"The Rock" og glerhúsiđ

Eitt af ţeim málum sem upp komi í "Brexit" samningi á milli Breta og "Sambandsins" var Gíbraltar, eđa "The Rock" eins og landsvćđiđ er stundum kallađ.

Jafnvel var talađ um ađ ţetta vćri eitt af ţeim atriđum sem hefđu valdiđ vandrćđum, vegna krafna Spánverja um neitunarvald er Gíbraltar áhrćrđi.

Og í raun sér alls ekki fyrir endan á ţessari deilu.

En eitthvađ tókst ađ lempa Spánverja og samningar tókust, ţó ađ ólíklegt ađ sé ađ hann komi til framkvćmda óbreyttur, en ţađ er önnur saga.

En ţó ađ ekki sé hćgt ađ lá Spánverjum ađ reyna ađ fá yfirráđ yfir Gíbraltar, er ekki hćgt ađ verjast ţeirri hugsun ađ kröfur ţeirra séu nokkuđ líkar steinum kastađ úr glerhúsi, ţví ef einhver ţjóđ ćtti ađ hafa skilning á stöđu Gíbraltar ćttu ţađ ađ vera Spánverjar.

Bćđi er ţađ svo ađ íbúar Gíbraltar hafa í tvígang (1967 og 2002) ítrekađ í ţjóđaratkvćđagreiđslu ađ ţeir vilji tilheyra Bretlandi. Spánverjar virđast ađ vísu ekki hafa mikla "ţolinmćđi" fyrir "ţjóđaratkvćđagreiđslum", en ţađ er í sjálfu sér sérstakt rannsóknarefni.

En ţađ sem ćtti hins ekki síst ađ auka skilning Spánverja á málinu, er stađa ţeirra sjálfra gagnvart afmörkuđum landsvćđum í Afríku.

Ţar eru landsvćđi eins og Melilla, Ceuta, og ţađ sem Spánverjar kalla "Plazas de soberan".

Um ţessi svćđi hafa Spánverjar átt í deilum viđ Marókkó, en telja ađ ţessi svćđi séu "óađskiljanleg frá Spáni", enda ná yfirráđ ţeirra yfir svćđunum jafnvel lengur en yfirráđ ţeirra yfir ákveđnum landssvćđum á meginlandinu ef ég hef skiliđ rétt.

Sjálfsagt telja ţeir ţađ einnig slćmt fordćmi, ef samţykkt yrđi ađ skilja einhver landsvćđi frá Spáni, sem er heitt deiluefni á meginlandinu, hvađ varđar Katalóníu.

Ţađ er einmitt stutt í réttarhöld yfir ţeim sem höfđu sig hvađ mest í frammi í ţeirri sjálfstćđisbaráttu.

Ţađ mál er reyndar enn eitt máliđ sem stór partur af "stjórnmálastéttinni" í "Sambandinu" og reyndar megniđ af veröldinni kýs ađ láta eins og sé ekki til.

En ég vona svo sannarlega ađ vilji íbúa Gíbraltar verđi virtur og ţeir fái ađ tilheyra Bretlandi.

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband