Illa undirbyggð umsókn um "Sambandsaðild"

Ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu árið 2009, var illa undirbúin og í raun gerð með flausturs- og flumbrugangi.

"Töfralausnin" reyndist tálsýn og gerði lítið annað en að kljúfa þjóðina á erfiðum tímum.

En hefði verið staldrað við, málið rætt við og á meðal almennings hefði niðurstaðan líklega orðið annað hvort af tvennu:  Hætt hefði verið aðildarumsóknina, eða að umsóknin hefði verið betur undirbyggði og notið stuðnings meirihluta kjósends (þeirra sem hefðu tekið þátt í þjóðaratkvæðinu).

En ríkisstjórn þess tíma hlustaði ekki á þess háttar rök. Jafnvel þeir sem voru á móti aðild felldu að efnt yrði til þjóðaratkvæðis.  Það væri fróðlegt að heyra rök færð fyrir slíku, en ég á ekki von á að heyra slíkt.

En svo snerist afstaðan til þjóðaratkvæðis hjá mörgum sem felldu slíkt árið 2009, þegar sótt var um aðild, þegar draga átti aðildarumsóknina til baka.

Þá töldu þeir nauðsyn á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þeir virtust telja það mikið stærra mál að draga umsóknina til baka, heldur en að leggja hana inn.

Þá var umsóknin í raun steytt á skeri, enda treysti ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu til að halda aðlögunarviðræðunum áfram í ársbyrjun 2013.

Ekki hafði tekist að opna kafla um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál og Steingrímur raunar farið sneypuför til Brussel og verið neitað um rýniskýrslu "Sambandsins" um sjávarútvegsmál.

En það er óskandi að lærdómur verði dregin af málinu.

Ég er enn þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekkert erindi í Evrópusambandið, en ef svo fer að einhverntíma í framtíðinni verði ákveðið að sækja aftur um "Sambandsaðild", þá verði í það minnsta kosti betur staðið að undirbúningi en var árið 2009.

Lágmark er að um málið ríki góð sátt innan ríkisstjórnar, en það er líka æskilegt að  málið njóti óvengjanlega stuðning meirihluta kjósenda.


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband