Farsakennd pólítísk réttarhöld í Vestur Evrópu?

Það er vægast sagt undarleg stemning í Spænskum stjórnmálum þessi dægrin.  Umfangsmikil pólítísk réttarhöld standa yfir í landinu.

Þá réttkjörnum fulltrúum í Katalóníu er gefið að sök að hafa staðið fyrir uppreisn gegn Spænska ríkinu og krafist er áratuga fangelsisdóma yfir þeim.

Á meðal þeirra sem sitja á sakamannabekk er fyrrverandi forseti Katalónska þingsins.

Og megnið af "stjórnmálaelítu" Everópusambandsins horfir á, en lætur ekkert í sér heyra, samþykkir með þögninni farsakennd póítísk réttarhöld í einu af stærstu ríkjum "Sambandsins".

Sökin að berjast fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar.

Í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman viðbrögð í Bretlandi og á Spáni.

Hvernig sjálfstæðiskröfur eru meðhöndlaðar.

Hvernig lýðræði getur virkað og hvernig reynt er að bregða fæti fyrir það.

Frá Íslenskum stjórnmálamönnum heyrist lítið.

Og æði margar af Íslenskum stjórnmálahreyfingum eru auðvitað of uppteknar við að mótmæla komu Pompeo, til að taka eftir pólítískum réttarhöldum í V-Evrópu.

Það má líklega gera sér vonir um fleiri atkvæði með því að vera á móti Trump, en Spáni.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sanchez boðar til þingkosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband