9.2.2019 | 10:59
Hvar er frjálslyndi að finna?
Frjálslyndi er mikið í umræðunni, ég held að megi segja um víða veröld. En hvað þýðir orðið frjálslyndi og er það misjafnt eftir því hver talar, hvaða stjórnmálaskoðanir er talað fyrir og jafnvel hverrar þjóðar viðkomandi er?
Í Bandaríkjunum má segja að orðið frjálslyndur (liberal) sé alla jafna notað í merkingunni vinstrimaður. En í gegnum tíðina hefur það verið notað bæði Repúblikana og Demókrata, en er líklega aðeins notað um demókrata nú.
í Bretlandi held ég að frjálslyndur þýði nokkurn veginn miðjumaður. Það kemur til af stöðu Frjálslynda lýðræðisflokksin(Liberal Democrats) á milli stóru flokkanna tveggja. En hann á "ættir" að rekja m.a. til Liberal Party.
Í Kanada er sama sagan, þar er frálslyndur (liberal) fyrst og fremst meðlimur eða stuðningsmaður Frjálslynda flokksins (Liberal Party). Heldur vinstrisinnaður miðjusækinn flokkur.
Í Frakklandi er annað upp í teningnum, en þar vill í dag eiginlega enginn stjórnmálamaður kannast við að vera frjálslyndur nú orðið. Þar hefur merkingin breyst og að vera liberal er að vera "ultra kapítalisti", sem setur hagsmuni "elítunnar" í forgang og "treður" á verkalýðnu.
Þannig mátti lesa haft eftir Macron Frakklandsforseta síðastliðið sumar: "Europe, without a doubt, has become too ultra-liberal," he said, adding: "We need a stronger Europe that protects."
Í sömu grein fylgdi þessi útskýring: "The criticism made it sound like Macron, who used the European Union's "Ode to Joy" anthem as the soundtrack to his inauguration at the Louvre in 2017, might be turning against the EU. In France the expression "ultra-liberal" is not a positive one — it refers to unrestrained capitalism that crushes the common worker and enriches elites."
Þannig að það er ljóst að það að segjast vera frjálslyndur hefur ekki sömu merkinguna eftir því hvar maður er staddur í heiminum.
En ef ég væri spurður að því hvaða merking væri lögð í frjálslyndi á Íslandi er ég ekki viss um hverju ég ætti að svara.
Annars vegar er félagslegt frjálslyndi sem stendur að ég tel nokkuð styrkum fótum á Íslandi og hefur eflst. Það má finna í öllum flokkum.
En efnhagslegt frjálslyndi er verulega sjaldgæfara og án efa að einhverju leyti misjafn skilningur sem lagður er í hugtakið.
Hvar finnst það?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Á Íslandi þýðir frjálslyndur = fasisti.
Enginn notar orðið í orðabókaskilgreiningunni. Sem er *allt önnur* en allir leggja í það. Sem er óþolandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2019 kl. 14:04
Er nokkur stjórnmálaflokkur á Íslandi sem kennir sig við frjálslyndi?
Þorsteinn Siglaugsson, 9.2.2019 kl. 14:10
Líberalismi er stjórnmálakenning kennd við John Locke. Þegar hún kom fram skilgreindi hún sjálfkrafa Íhaldsstefnuna sem Íhaldsstefnu og sjálfa sig sem vinstrimennsku, þ.e. sem andstæðu Íhaldsstefnunnar.
Íhaldsstefnan, sem er mörgum öldum eldri pólitísk heimspeki, hafði þá skaffað Engilsaxneskum það frelsi og réttindi sem gerðu vinstrimönnum mögulegt að vera til sem lögmætt stjórnmálaafl í stjórnarskrárbundinni ríkisstjórnun. Þannig er Petition of Rights í ensku stjórnarskránni komin frá Íhaldsmönnum og sömuleiðis Bill of Rights bandarísku stjórnarskráarinnar.
Hugtakið líberalismi hefur ekkert með frjálslyndi að gera. Það er alger misskilningur, því ef það væri svo þá væru þeir sem eru ekki-vinstrimenn skilgreindir sem "illiberal" sem er ekki til. Það er ekkert til sem heitir "ekki-vinstrimaður", þó að reynt sé að stimpla Íhaldsstefnuna með þeim stimpli þeirra manna sem vita lítið um hvað þeir eru að tala.
Sjá: Hvað er Íhaldsstefna?
Með þetta í huga, og ef Biblían er lesin, sérstaklega Gamla testamentið, sem bæði enska og bandaríska stjórnarskráin byggja að miklu leyti á, þá er hægt að einfalda þetta svona:
Íhaldsstefna = frelsi (USA)
Líberalismi = jöfnuður (USSR)
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.2.2019 kl. 19:52
@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Ég hef nú ekki rekist mikið á þessa skilgreiningu á Íslandi, en ætla ekki að útiloka að hún þekkist. En ég held einmitt að eitt af því sem stundum veldur misskilningi og vandræðum séu mismunandi skilgreiningar á algengum hugtökum.
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Ég held að engin stjórnmálaflokkur á Íslandi kenni sig við frjálslyndi síðan Frjálslyndi flokkurinn lagði upp laupana (eða er hann ennþá til í "öndunarvél"?). Það má líka deila um hversu frjálslyndur hann var.
En orðið frjálslyndi er mikið notað í Íslenskum stjórnmálum, en þeð er merkingin sem ég hef oft gaman af því að velta fyrir mér. Bæði hjá mismundandi stjórnmálasamtökum og svo á milli landa.
En svo rakst ég á þessa frétt á Vísi rétt áðan: http://www.visir.is/g/2019190208800/frjalslyndir-studentar-sameinast-gegn-sosialisma
Stúdentar að stofna samtök kennd við frjálslyndi. Athyglisvert innlegg í flóruna.
@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Get ekki verið sammála þér þarna, enda tel ég málið mun flóknara en svo.
Þú setur málið fram eins og algengt er í Bandaríkjum samtímans.
Og í eina tíð var orðið liberal einmitt notað um Republíkana, en ekki Demókrata eins og algengast er nú orðið.
Ég held reyndar að flestir hinna "founding fathers" hefðu ekki skrifað undir það að vera "Íhaldsmenn". Ekki heldur einstaklingar eins og Abraham Lincoln.
"Íhaldsmennirnir" á þeim tíma enduðu flestir á þvi að flytja til Kanada. :-)
"Liberalism, political doctrine that takes protecting and enhancing the freedom of the individual to be the central problem of politics. Liberals typically believe that government is necessary to protect individuals from being harmed by others, but they also recognize that government itself can pose a threat to liberty.."
Þessi texti er t.d. fengin að láni frá "Brittanicu".
Það var einmitt þessi margslungna merking "frjálslyndis" eða "liberalism" sem ég var að velta fyrir mér í færslunni, og hvernig hún breytist eftir löndum og tímabilum.
En það var engin liberalismi í Sovétríkjunum, heldur sósíalismi/kommúnismi.
Og það er lítið "liberal" við það.
G. Tómas Gunnarsson, 10.2.2019 kl. 10:15
Tómas, þú snýrð út úr.
Lincoln var Íhaldsmaður af Guð náð og ákaflega vel inni í lagakerfi Ísraelsríkis hins forna og pólitískrar heimspeki þess um þjóðfrelsið sem þjóðríkið veitti löndum. Heitasta ósk hans var að stíga fæti sínum í Landið helga.
Það voru Hamilton, Madison og Washington sem lögðu stjórnarskrá Bandaríkjanna í bönd Íhaldsstefnunnar á meðan Jefferson var burtu að skoða dálæti sitt, Frönsku byltinguna, sem varð blóðorgía líberalista og Napóleonsstyrjalda næstu 100 árin.
Bönd Íhaldsstefnunnar, með uppuna í Selden alla leið frá 14. öld, tryggði það að Bandaríkin myndu aldrei breytast í ríki líberalisma.
Líberalismi hefur þann innbyggða eiginleika að geta þróast í Sovétríki. Það getur Íhaldsstefnan ekki. Enda fór hrollur um Íhaldsmenn Englands þegar sósíalistinn John Locke kynnti kenningar sína fyrir umheiminum. Þeir vissu hvert líberalisminn myndi leiða, og þess var stutt að bíða að Franska byltignin sannaði að ótti Íhaldsmanna var á hárréttum rökum reistur.
Mæli með að þú kynnir þér málið með því að lesa ritgerðina: Hvað er Íhaldsstefna?
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2019 kl. 20:01
Horrorsýn Íhaldsmanna á líberalismann átti sér rætur í því að Líberalismi mun óhjákvæmilega slíta þjóðríkið úr böndum við þjóðina sem skapara þess, og þjóðin þar með missa þjóðfrelsið sem Biblían boðar, eftir árþúsunda slæma reynslu af imperíalisma (glóbalisma).
Ríki sem taka upp líberalisma munu ávallt viðhafa glóbalisma að meira eða minna leyti, og mannkynssagan sannar að þannig ríki búa aldrei við takmarkað ríkisvald. Það verður alltaf ótakmarkað ríkisvald, eins og sést vel á Byltingar-Frakklandi sem gleypti kenningar Lockes hráar.
Þess vegna bannfæri Gamla testamentið líberalismann löngu áður en hann fékk nafn meðal þjóðanna, sem áttu að halda sig innan landamæra sinna og sem aðeins þannig gátu búið við takmarkað ríkisvald, sem og einnig var aðskilið ríkisvald.
Konungur/forseti mátti aðeins vera konungur yfir sinni eigin þjóð, en ekki öðrum þjóðum. Hann átti ekki að flæða út fyrir landamæri ríkisins og gleypa heiminn eins og kommúnistar reyndu í ýtrustu útgáfu líberalismans.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2019 kl. 20:43
@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Ég sný ekki út úr neinu, ekki frekar en "Brittanica".
Það er reyndar algengt að vilja dæma þá sem lifðu á undan okkur eftir þeim stöðlum sem við höfum í dag.
Eftir þeim, verða menn eins og Lincoln, Washington og fleiri íhaldsmenn.
En það þýðir ekki að þeir hafi ekki talist "liberal" á sínum tíma. Þetta breytist líka eftir landssvæðum. Þeir sem eru "liberal" "hér", eru það ekki "þar".
Og það er einmitt þetta sem er áhugavert.
Og ef "The Founding Fathers" voru svona miklir íhaldsmenn síns tíma, hvað kallarðu þá andstæðinga þeirra, nú eða þá sem fóru með völdin í Bretlandi?
Persónulega er ég þeirrar skoðunar að þeir sem eru gjarnastir til að blanda saman stjórnmálum og trú, að jafnaði hættulegustu einstaklingana. Fyrir mér er lítill munur á því að vera "múslímskur talíbani" og að vera "kristilegur talíbani".
Persónulega er ég einnig á móti konungdæmi, þó að ég skipti mér ekki af því hvaða skoðun kjósendur í öðrum löndum hafa.
Þú ert fyrir mér aðeins enn einn sönnunin fyrir þessum mismunandi skoðunum og skilgreiningum á hugtökum.
G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2019 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.