18.1.2019 | 14:04
Fulltrúi Pírata í Borgarstjórn varð sér til skammar....
Ég horfði á Silfur Egils, á netinu nýlega, ætli það hafi ekki verið á mánudag. Þar fullyrti fulltrúi Pírata ítrekað að engum tölvupóstum hefði verið eytt í "Braggamálinu".
Hún sagði líka ítrekað að borgarfulltrúar ættu að halda sig við staðreyndir.
Nú er komin staðfesting frá Innri endurskoðun borgarinnar að tölvupóstum hafi verið eytt, rétt eins og marg oft hefur komið fram í fréttaflutningi af málinu.
Þvi fellur fulltrúi Pírata frekar skammarlega af þeim "háa hesti" sem hún reyndi að sitja í Silfrinu.
Ég get ekki sagt að ég hafi höndlað sannleikann til fulls í málinu, en það er merkilegt hvernig meirihlutinn virðist æ ofan í æ standa í veg fyrir því að sannleikurinn komi í ljós í málinu.
Skyldi fulltrúi Pírata biðjast afsökunar á framgöngu sinni, útskýra hvers vegna hún fór rangt með, hvernig stóð á því að hún lagði annan skilning í skýrsluna en fulltrúar minnihlutans og fjölmiðlar.
Gat hún ekki lesið skýrsluna sér til gagns?
Í skýrslunni má m.a. lesa á bls. 77:
"Skjalastjórnun í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100 var óvönduð og leiddi til þess að upplýsingar um ákvarðanir og úrvinnslu töpuðust. Varðveislu skjala um endurgerð bygginga við Nauthólsveg 100 var ábótavant. Hún var ekki í samræmi við skjalastefnu Reykjavíkurborgar og fól í sér brot á lögum um opinber skjalasöfn. Tölvupóstum á ekki að eyða úr pósthólfum starfsmanna fyrr en þeir hafa verið færðir til viðeigandi vistunar."
Hér er fullyrt að skjalastjórnum hafi verið ábótavant, brotin séu lög um opinbera skjalastjórnun og að tölvupóstum eigi ekki að eyða fyrr en þeir hafi verið vistaðir á viðeigandi hátt.
Er þetta ekki nógu skýrt svo að borgarfulltrúi Pírata hafi skilið?
Persónulega veitti ég "Braggamálinu" í upphafi ekki mikla athygli. Vissulega óeðlilegt, en ekki af þeirri stærðargráðu að það væri einhver virkilegur "skandall". En ég held að það hafi breyst í eitt af þessum málum, þar sem viðbrögð ríkjandi aðila umbreyta málinu. Það er ekki lengur málið sjálft sem vekur tortryggni (ef svo má að orði komast) heldur viöbrögð stjórnvalda (í þessu tilfelli meirihluta Borgarstjórnar). Þau benda æ sterkar til þess að hér sé potturinn alvarlega brotinn, því ákefðin við að drepa málinu á dreif og afvegaleiða það, eru þess eðlis að það eiginlega kallar á frekari rannsókn.
"Tilviljanirnar" eru einnig orðnar óþægilega margar til þess að hægt sé að líta fram hjá þeim.
Í skýrslunni má einnig lesa eftirfarandi:
"Eins og fram kom í kaflanum um skipulag SEA er umboðskeðjan þannig að SEA heyrir undir borgarritara og síðan er borgarstjóri hans yfirmaður. Þrátt fyrir þetta hefur borgarritari haft lítil afskipti af SEA sem hefur í raun sótt sín mál framhjá honum og til borgarstjóra."
Samt er ítrekað fullyrt af meirihlutanum að ábyrgðin sé ekki borgarstjóra, heldur borgarritara.
Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Sveitarstjórnarkosningar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
Sammála greininni og spurning hvort hún sé samsek yfirhylmingu með þessu. Merkileg hvað þeir eru viljugit til að verja og fela spillingu þegar hún fellur til vinstri. Þetta er náttúrlega fólk sem hefur aldrei rangt fyrir sér og mun því aldrei biðjast afsökunnar á einu né neinu. Allir eru fífl og glæpamenn nema þau.
Það sannast annars átakanlega hér að Píratar eru ekkert annað en afleggjari af samfylkingunni.
Greinin þín er annars tvítekin hér. Mættir laga það.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2019 kl. 15:11
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Þeir sem hreykja sér hátt, eiga á hættu hærra fall, það er gömul og ný saga.
Píratar sem mér þótt fara ágætlega af stað, eru reyndar fyrir all löngu síðan orðnir ekkert nema enn einn vinstri flokkurinn, enda á tímabili lagt áherslur á "hreinsanir" að gömlum róttækum vinstri sið.
"Sálfræðilegir erfiðleikar" endað í fjölmiðlum oftar en einu sinni.
Þakka þér svo ábendinguna um "tvöfeldnina" í mér. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis þegar ég var að "pasta" inn tilvitnunum úr skýrslunni, en ég held að mér hafi tekist að laga það.
G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2019 kl. 16:19
Maður eiginlega hálf gapti yfir Silfrinu og fullkominni afneitun piratans á staðreyndum varðandi tölvupóstana horfnu.
Lítið skárra var að sjá hvernig hún og sessunautur hennar virtust telja það hinn mesta óþarfa að rannsakað yrði hvort eitthvað væri á bak við 40 milljón króna reikninga fyrir rafmagn í þessum kofaskriflum og 70 milljónir í minjavernd sérstaklega í ljósi þess að einginn getur bent á nokkrar einustu minjar sem þarna þarf að vernda.
Braggamálið hefur þó þann kost að þar gefst einstök innsýn í grundvallarvanda jafnaðarmennskunnar. Þegar fólki er svona gjörsamlega sama hvað verður um peninga sem því er falið að fara með af því að það er annarra manna fé.
Afleiðingin verður óstjórn og bruðl!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 21:24
Hér er nú enn ein peningahítin með vafsamt bókhald
Rafræn þjónustumiðstöð
Rafræn þjónustumiðstöð stýrir vefþróun Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á rafrænni þjónustu borgarinnar. RÞM kemur einnig að framsetningu opinna gagna, tækninýjunga, ferlavinnu og hugmyndafræðilegri þróun notendaupplifunar. Rafræn þjónustumiðstöð starfar þvert á öll svið borgarinnar
Borgari (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.