Menningarþáttur á föstudegi - Klassísk endurvinnsla og Hrossakjötsdiskó

Líklega hefur danstónlist aldrei spannað víðara svið en akkúrat í dag og sér ekki fyrir endan á þeirri þróun.

Danstónlist verður æ "harðari" en jafnframt hefur á undanförnum árum fátt verið eftirtektarverðar heldur en glæsileg endurkoma diskósins.

Það má líklega segja að ásýnd þess hafi breyst, það má þekka "house" áhrif í diskóinu, en "kjarninn" er beint frá 8. áratugnum.

Bæði er fullt af nýjum diskólögum sem koma alls staðar að, og svo er gríðarlega mikið af "endurunni" klassík.

Gott dæmi um hið fyrrnefnda er lag Horse Meat Disco (Breskir plötusnúðar), Let´s Go Dancing Tonight. Splunkunýtt lag, en samt sem áður hljómar eins og klassíkst discó.

Um hið síðarnefnda er svo lag PEZNT (þeir koma frá Króatíu ef ég man rétt), Son Of A Gun.  Mjög "housebasað" lag, en  í raun aðeins "endurvinnsla" á lagi First Choice Double Cross, frá 1979, og varla hægt að hugsa sér öllu klassískara diskolag.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband