"The Rock" og glerhúsið

Eitt af þeim málum sem upp komi í "Brexit" samningi á milli Breta og "Sambandsins" var Gíbraltar, eða "The Rock" eins og landsvæðið er stundum kallað.

Jafnvel var talað um að þetta væri eitt af þeim atriðum sem hefðu valdið vandræðum, vegna krafna Spánverja um neitunarvald er Gíbraltar áhrærði.

Og í raun sér alls ekki fyrir endan á þessari deilu.

En eitthvað tókst að lempa Spánverja og samningar tókust, þó að ólíklegt að sé að hann komi til framkvæmda óbreyttur, en það er önnur saga.

En þó að ekki sé hægt að lá Spánverjum að reyna að fá yfirráð yfir Gíbraltar, er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að kröfur þeirra séu nokkuð líkar steinum kastað úr glerhúsi, því ef einhver þjóð ætti að hafa skilning á stöðu Gíbraltar ættu það að vera Spánverjar.

Bæði er það svo að íbúar Gíbraltar hafa í tvígang (1967 og 2002) ítrekað í þjóðaratkvæðagreiðslu að þeir vilji tilheyra Bretlandi. Spánverjar virðast að vísu ekki hafa mikla "þolinmæði" fyrir "þjóðaratkvæðagreiðslum", en það er í sjálfu sér sérstakt rannsóknarefni.

En það sem ætti hins ekki síst að auka skilning Spánverja á málinu, er staða þeirra sjálfra gagnvart afmörkuðum landsvæðum í Afríku.

Þar eru landsvæði eins og Melilla, Ceuta, og það sem Spánverjar kalla "Plazas de soberan".

Um þessi svæði hafa Spánverjar átt í deilum við Marókkó, en telja að þessi svæði séu "óaðskiljanleg frá Spáni", enda ná yfirráð þeirra yfir svæðunum jafnvel lengur en yfirráð þeirra yfir ákveðnum landssvæðum á meginlandinu ef ég hef skilið rétt.

Sjálfsagt telja þeir það einnig slæmt fordæmi, ef samþykkt yrði að skilja einhver landsvæði frá Spáni, sem er heitt deiluefni á meginlandinu, hvað varðar Katalóníu.

Það er einmitt stutt í réttarhöld yfir þeim sem höfðu sig hvað mest í frammi í þeirri sjálfstæðisbaráttu.

Það mál er reyndar enn eitt málið sem stór partur af "stjórnmálastéttinni" í "Sambandinu" og reyndar megnið af veröldinni kýs að láta eins og sé ekki til.

En ég vona svo sannarlega að vilji íbúa Gíbraltar verði virtur og þeir fái að tilheyra Bretlandi.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband