Rökrétt, eða röng leið?

Fyrir þá sem vilja stefna að því að "Sambandið" verði að sambandsríki, er rökrétt að stefna að því að afnema þá nauðsyn að eitthvað sé samþykkt einróma á sem flestum sviðum.  Það gerir ákvarðanatöku einfaldari og skilvirkari.

Það að allir séu sáttir getur tekið allt of langan tíma og krafist allt of mikilla málamiðlana.

(Til gamans má svo velta því upp hvort að nauðsynlegt ætti að vera að samþykkja slíkar breytingar einróma, eða hvort einfaldur meirihluti ætti að duga, eða þyrfti hann að vera aukinn, eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir? Það má einnig rökræða hvort að 1. ríki eitt atkvæði eigi að gilda, eða hvort fara ætti eftir íbúafjölda.)

Hin hliðin snýr að sjálfstæði og fullveldi ríkja innan "Sambandsins". Hægt og rólega hefur "Sambandið" sneytt af fullveldi ríkjanna þannig að umdeilanlegt, svo ekki sé meira sagt, getur talist að þau njóti fullveldis.

Er ríki fullvalda ef að það getur ekki gert viðskiptasamniga við önnur ríki, ef það getur ekki ákveðið hvort að það tekur á móti "flóttafólki" eður ei, ef það getur í ákveðið skatta sína?

Nú þegar eru uppi hugmyndir um að afnema þörf fyrir einróma samþykki hvað varðar utanríkismál, en ekki þykir líklegt að slíkt verði samþykkt - í bráð.

Enn einn hluti fullveldis aðildarríkjanna sem margir vilja taka. En hvað þarf að taka mikinn hluta af fullveldi, til þess að það sé ekki fullveldi? 

Það er áhugaverð spurning sem ábyggilega eru mörg og misjöfn svör við.

En ef að svo færi að utanríkismál yrðu einnig færð til "Sambandsins" vaknar upp spurning sem önnur ríki heims hljóta að spyrja sig:  Hvers vegna ætti Evrópusambandið að hafa 27 (eða fleiri atkvæði) í stofnunum eins og t.d. Sameinuðu þjóðunum?

Ættu Bandaríkin þá rétt á 50? Kanada 10?

Eru ríki Bandaríkjanna og fylki Kanada ekki jafn fullvalda eins og ríki "Sambandsins" væru þá?

Spyrjið íbúa Quebec.

 

P.S. Þessi setning í fréttinni vakti athygli mína: "Fram kem­ur í frétt AFP að Evr­ópu­sam­bands­sinn­ar í Brus­sel hafi lengi stefnt að því að koma á sam­ræmd­um skatta­mál­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins en ýmis minni ríki inn­an sam­bands­ins hafa einkum lagst gegn þeim hug­mynd­um. Ekki síst Írland.".

Þar sem stendur "Evrópusambandssinnar", á líklega að standa "Sambandsríkissinnar", því það eru ekki margir "Sambandsskeptíkar" sem koma að ákvörðunum sem þessum í Brussel.

 

 

 


mbl.is Vill afnema neitunarvald í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Tómas.

Hvað varðar Bandaríkin, þá er það bandaríska þjóðin ein sem er fullvalda. Og sú þjóð ein, er ósundranleg heild undir Guði, sem "við treystum á".

Það er hún -sem ein heild- sem heldur á fullveldi Bandaríkjanna sem ein órjúfanleg heild. Ekki sem hlutar, heldur sem ein órjúfanleg heild. Fylki er ekki fullvalda í neinum skilningi nema sem hluti af fullvalda þjóð Bandaríkjanna. 

Það var þessa vegna sem að Þrælasamband Suðurríkjanna gat ekki sagt sig úr þjóðríki Bandaríkjanna, vegna þess að slíkt er einfaldlega ekki hægt. Það þurfti því ekki að innlima þau aftur í Bandaríkin vegna þess að þau fóru aldrei úr Bandaríkjunum. Þau gerðu aðeins uppreisn gegn ríkisstjórn þjóðarinnar, sem er fullvalda.

Landsmaður þinn Jean Edward Smith skar þetta ágætlega út í stein hér - og vísar til niðurstöðu hæstaréttar.

Evrópusambandið getur aldrei orðið annað en það sem þrælasamband suðurríkjanna var - eða í besta falli það misfóstur sem The Confederation var, og gekk engan vegin upp.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.1.2019 kl. 22:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jean er býr víst ekki í Kanada lengur, en þar kenndi hann í 35 ár. 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.1.2019 kl. 22:25

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Hér erum við ekki alveg sammála. Það eru engin fylki í Bandaríkjunum, heldur ríki, á ensku states.

Rétt eins og segja má að forseti Bandaríkjanna sé ekki kjörinn af Bandarísku þjóðinni (nema óbeint) heldur er hann kjörinn af fulltrúum (kjörmönnum) ríkjanna sem mynda Bandaríkin.  Þetta gerir það að verkum að ekkert ríkjanna (þeirra fámennari) verða áhrifalaus og alfarið kæfð af þeim fjölmennari, hvernig sem íbúaþróunin verður.

Komi einhverntíma til þess aftur að eitthvert, eða einhver ríki vilji segja sig úr Bandaríkjunum vona ég að það takist að semja um það með friðsamlegum hætti og útgangan verði að veruleika, ef til þess kemur.

"Alríkið" á aðeins rétt á sér ef ríkin eru sátt við framgöngu þess og sjái hagsmunum sínum betur borgið innan þess en utan.

Þess vegna þarf að "alríkið" að gæta þess að líta til hagsmuna allra ríkjanna sem mynda Bandaríkin, vissulega þarf stundum að taka óvinsælar ákvarðanir, en til lengri tíma litið verða hagsmunir að fara saman.

Þess vegna styðja ríkari og fjölmennari ríki Bandaríkjanna þau veikari.

Það sama gildir um Kanada, þar eru risafjárhæðir fluttar frá "have" fylkjum til "have nots", eins og Kanadamenn kjósa að kalla það.

Annars væri engin leið fyrir fylki Kanada að "funkera" sem eitt ríki, hvað það að nota sameiginlegan gjaldmiðil.  Langt síðan Kanadabúar uppgötvuðu það.

Það er svo önnur saga að margir Kanadabúar hafa sagt í mín eyru, að það sé best fyrir Kanada að hafa Bresku drottningu sem sinn "þjóðarleiðtoga" (valdalausan), vegna þess að kosning um eina persónu myndi aðeins skapa klofning á milli fylkjanna.  Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

G. Tómas Gunnarsson, 17.1.2019 kl. 08:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Tómas

Já já það er alveg hægt að vera þessu ósammála. En það er ekki það sem skiptir máli. Það sem skiptir máli er bandaríska stjórnarskráin og dómur hæstaréttar Bandaríkjanna þar um.

Það er Bandaríska þjóðin (the People) sem ein heild sem er fullvalda. Ekki hlutar hennar og alls ekki fylki (State). Og þess vegna sagði hæstiréttur að suðurríkin væru enn í Bandaríkjunum þó svo að dagblöð, fréttir, fræðingar og slúður segðu annað. Ekkert þurfti að gera annað en að þau legðu niður vopnin gegn bandarísku þjóðinni.

Texas v. White, 74 U.S. (7 Wall.) 700 (1869)

Texas (and the rest of the Confederacy) never left the Union during the Civil War, because a state cannot unilaterally secede from the United States. 

Punktur.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2019 kl. 10:37

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

The electoral collage (kjörmannakerfið) var ein af ástæðunum fyrir því að Bandaríkin urðu ein fullvalda þjóð. Réttur allra var tryggður. Landfræðilega og þjóðarlega.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2019 kl. 10:40

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta. Ég er í sjálfu sér bæði sammála og ósammála því sem þú segir, þetta er eitt af þeim málum, ef svo má að orði komast.

Raunveruleikinn getur hæglega orðið annar og meira að segja lagatúlkun hefur stundum breyst.

Meira að segja í málinu sem þú nefnir, útilokar Hæstiréttur ekki ".. that revolution or consent of the states could lead to a successful secession.".

Þú ég sé ekki sérfræðingur hvað þetta mál varðar, hef ég rekist á þessa túlkun víða á netinu, en viðurkenni fúslega að ég hef ekki stúderað þetta einstaka mál til botns.

Þess vegna þarf "alríkið" að starfa með bestu hagsmuni allra ríkja að leiðarljósi og gerir það yfirleitt eftir bestu getu, þó að um slíkt megi auðvitað deila.

En það er að mínu viti ekkert sem segir að Bandaríkin geti ekki skipst upp, þó réttast sé að vona að svo verði ekki.

En hervald, og ofbeldi megnar ekki að halda ríki saman sem starfar ekki í þágu þegna sinna, ekki til lengdar.

Þess vegna sagði ég að ef til þess kæmi, vonaði ég að málin yrðu leyst með samningum með hagsmuni allra að leiðarljósi.

Sovétríkin sálugu eru gott dæmi um slíkt, það er hægt að halda "lokinu á tunnunni" í ákveðin tíma, en "þegnarnir" eiga síðasta orðið, hvenær svo sem þeir komast að.

G. Tómas Gunnarsson, 17.1.2019 kl. 11:47

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tómas,

.. hálf milljón Bandaríkjamanna létu lífið síðast þegar þetta var reynt. Það var sá atburður umfram allt annað, sem innsiglaði Bandaríkjamenn sem eina þjóð, andlega og líkamlega. Yfirlýsing á pappír og lög skapa ekki þjóð. Blóð, saga og sameiginleg örlög gera það.

Það er enginn munur á Íslandi og Bandaríkjunum í þessum efnum. Allt hjal um að einn landshluti segi sig úr Íslandi á álíka merkileg umræða. Hún getur vel farið fram, en er heitt loft og fullkomin tímasóun.

Bandaríkin eru eyja og það verður aldrei þolað að Kentucky renni á erlendar hendur, né neinn annar hluti Bandaríkjanna. Aldrei. Og kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna er stórt.

Ástæðan fyrir því að Kanada, þar sem þú býrð, fær að vera sjálfstætt ríki, með svo löng landamæri beint upp að Bandaríkjunum, er sá, að afturendinn á Kanada er frosinn tappi sem lokar honum. Enginn mun komast þar inn og ekkert ríki liggur þar upp að sem Kanada getur gert hættulega samninga við, sem ógna Bandaríkjunum.

Og ástæðan fyrir því að Quebec fær að tala frönsku er sú að Bandaríkin passa Kanada. Ef þau gerður það ekki þá væri franska bönnuð í Quebec.

Af sömu ástæðu verður Skotland líklega aldrei sjálfstætt ríki. Sagan um hættulega samninga Skotlands við önnur ríki skapar þá staðreynd. Afturendanum á Bretlandi verður haldið lokuðum. En Bretland er samt ekki eins landfræðilega heppið og Kanada.

Þegar um geopólitík er að ræða, þá verða menn að horfa á landfræðilegar staðreyndir, sem skapa það sem ríki verða að gera (imperatives).

Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2019 kl. 13:04

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Þú mátt ekki misskilja mig, ég er hvort að óska þess, né spá því að Bandaríkin liðist í sundur, en það er ekkert sem tryggir að það geti ekki gerst.

Sagan endurtekur sig ekki sjálfkrafa, né er dæmd til þess.

Það vantaði ekki að Sovétríkin hefðu yfir herafla og kjarnorkuvopnum að ráða og höfðu notað heraflann ósparlega til þess að halda ríkinu saman.

Gott betur en hálf milljón dó við að koma því ríki á, og miklu fleiri til að halda því saman í rétt ríflega 70 ár.

Það eitt tryggir ekki neitt.

En eins og ég sagði áður er hægt að halda "lokinu á" í einhvern tíma.

Hvernig ríki standa sig og vinna að hagsmunum þegnanna skiptir auðvitað meginmáli, og þar hafa Bandaríkin staðið sig ágætlega.

En það er ekkert sem tryggir að svo verði um aldur og ævi.

Hvað Kanada varðar, er tilurð Kanada og Bandaríkjanna afrakstur samningviðræðna, reyndar eftir átök, en samningaviðræðna eftir sem áður.  Þar hefur síðan friður ríkt, reyndar með einni undantekningu.

Einhverntíma hefur það sjálfsagt þótt óhugsandi að Amerísku nýlendurnar klyfu sig frá Bretlandi.

Breska ríkisstjórnin samþykkti þjóðaratkvæði í Skotlandi á sínum tíma og þó aldrei sé hægt að fullyrða um hvað hefði gerst, þykir mér líklegt að hún hefði virt niðurstöðurnar á hvorn veginn.

Annað hefði verið því sem næst óhugsandi, en ekki ómögulegt.

G. Tómas Gunnarsson, 17.1.2019 kl. 13:34

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka Tómas

Nei nei, ég legg alls ekki þann skilning í skrif þín að þú óskir þess að Bandaríkin leysist upp, því á myndi Kanada hætta að vera til. Þvert á móti.

Það sem ég hins vegar er að reyna að benda á, er að til þess að það geti gerst (Bandaríkin leysist upp) þá þarf allur heimurinn að enda fyrst. Það síðasta sem myndi enda í honum væru Bandaríkin. Það er ekki vegna þess að þau séu Bandaríkin, heldur vegna landfræðilegar blessunar þeirra. Þau er svo sér í stakk búin, landfræðilega séð, að þau geta ekki farið inn í upplausnarferli nema að ráðist sé sjóðleiðina inn í þau af erlendu ríki. Og til að ráðast inn í svona stóra eyju, sem ræður öllum höfum heimsins með mesta flota mannkynssögunnar og sem haldið er uppi af mesta ríkidæmi mannkynssögunnar og af stærsta, ríkasta og sérstakasta milliklassa nokkru sinni í sögunni, þá þarf allur hinn gamli heimur að rotta sér saman um að byggja þann gerræðislegasta flota mannkynssögunnar sem er mögrum mörgum mörgum sinnum stærri og öflugari en bandaríki flotinn og 20-30 þúsund kjarnorkuvopn þeirra. Það mun ekki gerast því hinn gamli heimur getur aldrei komið sér saman um neitt og er þess vegna eina ferðina enn að brotna upp í pólitískar öreindir.

Bandaríkin munu ekki leysast upp vegna innbyrðis átaka. Þeirri flösku hefur verið lokað svo langt sem mögulegt er að sjá. Þau átök sem hins vegar eru innanborðs í Bandaríkjunum núna, eru einungis hefðbundin hávær Bandaríkin að umbylta sér sjálf á undan öllum öðrum, eins og áður. Þau eru leiðandi afl í þeim efnum það það er einmitt styrkur þeirra. Bandaríkin munu ávallt halda áfram að umbylta sér sjálf, fyrir eigin afli. Ekkert stöðvar það. Þau eru fædd þannig, eða sem "last best hope of earth" eins og Lincoln orðaði það. Þau ryðja brautina. Og hún er ávallt mjög svo hávær, sú braut. Disorderly, subbuleg og hávær. Þannig verða framfarir. Gamli heimurinn gapir venjulega á meðan og hneykslast, en reynir svo að herma eftir með hörmulegum árangri. Hin pólitíska hugmynd um Bandaríkin er heldur ekki að leysast upp. Hún er að styrkjast.

Það er engin engin leið að bera hvorki Sovétríkin né neina aðra imperíal-state hönnun mannkynssögunar saman við Bandaríkin. Og það er heldur ekki hægt að bera landmassa EurAsíu (gamla heiminn) saman við Bandaríkin, hvorki sem heild né sem ríkja-einingar. Það er bara alls ekki hægt. Sá samanburður er algerlega út úr kú, bæði geopólitískt séð, efnahagslega og mannlega séð. En það er of löng saga til að fara með hér. Demos, Telos og Ethos yrði sennilega ein fyrsta blaðsíðan í því langa verki.

Kveðja vestur!

Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2019 kl. 14:17

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Gott að við erum að mestu leyti á "sömu blaðsíðu".

Ég held að það séu afar litlar líkur til þess að Bandaríkin sundrist í náinni framtíð.  Það þýði ekki að það sé útilokað að það gerist í framtíðinni.

Ekki það að ég eigi von á því að lifa það, en það sama sagði tengdafaðir minn um uppbrot Sovétríkjanna, og N.B. hann bjó þar (sem og konan mín).  Munurinn var ef till sá að hann óskaði þess, en ég geri það ekki hvað varð uppbrot Bandaríkjanna.

En það eina sem getur tryggt að Bandaríkin standi saman, nema það að "alríkið" þjóni hagsmunum allra þegnanna og ríkjanna eftir bestu getu.

Vopnavald eða kjarnorkuvopn eru ekki það sem dugir til

Engin "geopólítík" heldur.

En ríkistjórn, "of the people, by the people, for the people", mun lifa.  En því miður virðast þau gildi týnast víða.

Ef sú leiðsögn verður höfð í heiðri munu Bandaríkin (sem og önnur ríki) standast tímans tönn.  Ella ekki.  Það er nákvæmlega það sem gerðist í Sovétríkjunum, þó að þau hafi lifað þokkalegu lífi til skemmri tíma.

Og það hefur mátt sjá víðar.

Hermáttur og kjarnorkuvopn duga ekki til.

Og Kanada myndi lifa, þó að Bandaríkin myndi brotna upp í 2. eða fleiri Sambandsríki, svo framarlega sem Kanadísk stjórnvöld hefðu þau sömu grundvallarlögmál í heiðri.

G. Tómas Gunnarsson, 18.1.2019 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband