3.2.2019 | 10:52
Er í lagi að vera nazisti?
Ég er að sjá hér og þar á netinu að all nokkur kurr ríki vegna spjallþáttar þar sem talað er við eftir því sem ég kemst næst, Íslenskan nazista.
Það er ekki að undra að slíkt vekji athygli og kemur mér ekki á óvart að margir telji að slíkt efni eigi alls ekki erindi í sjónvarp, eða nokkurn annan fjölmiðil.
Aðrir segja að við þurfum að vera reiðubúin að ræða allt.
Persónulega fell ég í síðari flokkinn. Ég held að að sé þjóðfélaginu hollt að ræða alla hluti, ef áhugi er fyrir hendi, og nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það eru til einstaklingar með alls kyns skoðanir, jafnvel nazistar.
Já, líka á "littla" Íslandi.
Að því sögðu, þá hlýtur viðkomandi einstaklingur að þurfa að standa fyrir orðum sínum, ef til dæmis þau brjóta í bága við lög. Það er engin ástæða til þess að gefa afslátt af slíku.
En það er líka hollt að velta því fyrir sér hvað er "leyfilegt"? Hvað er umborið og hvað ekki?
Ég held til dæmis að fáir séu fyljgandi nazisma og séu gjarnir á að fyrirlíta einstaklinga með slíkar skoðanir. Það er ekkert óeðlilegt við það.
En hvar eru mörkin?
Er til dæmis ásættanlegt að vera aðdáandi Mussolinis? Að telja Franco eitt af mikilmennum sögunnar?
Hvað um Salazar, sem lengi ríkti í Portugal?
Hvað um Ho Chi Minh, Pol Pot og Rauðu khmerana? Er í lagi að dýrka Lenín og Stalín?
Ég man ekki betur en fyrir fáum árum hafi Íslenskur stjórnmálamaður sagst nota nafnið Lenín sem "heiðursnafnbót" eða eitthvað í þá veruna um starfsfélaga sinn.
Víða þykir það ekki góð "latína" í dag ef einhver segist vera stuðningsmaður Trump. Hjá sumum sem ekki þola DJ Trump, voru Chavez og Maduro lofsungnir á síðasta áratug.
Er hakakrossinn, það "gamla og góða" indoevrópska tákn verra og hættulegra heldur en hamar og sigð?
Ætti að banna þau bæði?
Hvaða fleiri tákn ætti að banna?
Eða höfum við trú á því að boð og bönn virki í þessum efnum?
Perónulega hef ég ekki trú á boðum og bönnum í þessum efnum. Mér sýnist heldur ekki að þau lönd sem hafa bannað einhverjar stjórnmálaskoðanir hafi náð árangri, í þeim efnum, til lengri tíma.
Þó að víða sé bannað að halda því fram að Helförin hafi aldrei átt sér stað, er sú bábilja svo lífseig að undrum sætir.
Enda væri það firra að ætla að líta yfir "sviðið" og segja, hér eru engir gyðingahatarar, engir nazistar, engir sem fyrirlíta múslima, engir hommafóbískir, engir kommúnistar, við erum búin að banna það.
Það hefur reyndar verið býsna algengt að heyra t.d. að í löndum sem hafa viðurlög gegn samkynhneigð, fullyrðingar í þá átt að þar séu einfaldlega engir samkynhneigðir.
Líklega þá vegna þess að þeir eru annaðhvort í fangelsi eða þora ekki að stíga fram.
Ekki voru heldur margir sem aðhylltust "vestrænt frelsi" eða kapítalisma í Sovétinu, eða var það?
Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að þola að heyra þessar skoðanir, hversu ógeðfelldar okkur kann að þykja þær.
Berjumst á móti þeim, rökkum þær niður, hæðumst að þeim o.s.frv. En gerum það kurteislega og notum rök og sögulegar staðreyndir.
Krafan um að heyra ekkert eða sjá, sem fer út fyrir einhvern illa skilgreindan "ramma" er ekki bara skringileg, heldur getur beinlínis orðið hættuleg.
Í þessu tilfelli er engin ástæða (að mínu mati) til að fagna fjölbreytileikanum, en við eigum að umbera hann og ræða.
En við getum verið á móti þeim skoðunum sem koma fram, það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Athugasemdir
Það sársaukafyllsta í þessu öllu er að enginn veit einu sinni hvað Nazisti er. Og fólk nennir ekki að kynna sér það. Sem er vont, því öll þeirra stjórnarstefna er aðpgengileg á internetinu:
Hér: https://wiki.kidzsearch.com/wiki/NSDAP_25_points_manifesto
og hér: https://alphahistory.com/nazigermany/nazi-party-25-points-1920/
og hér: http://www.hitler.org/writings/programme/
Og hvað stendur þarna sem er svo slæmt? Jú, þú ert nazisti, eða hefur nazista tendensa ef:
Þú vilt að stórfyrirtæki deili gróðanum með fólkinu.
Ef þú vilt að ellilífeyrir verði tryggður.
Ef þú vilt frelsi allra trúfélaga sem móðga ekki siðferðiskennd landsmanna.
Svo fátt eitt sé nefnt. Þetta voru það sem nú er kallað (amk á Íslandi) "frjálslyndir miðjumenn." Þegar ég fyllti inní kosningaprófið á netinu um daginn með NSDAP manifestoið til hliðsjónar, þá fékk ég út að Hitler ætti að kjósa VG. (Það sem ég geri mér til skemmtunar stundum...)
Það er miðað við uppgefna opinbera stefnu flokkanna.
Fólk veit almennt ekkert um neitt af þessu. Það bara raðar sér í fylkingar eftir tilfinningu, og svo eru allir aðrir bara "hinir" eða óvinurinn, og fuss og svei þeir. Allir hinir eru bara nazistar.
Sem kemur írónískt út þegar hópur af de facto nazistum er að benda á þig og kalla þig nazista. Sem gerist.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2019 kl. 12:00
https://translate.google.com/translate?hl=sv&sl=en&u=https://en.wikipedia.org/wiki/National_Socialist_Dutch_Workers_Party&prev=search
Hitler var formaður "Þýska Socialdemokratiska Verkamannaflokksins.
Semsagt ""krati" eins og Jóhanna og Össur, en ekki VG eins og Steingrímur J.
Socialdemokratar í Svíþjóð voru líka Þjóðernissinnaðir eins og sá þýski í tíð Per Albin, en eftir að Palme tók við, þá breyttist flokkurinn í fjölmenninga landráða flokk.
Það var Salín sem laug að sínu fólki, að Hitler hafi verið hægri maður.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 13:20
@Ásgrimur, þakka þér fyrir þetta. Þó að Nazistaflokkurinn hefi vissulega gengið í gegnum ákveðin timabíl, er ekki svo flókið að vita hvað nazisti er. Hugtakið hefur þó vissulega verið misnotað í gegnum tíðina.
Stefnuskrárnar sem þú vísar til, eru frá 1920. Þá var Adolf Hitler reyndar orðinn meðlimur í Nazistaflokknum ef ég man rétt, en ekki leiðtogi. Það varð hann 1921, ef mig misminnir ekki.
Og sósíalískar rætur Nasistaflokksins eru flestum kunnar, þó að margir vilji afneita þeim. Það sama gildir um fasista Mussolinis.
Það að afnema þurfi fjármagnstekjur o.s.frv. má heyra enduróm af enn þann dag í dag.
En eins og oft er um flokka safnaðist í hinn "´Þjóðernissinnaða Sósíalíska Verkamannaflokk Þýskalands" alls kyns einstaklingar með ýmsar skoðanir.
Ef til vill var fátt sem sameinaði þá nema gyðingahatrið.
Þannig er það ef til vill rannsóknarefni hvernig gyðingar urðu á sama tíma "holdtekja" kapítalismans og kommúnismans í hugarórum nazista.
En gyðingar voru jú þeir sem mátti kenna um allt sem aflaga fór.
En ef til vill má segja að ákveðið uppgjör við sósíalískasta hluta Nazistaflokksins hafi farið fram með "Nótt hinna löngu hnífa", árið 1934, þegar nokkurn veginn var gengið á milli bols og höfuðs (líka í eiginlegri merkingu) á SA hreyfingunni, en þar var líklega sterkasta vígi sósíalismans í Nazistaflokknum, að stórum hluta byggt á "kameraden" frá skotgröfunm úr fyrra stríði.
Það þýddi þó ekki að sósíalisma hafi verið útrýmt úr Nazistaflokknum, heldur tók yfir ákveðin "real politik", þar sem þörfin fyrir "junckerana" og fjármagnseigendur tók yfir.
En það breytir því ekki að nazismi byggir á mannfyrirlitningu og sterkri hóphyggju (rétt eins og sósíalismi).
Samkynhneigð er líka sögð hafa verið útbreidd innan SA, en ofsónir gagnvart þeim hafði þó byrjað áður en "Nótt hinna löngu hnífa" gerðist, en varð ef eitthvað er enn harðari.
Að mínu mati er engin leið að réttlæta nazisma, þó að hann hafi byggt hraðbrautir, eða útrýmt atvinnuleysi.
Það þarf ekki nema að skoða þær aðferðir sem var beitt til þess til að fyllast hálfgerðum hryllingi.
Þá erum við ekki farin að ræða kynþáttahyggju og það er erfitt að finna önnur orð en morðhyggju og kvalalosta sem fylgdu nazismanaum.
Það gefst best að dæma eftir gjörðum, frekar en orðum og "manifestóum". Þar held ég að nazimsi og kommúnismi hafi skipað sér neðst á skalanum.
Verðskuldað.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2019 kl. 13:27
Nazistarnir virðast samt hafa unnið mikið eftir þessu manifestoi sínu. Þetta voru ekki bara staðlausir stafir - þó þeir hafi vissulega verið sveigjanlegir.
Mussolini og co voru svo miklu sveigjanlegri.
Nazismi, eftri bókinni, held ég sé bara ekkert til lengur. Fasismi er til. Sveignanleikinn tók yfir.
Ég nenni ekki að leggja siðferðilegt mat á þetta. Segi það bara eins og ég sé það.
Ef þú vilt ekki:
Ríkisfjölmiðil, ríkiseinokun á öllum sviðum, að einhver stofnun segi þér hvað þú mátt og mátt ekki segja, að einhver stofnun segi þér hvað þú mátt og mátt ekki gera, að ríkið ákveði hver er vinur þinn og hver óvinur... þá ertu ekki fasisti.
Hljómar eins og kommúnismi? Nei. Fasistar máttu alltaf alveg eiga hús, bíl, gæludýr osfrv. Þeir máttu jafnvel reka hornsjoppu. Þeir máttu bara ekki eiga stórfyrirtæki. Eins og IKEA eða Hraðfrystihús Tálknafjarðar.
Star Trek er ágætt dæmi.
Star Trek gerist í heimi þar sem fasistar æða um himingeiminn. Allt mjög fegruð mynd af fasisma. Federation á allt, það eru engir peningar, engin vinna við neitt annað, engir möguleikar utan ríkisins. Federation ru In group.
Svo lenda þeir í erjum við "útlendinga," sem eru heil pláneta af liði sem allir eru nákvæmlega eins. (out-group).
Sumir eru ljótir og ofbeldishneigðir og vitlausir. (Klingon)
Sumir eru geim-júðar (Ferengi)
Sumir eru geim-kínverjar og Geim-rússar (Vulcan & Romulan)
Þeir eru allir misjafnlega skrítnir og vondir.
Svo lenda þeir stundum í erjum við geim-kommúnista, sem eru "the borg," sem taka þetta "frá öllum eftir getu, til allra eftir þörf" alla leið.
Gene Roddenberry var fasisti.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2019 kl. 13:57
@Valdimar, þakka þér fyrir þetta. Sjónarmið sem er fullgillt, en umdeilanlegt.
@Ásgrímur, Þakka þér fyrir þetta. Málið er auðvitað mikið flóknara, en hægt er að koma að hér.
En, já munurinn á nazisma og kommúnisma snerist ekki hvað síst um eignarhald. Eins og þú segir, þá máttir þú eiga "hornsjoppu" hjá nazistunum. Þú máttir reyndar líka eiga stórfyrirtæki, eða hlutafélagi, jafnvel fjölmiðli.
En aðeins ef þú spilaðir með í "hóphyggjunni". Þú gerðir það sem kom sér best fyrir ríkið "þá kallað "Das Volk" og gerðir eins og þér var sagt.
Jafnvel "hornsjoppan" var undir ströngu verðlagseftirliti og svo framvegis. Það spilaði engin "sóló" og einstaklingframtakinu var leyft að þjóna "þjóðinni" og þá aðeins upp að vissu marki.
En rétt tengsl og kunningskapur gat auðvitað breytt ýmsu eins og gjarna gerist við slíkar kringumstæður.
Um þetta er vel fjallað um í bók sem heitir "The 12 Year Reich", https://www.amazon.ca/12-year-Reich-History-Germany-1933-1945/dp/0306806606
Það má meira að segja halda því fram að Putin hafi einmitt uppgötvað þetta líka.
En samhliða fór svo fram gríðarlegt rán á eignum gyðinga og í hernumdu löndunum.
Morð og skipulögð útrýmingar fylgdi í kjölfarið og viðurstyggði nazismans varð öllum ljós.
Það sama gerðist með kommúnisman, en einhverra hluta vegna tók mun lengri tíma fyrir svo marga að gera sér grein fyrir því, og sumir hafa ekki skilið það enn.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2019 kl. 14:23
Ekki hef ég hugmynd um hvort umrædd kona sé þjóðernissinnaður krati, eða ekki. Og hver hefur sagt hana vera nasista? Hefur hún sjálf sagt sig vera nasista?
Ég ætla að horfa á þáttinn, áður en ég get myndað mér skoðun á hennar skoðunum. Það er okkur heilladrýgst að dæma ekki fyrirfram, að ala ekki með okkur for-dóma. Ég er því sammála síðuhafa, að við eigum að þola og umbera skoðanir annarra og takast á um þær á rökrænan og sanngjarnan hátt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 15:56
@Símon, þakka þér fyrir þetta. Allt þetta sem þú segir er rétt, en skiptir ekki máli í þessari umræðu sem ég set hér fram, alla vegna að mínu mati.
Málið snýst ekki um hvað einstaklingurinn komi til með að segja í þessu viðtali.
Umræðan sem ég set hér fram (ég vona að mér takist það þokkalega) snýst um hvort að það sé réttlætanlegt að ræða við nazista (nú eða kommúnista, Francoista, stuðningsmann Pol Pot, eða Ho Chi Minh o.s.frv.).
Ég er eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að hlusta á skoðanir, þó að okkur kunni að þykja þær óþægilegar og ógeðfelldar.
Hvort að sá viðmælandi sem nú er rætt um, er raunverulega nazisti er aukaatriði í mínum huga, heldur viðhorfið til þess að skoðanir komi fram.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2019 kl. 16:02
Skil þig, já, við eigum að þola og umbera skoðanir annarra, og takast á um þær á sanngjarnan hátt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 16:19
Það að setja eitthvað fram gefur því visst vægi. Og þjóðfélagið hefur lög og reglur sem takmarka rétt fólks til að setja fram skoðanir sem við viljum ekki gefa neitt vægi. Sama hvort það er pólitísk skoðun, skoðun á heiðarleika fólks eða framkomu við fólk. Allir þurfa að bera ábyrgð og standa fyrir orðum sínum, líka Nasistar.
Ef við eigum að þola að heyra þessar skoðanir, sama hversu ógeðfelldar okkur kann að þykja þær, þá eru lögin óþörf og umræðan það sem nægir. Þá þarf enginn að bera ábyrgð á og standa fyrir orðum sínum.
Við þurfum ekki að vera reiðubúin að ræða allt. Og við þurfum ekki að vera reiðubúin heyra allt. Það væri til dæmis ekki í lagi ef ég setti á prent að þú værir barnaníðingur, stælir frá vinnuveitenda og værir stórtækur eiturlyfjasmyglari. Ég mætti hafa þá skoðun en mér er bannað að setja hana fram. Þér þætti það eflaust ekki nóg að fólk gæti rætt þær skoðanir. Einhverjir tækju þær trúanlegar þrátt fyrir alla umræðu.
Það gengur nefnilega ekki upp að vilja algert frelsi í framsetningu skoðana en samt að lögin verndi okkur fyrir þeim skoðunum sem eru einstaklingum eða þjóðfélaginu skaðlegar.
Vagn (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 17:24
Kannski er þetta spurning um samhengið: Í þessum þáttum er verið að tala við kynlega kvisti, sem lýsa lífi sínu, reynslu og aðstæðum. Persónulega finnst mér viðtal um nasisma við nasista einhvern veginn ekki passa inn í slíkt, ekkert frekar en viðtal við kommúnista um kommúnisma myndi gera. Við eigum hins vegar eftir að sjá hvernig þetta viðtal kemur út og fyrr er eiginlega ekki hægt að dæma um það endanlega.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.2.2019 kl. 17:45
Nú berast þær fréttir að enn verði þessum þætti frestað og hann ekki sýndur (fyrr en kannski eftir viku, eða aldrei?). Ætli RÚV sýni ekki bara pólitískan rétttrúnaðarþátt í staðinn, með Ingibjörgu Sólrúnu? Alla daga?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 17:49
Ég er sammála Þorsteini, að þættir um kynlega kvisti eiga fullkomlega rétt á sér. Þátturinn um t.d. Tryggva Hansen fannst mér afbragðsgóður. Það eykur sjóndeildarhringinn að heyra viðhorf sem flestr og dæma ekki fyrr en við vitum hvað þeir vilja og hafa að segja.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 17:57
Tök eftir að það voru eingöngu innvígðir vinstrimenn sem vildu banna þetta viðtal.
Fólk er með allskonar skoðanir og sannfæringar. Málfrelsið er grundvöllur okkar þjöðskipulags og fólk hefur gott af því að heyra öfgana, hvort sem einhver telur jöðina vera flata eða tunglið úr tómum osti. Fólk dæmir sig sjálft af orðræðu sinni en andmælendur láta eins og þetta sé smitandi. Eins og ebólutilfelli sem gæti heltekið alla þjóðina. Það ætti heldur að líta á þetta sem styrk að fá svo öfgafullar andstæður fram.
Það þykir sjálfsagt að fólk haldi í blóðuga fordóma í garð náunga síns undir trúarlegum ástæðum. Við lítum á það 99% sem nöttara. Sama gildir um annað slíkt fringe. Eina sem andmælendur gera er að vekja enn frekar athygli á ruglinu og gefa því gildi með að missa þvag yfir því.
svo lengi sem ekki er beint verið að hvetja til likamsmeiðinga og skemmdarverka, þá er öll orðræða jafn frjáls að mínu mati en jafngild er hún ekki þegar eitt prósent stendur að baki henni.
Það er sífellt verið að saxa frekar á málfrelsið og banna fólki að tjá sig um suma hluti. Kalla það hatursorðræðu. T.d. finnst mér öll umræða um kynþáttahyggju og fordóma aðeins ýta undir slíkt. Venjulegt fólk gerir yfirlleytt ekki neinn greinarmun á. Umræða um innflytjendur snýst fyrst og fremst um óróleika yfir eftirlitslausum og hömlulausum innflutningi fólks hvaðan æva úr heiminum, hvíta, eða svarta þar sem raffíneraðir glæpahundarar fá jafn frían passa og hinir og engin bakgrunnsskoðun gerð. Statistíkin staðfestir þann óroleika fólks. Svo kostar það mikla peninga og verður að gera af skynsemi. Innflytjendur eiga að geta gengið að samfélagi þar sem nægilegt fjármagn er til til að gera hverjum og einum tækifæri á að aðlagast. Með óheftum innflutningi fer það forgörðum eins og dæmin sanna.
Nasismi og rasismi er eitthvað blótsyrði sem hent er fram þegar rök þrýtur. Aðferð til þöggunnar. Rétt að minnast þess að Mussolíní var sósíalistaforingi á ítalíu áður en hann stofnaði fasistaflokkinn. Ástæðan fyrir því var að kommarnir hentu honum út af því að hann vildi vopnaða byltingu.
Nú er heimóttaleg ættjarðarást orðinn nasismi og fasismi. Menn mættu lesa sig betur til um hvað þetta tvennt er í raun og sann áður en þeir henda slíkum skít í fólk. Hatist þessi koma við litaða og telji helförina ekki hafa átt sér stað, þá er það hennar mál. Réttast væri þá að fá einhvern til að reka það ofan í hana með sögulegum rökum í stað þess að arga og reita hár sitt og skegg.
Málfrelsi ofar öllu. Án þesss er allt glatað.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2019 kl. 18:56
@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Það að mega setja fram skoðanir sínar er ákveðinn grundvallarþáttur frjáls samfélags.
Því fylgir vissulega að þurfa að standa að baki þeim og ef svo ber undir að svara fyrir þær fyrir rétti ef svo ber undir.
Þú getur til dæmis sett fram þær skoðanir að ég sé barnaníðingur, eiturlyfsmyglari og þjófur. Til dæmis á bloggi eins og þessu.
Það er afar líklegt að ég ákvæði að ákæra þig og í framhaldi færi málið fyrir dómstóla. Ég gæti líka ákveðið að láta þetta einfaldlega eiga sig, vegna þess að ég teldi þig ómerkilegan og lítilvægan "pappír".
Síðan myndu dómstólar, ef ég kysi þá leið, að leggja dóm á hversu áreiðanlegar þínar fullyrðingar væru.
En að leggja í "stórar aðgerðir" til þess að koma í veg fyrir að þú fremdir slíkt "afbrot", eða útbúa mikla bann "lagabálka" er að mínu mati verulega hæpið og getur verið stórvarasamt.
En "preventive custody" og alls konar aðgerðir til að koma í veg fyrir að alls kyns slíkir "glæpir" væru framdir var einmitt eitt af því sem nazistarnir voru svo "góðir" í. Allt undir "volkish" skilgreiningunni.
@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Hef ekki séð neinn af þessum þáttum. Skiptir mig engu máli. Hver á þá að ákveða hverjir passa inn í þáttaröðina? Í hvernig þáttaröð passa nazistar? Ef þá viðkomandi er nazisti.
Eru einhverjir betur til þess fallnir að ákveða slíkt en framleiðendur þáttanna?
@Símon, þakka þér fyrir þetta. Ekki er ég hissa þó að RUV láti undan "rétttrúnaðinum". Sú stofnun verður sér orðið reglulega til skammar.
En við sjáum til hvað setur.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2019 kl. 18:58
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Held ég geti tekið undir þetta að mestu leyti.
G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2019 kl. 19:01
Mannkynssagan er flókið fyrirbrigði og skrifuð af sigurvegurunum. Hún er ekki jafn einföld og upphrópanir sjálfskipaðra "aktívista" segir. Hitler reis til valda vegna uppgangs kommúnista í þýskalandi. Kristalsnóttin fræga var t.d. hefndaraðgerð vegna morða sósíalista, sem leiddir voru að mestu af gyðingum, á hætt skrifuðum andstæðingum. Hún var ekki sjálfsprottin illska hlæjandi illmenna sem elskuðu að murka lífið úr fólki. Óttinn stýrði þessari þjóð til voðaverka. Annað hvort varstu með eða á móti.
Nú hafa tveir tunglsteinar verið rannsakaðir og komið hefur í ljós að annar er steingerður viður af jörðu og hinn jarðneskur steinn. Það finnast líka tæknimenn sem trúa á tunglferðir en segja að það hafi verið gersamlega ómögulegt að sjónvarpa beint frá tunglinu á þessum tíma. Þetta gæti lá tið mig efast um að tunglferðirnar væru sannar, en þetta gæti líka átt sér aðrar skýringar. Að benda á þetta og vilja ræða það gerir mig ekki að samsæriskenningabrjálæðingi. Kannski var þetta blanda af raunveruleika og smávegis áróðursbrögðum, enda málið hápólitískt. Kannski var þetta allt alveg hreina satt. Ég sem leikmaður get ekki skorið úr um það. Ég horfði á þetta andaktugur í stofunni heima hjá ömmu níu ára gamall. Það þarf ekki allt að vera það sem það sýnist, þótt ég sé nokkuð viss á að við fórum til tunglsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2019 kl. 19:15
Minningartafla við Auschwich sögðu fjórar milljónir hafa farist þar en síðar breyttu Pólverjarnir tölunni í 1.5 milljónir á þessari minningartöflu.
Enn seinni áætlanir seggja að 1.3 milkjónir hafi verið sendar þangað og 1.1milljón látist.
Ef þú finnur svona á internetinu og sérð myndir af því til staðfestingar er ekki að undra að einhverjir klori sér í hausnum yfir þessari sex milljóna tölu sem nefnd var strax íupphafi sem heildartala.
Maður spyr: Er þetta virkilega tilfellið? Er þetta ekki sprek á eld efasemdarmanna? Er ekki hægt að staðfesta þetta í eitt skipti fyrir öll? Það eru allar skrár til hjá rússum.
Málið er að það er erfitt að gera greinarmun á sannleika og lygi á internetinu. Ekki að undra að það séu til allskyns samsæriskenningar þar sem staðreyndum er hagrætt. Oft til að fá klickbate í hagnaðarskyni eða sporslur á youtube. Fullt af slíkum lúkratífum rásum frá ufo til 911. Hvers vegna lifa þær? Er málið að loka þeim og hefta málfrelsi þessa fólks eða reka kjaftæði ofan í það í eitt skifti fyrir öll.?
1% manna sökkvir sér í þetta og trúir þessu. Hversvegna allt þetta föss?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2019 kl. 19:34
Á stundin.is er birt frétt um fordæmingu Ingibjargar Sólrúnar á þessari meintu nasista konu. Sá að hin meinta hefur um þá miklu fordæmingu að segja í lítilli athugasemd hennar um ISG sjálfa:
Ingibjörg Sólrún er táknmynd um fordóma hinna fordómalausu. Ingibjörg hefur ekki séð þáttinn en finnst samt í lagi að kalla mig nöfnum. Ingibjörg Sólrún vill ekki að útlendingar fari eftir okkar siðmenningu er þeir flytjast til Íslands. Hún er er sjálf svo mikil undirlæga siðamenningar annara landa að hún huldi hár sitt með Hiijab, er hún vann á öðrum menningarslóðum, þegar hún hefði getað staðið stolt upp gegn þeirri kvenfyrirlitningu sem konur í múslima ríkjum þurfa að líða.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 19:52
Eru það ummæli eins og þessi sem valda ótta ISG og samfóísku atvinnugóðmennsku kratanna? Og RÚV?
Að konukvölin sé stimpluð, brennimerkt og tjörguð fyrir að segja eitthvað meira í líkingu við þetta?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 20:34
Áhugaverð umræða sem nauðsynlega þarf að fara fram. Hjó eftir ýmsu en upp úr stendur að sigurvegararnir skrifa söguna.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.2.2019 kl. 21:23
Á þriðjudaginn verður þáttur á RUV þar sem búin verður til hetja úr manni sem vildi drepa menn í öðrum löndum en dó svo sjálfur við þá iðju
Haukur (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 22:06
G. Tómas Gunnarsson, þú getur náttúrulega ekki kært ef engin lög ná yfir það sem ég skrifa. Þá er ekkert að kæra og löglegt að segja hvað sem er um þig. Dómstólar mundu aldrei leggja dóm á hversu áreiðanlegar mínar fullyrðingar væru, sannar eða lognar skipti ekki máli. Skoðanir mínar hefðu fullan rétt á að vera hrópaðar á torgum án refsingar. Til þess að þú getir kært þarf að leggja í "stórar aðgerðir" til þess að koma í veg fyrir að ég fremji slíkt "afbrot", eða útbúa mikla bann "lagabálka". Án þess gætir þú eins reynt að kæra mig fyrir að hafa 10 putta.
Það að mega setja fram skoðanir sínar er ákveðinn grundvallarþáttur frjáls samfélags eins og svo margt annað. En allt er það háð takmörkunum. Takmörkunum sem miðast við að þú sért ekki að valda skaða.
Það er mótsögn í því að vilja algert frelsi í framsetningu skoðana en samt að lögin verndi okkur fyrir þeim skoðunum sem eru einstaklingum eða þjóðfélaginu skaðlegar. Það er aðeins hægt að hafa annað og þá er hitt ekki fyrir hendi. Þjóðfélagið hefur valið og kýs að lögin veiti vernd gegn skoðunum sem teljast skaðlegar.
Vagn (IP-tala skráð) 3.2.2019 kl. 22:09
Skrítið: Ég birti færslu um sama efni með önnur efnistök einni mínútu á undan þér. 18 hafa lækað hana aðeins 5 hjá þér; Enginn hefur gert athugasemd hjá mér, en 22 hjá þér en 602 litu inn hjá sl sólarhring og hér mér 1217. Kannski er ekki um neitt að deila hjá mér? https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2229884/
Mjög gott að enginn sé mér ósammála.
RÚV er vitaskuld furðulegur vinnustaður, sem birtir Passíusálmana en ekki viðtal við íslenska gyðingahatara.
FORNLEIFUR, 4.2.2019 kl. 05:22
Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir innleggin hér og ágæta umræðu. Alltaf gott að sjá og heyra mismunandi skoðanir.
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta, sagan er sjaldan endanleg ef svo má að orði komast. Þannig koma fram nýjar upplýsingar og söguskoðun breytist. Líklega má segja að þar sá sá hluti orðsins sem segir "skoðun" nokkuð sem vert er að taka eftir.
En sagan er ekki bara skrifuð af sigurvegurunum.
Slíkt hefur vissulega oft verið staðan, en alls ekki alltaf - sem betur fer.
Þess vegna er einmitt mikilvægt að það séu ekki bara "sigurvegararnir" séu ekki einir um að fá að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri.
Þannig er það til dæmis með sögu Sovétríkjanna að stórum hluta, en sem betur fer ekki öllum. Það littla sem andstæðingar kerfisins náðu að festa á blað og koma á framfæri er því gífurlega mikils virði.
Ég hjó hinsn vegar eftir þessari setningu hjá þér: "Kristalsnóttin fræga var t.d. hefndaraðgerð vegna morða sósíalista, sem leiddir voru að mestu af gyðingum, á hætt skrifuðum andstæðingum."
Þetta er nokkuð sem ég hef oft heyrt, um voðaverk kommúnista sem leiddir voru af gyðingum. Sjálfsagt oft satt, en þó ekki. Staðreyndin er sú að vissulega voru einstaklngar af gyðingaættum oft framarlega í flokki kommúnista eða sósíalista. Ég dreg það heldur ekki í efa að þeir hafi framið ýmis hryðju- og voðaverk.
En þau voru ekki framin af þeim sem gyðingum, heldur sem kommúnistum. Á því er grundvallarmunur.
En þarna kemur "hóphyggjan" enn til sögunnar, í þessu tilfelli færð yfir á aðra.
En hvort að "Kristallsnóttin" hafi orðið vegna árásar á sendiherra eður ei, skiptir í sjálfu sér ekki máli, því ólíklegt er að hefði breytt niðurstöðunni til lengri tíma. Ofsóknarirnar voru löngu hafnar, og hefðu ábyggilega haldið áfram, með sömu hræðilegu niðurstöðunni.
En hvað "samsæriskenningar" varðar hafa þær verið til lengur en elstu menn muna og nú orðið geta þær orðið gott lifibrauð og vel launuð "innivinna".
@Símon, þakka þér fyrir þessi innlegg.
@Sindri, þakka þér fyrir þetta. Þessi umræða er ein af milljónum og alls ekki merkilegri en þær flestar. En það er gott að hún geti farið fram sem víða um heiminn er ekki sjálfgefið.
@Haukur, þakka þér fyrir þetta. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um. Þekki ekki dagskrá RUV.
@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Staðreyndin er sú að þér er heimilt að segja hvað sem er um mig og hið opinbera mun ekki gera neitt til að stöðva það. Það mun heldur ekki sækja þig til saka fyrir það.
En lögin heimila mér, prívat og persónulega, að gera slíkt ef mér finnst að mér vegið. Hið opinbera mundi næsta víst ekki rétta mér neina aðstoð við slíkt.
Fullyrðingar þínar gætu verið dæmdar "dauðar og ómerkar".
Rétt eins og hið opinbera gerði ekkert í því að stöðva birtingu lygafréttar um alþingismann nýlega, eða mun sækja fréttastofuna til saka.
Alþingismaðurinn getur gert það ef hann kærir sig um.
Það sama gildir um lygi sem fréttastofa birti um veitingastað norður í landi. Staðurinn er nú með lögsókn á hendur fréttastofunni. En ríkið lyfti ekki litlafingri, hvorki til að stöðva fréttina, né til að refsa fréttastofunni.
Og meiðyrðamál eiga sér langa sögu án þess að "stórir lagabálkar" hafi staðið að baki þeim. Meiðyrði jafnvel ekki verið vel skilgreind.
Og þau eru mörg bann ákvæðin sem finna má. Ég man til dæmis ekki betur en að enn ríki bann við því að mógða erlenda þjóðhöfðingja á Íslandi. Ég vona samt að lögreglan og saksóknari fari ekki að kæra og yfirheyra alla þá sem móðga DJ Trump í "kommentakerfinu". Það væri eiginlega frekar sorglegt.
En er ekki samst "sértök lögregla" sem gerir lítið annað en að fylgjast með "kommentakerfunum"?
Ég ætla ekki að fullyrða um það, en held þó að ekki sé t.d. bannað að afneita Helförinni á Íslandi, né að vera nazisti, kommúnisti eða satanisti.
Á hvaða forsendu ætti RUV þá að heykjast á að senda út eitthvað viðtal?
En það var mikil framför þegar bann við guðlasti var afnumið. Það má svo velta því fyrir sér hvers vegna slíkt bann var við lýði og hvern guðlast var talið skaða?
@Fornleifur, þakka þér fyrir þetta. Ekki ætla ég að svara því hvers vegna "lækað" er eða andmælt. Ég spái lítið sem ekkert í þessu. Hef þó gaman af því ef menn setja hér inn vel orðaðar og kurteislegar athugsemdir.
Ég blogga hér með hléum, hef gaman af því að reyna að setja fram skoðanir og "formera" þær. En þetta hjálpar mér líka að viðhalda Íslenskunni sem stundum líða of margir dagar á milli þess að ég noti.
RUV er stór vinnustaður, sjálfur vann ég þar um tíma fyrir löngu. Kynntist og naut leiðsagnar afbragðsfólks.
Og vissulega þarf fjölmiðill sem RUV að líta til "allra átta" og reyna að sýna hlutleysi og virða ólík sjónarmið. Og það má deila um hvernig til tekst.
En trúleysinginn ég hef engan áhuga á því að banna Passíusálmana, þó að sjálfsagt megi færa fyrir því rök að þeir geti verið "áhrifagjörnum sálum" skeinuhættir.
Það sama má líklega segja um bibíuna, svona eftir því hvernig kjósa að líta á málið og hvaða "rör" einstaklingar kjósa að nota við lesturinn.
G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2019 kl. 09:15
"Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei" hét flokkurinn fullu nafni.
Um uppgang hans má fræðast í bók austuríska rithöfundarins, Stefan Zweig, "Veröld sem var - Die Welt von Gestern"
Hörður Þormar, 4.2.2019 kl. 13:04
Nasisti hreinlega þýðir einhver sem vill myrða miljónir, myrða gyðinga, myrða geðveika, aldraða, fatlaða og síguna. Ef einhverjum finnst að orðið þýði eitthvað annað þá skiptir það engu máli. Þetta er það sem fólk hugsar þegar það heyrir orðið nasisti.
Mofi, 4.2.2019 kl. 18:24
@Hörður, þakka þér fyrir þetta, nafnið á stjórnmálflokkum segir oft ekki mikið. Alls kyns "alþýðu" fylkingar, bandalög, og svo þar fram eftir götunum. Það er síðan einnig alls kyns flokkar sem hafa kennt sig við frelsi og annað slíkt sem ekki beint hafa staðið undir nafni.
@Mofi, þakka þér fyrir þetta. Ég hugsa að þín skilgreining se ekki langt frá lagi fyrir mikinn fjölda fólks. En að mínu mati á aldrei að gera lítið úr því sem "einhverjum öðrum" finnst og segja það ekki skipta máli. Það er eiginlega eitthvað allt að því "zazískt" við slíka hugsun.
En auvðitað eru margar mismunadi hugsanir og skilgreingar sem tengjast hugtökum, orðum og ekki síður stjórnmálahreyfingum. Kommúnismi er einnig gott dæmi um slíkt, og líklegt að margar mismunandi skilgreingar kæmu fram.
G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2019 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.