ég hef meira að segja heyrt formann Íslensks stjórnmálaflokks fullyrða slíkt í fjölmiðli.

En þetta er ekki rétt.

Vissulega skuldbundu Svíar sig til að taka upp euro (einhvern tíma í framtíðinni) þegar þeir gengu í Evrópusambandið, en þeir hafa passað sig vel og vendilega á því að gera það ekki.

Sænskir kjósendur höfnuð euroupptöku í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003, og fáir hafa lýst áhuga sínum á því að endurtaka slíka atkvæðagreiðslu.

Áhugi á euroupptöku enda ekki verið mikill hjá Sænskum almenningi.

Samt sem áður má reglulega heyra áðurnefnda fullyrðingu í setta fram í Íslenskum fjölmiðlum án þess að fjölmiðlamenn hreyfi andmælum.

Ekki veit ég hvort þessar fullyrðingar eru settar fram í blekkingaskyni eða af vanþekkingu, en tilhugsun um hvoru tveggja vekur ekki upp bjartsýni um "umræðuna" í Íslenskum stjórnmálum.

Hér fyrir neðan má svo sjá gengisþróun á milli euros og Sænskrar krónu síðustu 10 árin. Eins og sjá á eru engin "ERM II" vikmörk á milli myntanna, enda þær bæðar "fljótandi".

EUR SEK 10years

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Tómas.

Svíþjóð er í ERM II, þar sem landið er jú skyldugt til að taka upp evru eins og öll lönd sem gengið hafa í ESB. Eina undantekningin þar á er Danmörk (eftir að Bretland er farið út).

Svíþjóð er ekki með neina undantekningu hér. Það er með enga samninga sem staðfestir hafa verið um það mál í 27 ríkisstjórnum og þjóðþingum ESB-landa.

Svíar halda hins vegar að sænskir stjórnmálamenn hafði samið um að Svíþjóð skyldi vera undanþegin bærði ERM II og ERM III (evru). En að halda er ekki það sama og að vita. Sænskir stjórnmálamenn blekktu þjóð sína. Svíþjóð brýtur því reglur ESB um að evra sé eina löglega myntin í lögsögu þess.

Þess vegna gerir ECB-seðlabanki ESB sérstaka skýslu (ECB:s konvergensrapport) um Svíþjóð með reglulegu millibili.

Niðurstaða síðustu "aðlögunarskýrslu-ECB" um Svíþjóð er því þessi:

Slutsatser

Lagen om Sveriges riksbank, grundlagen samt lagen om valutapolitik uppfyller inte alla de krav som uppställs avseende centralbanksoberoende, förbudet mot monetär finansiering och rättslig integrering i Eurosystemet. Sverige är en medlemsstat med undantag och måste därför uppfylla alla krav på anpassning enligt artikel 131 i fördraget (í. Svíþjóð er aðildarríki án undantekninga og verður því að uppfylla allar reglur 131. reglugerðar.) ECB konstaterar att Sverige sedan den 1 juni 1998 har haft en skyldighet enligt fördraget att anpassa sin nationella lagstiftning inför en integrering i Eurosystemet. De svenska myndigheterna har inte vidtagit några lagstiftnings- åtgärder under de senaste åren för att rätta till de oförenligheter som beskrivits i denna och tidigare rapporter.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2019 kl. 21:17

2 identicon

Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíman heyrt eða séð það fullyrt í fjölmiðli að Sænska krónan sé tengd við euroið. Það mundi flokkast með flöt jörð eða tunglið úr osti fullyrðingum og væri því eftirminnilegt. Af því dreg ég þá ályktun að þú hlustir á musteri fáfræði og heimsku, Útvarp Sögu.

Vagn (IP-tala skráð) 7.3.2019 kl. 21:35

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Þínar fullyrðingar stangast algerlega á við mínar upplýsingar. Vissulega er Svíþjóð skuldbundið til að taka upp euro, en engar "dagsetningar" eru til staðar.

Um stöðuna má lesa til dæmis hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Sweden_and_the_euro

En það sést til dæmis á gengisgrafinu að Sænska krónan er ekki tengi euroi í gegnum ERM II

@Vagn, þakka þér fyrir þetta.  Ég tek undir það sem þú segir, með þeim undantekningum að ég hef margoft heyrt þetta fullyrt og svo hitt að ég hef aldrei hlustað á Útvarp Sögu, ja ef til vill með einni eða tveimur undantekningum þegar mér hefur verið bent á eitthvert viðtal sem finna hefur mátt á vefsíðu hennar.

En þetta hef ég heyrt t.d. á RUV, án þess að fréttamaður/stjórnandi hreyfi andmælum og svo á öðrum fjölmiðlum.

En vonandi eru flestir með þá vitneskju að Sænska krónan tengist ekki euroinu.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2019 kl. 21:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Tómas.

En þar sem Svíþjóð uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til gagnkvæmrar bindingar og varna, þá eru þeir í ERM II án þess að vera í því, því það þarf tvo til að dansa þann dans. Og á því tímabili sem aðlögunarskýrslan nær til þá liggur sænska krónan fyrir utan það að geta talist verjanleg vegna þess að sænskir stjórnmálamenn neita að gera hana verjanlega með því að taka upp pyntingarkröfur ESB í hagkerfinu. Sænskir stjórnmálamenn hafa ekki kjark til að hefja rústun sænsks þjóðfélags til að uppná gagnkvæmri bindingu (tapa sjálfstæði sænska seðlabankans og ríkisins í ríkisfjármálum). Þess vegna segir skýrslan að Svíar séu brotlegir.

Það þýðir lítið að stóla á Wikipedia í svona málum, sem og öðrum.

Sem sagt: Svíþjóð á að vera í gengishluta ERM2 með krónuna, en eru það ekki vegna þess að þeir neita að rústa sænsku samfélagi til að uppná gagnkvæmri bindingu, því þeir vilja ekki gagnkvæma bindingu því hún eyðileggur flesta möguleika á hagstjórn í landinu. Og þar sem Svíar neita, þá flýtur sænska krónan.

Aðlögunarskýrsla ECB er ekki gerð bara til að hækka verðið á sænskum pappír. Hún er gerð til að minna sænska stjórnmálamenn á að þeir eru brjóta ESB-sáttmála landsins og að það kemur að skuldadögum fyrr en síðar, eða svo lengi sem sambandið hangir saman til að geta níðst áfram á löndum Evrópu.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2019 kl. 22:29

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Nei, Svíar eru ekki í ERM II, enda ekki hægt að vera bæði "innan og utan".

Gagnkvæm binding er ekki til staðar.  Sænska krónan er ekki "rekin" með vikmörkum.

Það má ýmislegt út á Wikipediu setja, en hún er handhæg og nokkuð góð, þeir sem setja út á hana ættu þá að setja inn heimildir sem er á annan veg en þar birtist.

En það er alveg rétt að Svíar eru skuldbundnir til að taka upp euro, það sama gildir um Pólverja og fleiri ríki.

En hvorki Svíar né Pólverjar hafa áhuga á því og hafa hingað til, hvað sem verður komist upp með þann mótþróa.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2019 kl. 22:38

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tómas.

ERM2 er tveggja ára binding í senn. Ef við tökum tilfelli Danmerkur, sem er eina landið sem er virkt og gilt í ERM2 í dag, þá hefði Danmörk misst gagnkvæma vörn frá hendi ECB ef að landið hefði til dæmis ekki látið danska skattgreiðendur um að bjarga Roskilde Bank þegar hann hrundi á aðeins nokkrum vikum. Þá hefði Danmörk gerst brotleg hvað varðar peningapólitískan stöðugleika og valdið áhlaupi á krónuna að óþörfu og sett ECB í það verk að verja dönsku krónuna sem er ógerningur í þannig aðstæðum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hvernig realkreditvæsen-skuldabréfamarkaður Danmerkur er innréttaður með tilliti til húsnæðislána.

Ef svo hefði farið, ætlar þú þá að segja að Danmörk væri ekki með í ERM2? Slíkt væri auðvitað firra. Það væri með, en án þess að vera með, eða án þess að vera það virkt að ERM2 getu gengið upp á jörðu niðri.

Þarna er um pólitík að ræða, sem er sérstaklega peningapólitískt mál.

Bretland datt úr úr ERM á sínum tíma vegna þess að seðlabankar meginlandsins gátu ekki varið pundið. Gátu það ekki og neituðu að gera það þegar á reyndi. Það sama glidir um finnska markið, líruna og svo framvegis:

Sjá nánar: Áhlaupið á íslensku krónuna 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2019 kl. 23:05

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Og hvenær hefur Svíþjóð verið "virkt" í ERM II?

Bretland var vissulega aðili að ERM.  Síðan þegar áhlaupið kom datt það út og hefur ekki verið aðili að slíku samstarfi síðan.

Svíþjóð hefur aldrei á neinu 2ja ára tímabili tekið þátt í ERM II. Það hefur aldrei verið reynt að festa (með vikmörkum) Sænsku krónuna við euroið.

Danmörk getur í sjálfu sér slitið krónu sína frá euroinu.  Þá eru þeir ekki lengur í ERM II, en ég myndi ekki halda því fram að Danir hefðu aldrei verið í slíku samstarfi.

G. Tómas Gunnarsson, 8.3.2019 kl. 00:28

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svíþjóð verður virkt í ERM2 um leið og sænskir stjórnmálamenn gera það sem þeir óafturkræft hafa skuldbundið Svíþjóð til að gera, með því að skrifa undir sáttmála Evrópusambandsins, til þess að ERM2 binding sé verjanleg, sem síðasta skrefið inn í ERM3, sem er evran, og sem öll lönd sem gengið hafa í ESB verða að gera, nema Danmörk.

Klukkan tifar. ERM2 rústun Svíþjóðar mun verða að hefjast.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.3.2019 kl. 00:55

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Þarna erum við sammála. Svíþjóð hefur skuldbundið sig til að fara inn í ERM II og taka upp euro.

Um það er ekki deilt.

En Svíþjóð hefur aldrei verið í ERM II, eða tengt krónuna sína við euroið á nokkurn hátt.

Þeir hafa að vísu keyrt vexti niður, til að hindra styrkingu krónunar, vegna hættu á innflæði frá Eurosvæðinu, en það er annar handleggur.

G. Tómas Gunnarsson, 8.3.2019 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband