13.2.2019 | 09:47
Hvers vegna hefur matarverð hækkað mun meira á Íslandi en í Noregi?
Það hefur mikið verið rætt um hvers vegna í nýlegri verðkönnun á milli höfuðborga Norðurlanda, Ísland kom út svo dýrt.
Sérstaklega hafa margir furðað sig á því hvers vegna "karfan" (sem var vissulega umdeilanlega sett saman) var svo mikið dýrari í Reykjavík en Oslo.
Það er auðvitað margar mismunandi ástæður fyrir því, en hér vil ég birta eina þeirra.
Þetta línurit af gengi Norsku og Íslensku krónunnar. Eins og sést hefur það breyst gríðarlega á undanförnum 10. árum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hrun olíuverðs og þar með hrun atvinnu- og hugarfarselgs ríkidæmis norsks almennings, er skýring sem enginn ætti að afskrifa. Norskur almenningur hefur ekki efni á dýrari vöru en þetta. Markaðurinn reynir ávallt að taka það verð sem hann getur fengið, því að verslun og viðskipti eru ekki góðgerðarstarfsemi. Norðmenn hafa ekki getað keppt við ríkidæmi íslensks almenning frá og með 2014, en þá hundi afurðaverð Noregs; olían.
Þar sem Íslendingar kaupa ekki inn í Noregi og Noregur er ekki Ísland, þá skiptir þessi samanburður ekki máli, nema fyrir þá sem búa ekki á Íslandi. Það sem skiptir máli er hversu lengi menn eru að vinna fyrir körfunni. En svo getur karfan verið þvaður því það er enginn úníversal neytandi er til í heiminum. Þeir eru ekki allir á sömu jafnvirðislínunni á sama tíma.
Þetta er samanburður fyrir erlenda ferðamenn og erlenda fjárfesta sem sækjast annaðhvort í sterkan kaupmátt Íslendinga gagnvart útlandinu, eða forðast hann. Það fer eftir því í hverju er verið að fjárseta. Fallandi kaupmáttur gagnvart útlöndum kemur sér oftast illa fyrir erlenda fjárfesta, en betur fyrir þá innlendu.
Í verðsamanburðinum á á milli landa eru gengismálin þurrkuð út með því að nota PPP (Purchasing power parities). En eins og áður sagði þá er þetta verðsamanburður fyrir þá sem búa ekki í neinu landi (aliens) og eru að athuga hvar þeir fá mest fyrir erlendan pening sinn án þess að búa í viðkomandi landi og hafa þar laun.
Dæmi: Íslendingar fara til tannlæknis í Póllandi, en vilja samt ekki vera á launum Pólverja í Póllandi. Þessari eyðslu Íslendinga er beint til annarra landa á sama tíma og þeir heimta tipp topp skattafjármagnað heilbrigðiskerfi hér heima, og betri tannlækna en um allan heim. Á fagmáli heitir þetta skítamórall. Það sama gildir um röksemdafærslu ASÍ.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2019 kl. 11:25
Könnunin er einnig ágætis leiðarvísir fyrir þá erlendu viðskiptaaðila sem selja vörur til Íslands, því þarna sjá þeir hversu mikið þeir geta kreist landann meira eða minna en þeir geta kreist sína eigin landa í sínu eigin heimalandi. Þetta er sæmilegt skapalón fyrir verðlag í landinu, frá útlöndum séð.
Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2019 kl. 12:08
@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Það er ekki hægt að ofmeta þátt gengis í samanburði sem þessum. Þó að nákvæmalega sama verð hefði ríkt bæði á Íslandi og Noregi undanfarin 10 ár, hefði samanburðurinn orðið Íslandi í óhag, vegna sigs Norsku krónunnar.
Sama gildir um laun, með öfugum formerkjum, það er að segja að laun Norðmanna hafa lækkað í ISK og Íslendinga hækkað í NOK.
En hvað innlendar vörur varðar hefur kaupmátturinn líklega ekki breyst mikið.
En þó að gengisbreytingar hafi þessi áhrif, held ég að fáir telji að Íslendingar hafi haft það mikið betra en nú, árið 2012, þegar gengi ISK var í lágmarki, og því verðmunur á milli Norðurlandanna ef eitthvað er Íslandi í hag.
En húsnæðisliðurinn er svo líklega annar handleggur.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2019 kl. 08:06
Tómas. Það er búið að taka tillit til gengisþróunar með því að eyða þeim mismuna-áhrifaþætti út með PPP. Með PPP er búin til samanburðarhæfur gjaldmiðill sem notaður er og mismuni í gengi er eytt út.
En. Jú, gengið hefur áhrif, en sennilega á annan hátt en þú heldur. Því: Þar sem öll heimili í öllum löndum eru ALLTAF nettó-innflytjendur (net-importers) í hagkerfinu (og jafnframt stærsti lánveitandinn í hagkerfunum líka, því að þau leggja fé fyrir, og það fé sem þau leggja fyrir er lánað út til fyrirtækjanna í bankakerfunum), þá þýðir hærra gengi gagnvart útlöndum það, að hlutdeild heimilanna í neyslu landsframleiðslunnar hækkar. Hlutur þeirra í VLF stækkar og hagnaðarhlutfall innlendra fyrirtækja minnkar.
Og eins og kunnugt er þá eru það fyrirtækin sem framleiða landsframleiðsluna, en heimilin sem neyta hennar (nema þess hluta hennar sem þau geta ekki tekið við vegna bágs kaupmáttar og er því fluttur út til neytenda í öðrum löndum).
Þetta flytur hluta af sparnaði (hagnaði) fyrirtækja yfir til heimilanna og þau njóta góðs af því og kaupmáttur þeirra vex.
Við gengisfall gagnvart útlöndum virkar þetta á hinn bóginn. Þannig að gengisfelling kemur sem óbeinn skattur á heimilin, því hlutur þeirra í neyslu landsframleiðslunnar minnkar, og þvingar sparnaðarhlutfall (hagnað) þeirra upp, sem þýðir enn minni neyslu og þar með lækkun í kaupgetu sem þrýstir vöruverði niður.
Norðmenn geta ekki neytt olíu og norsk heimili eru núna að halda olíuiðnaði landsins uppi með því fé sem þau neyðast til að leggja fyrir og lána út til hans. Það bitnar á neyslu þeirra og útflutningur verður að aukast, því að hlutur heimilanna í neyslu landsframleiðslunnar hefur minnkað.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2019 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.