Þjóðarsjóður, skynsamlegt, eður ei?

Nú er mikið rætt um hvort skynsamlegt að Íslendingar komi á fót svokölluðum "Þjóðarsjóði" eður ei.

Eins og oft er ýmislegt sem mælir með því og á móti.

Að sjálfsögðu er skynsamlegt að "leggja fyrir".  Og það er alltaf skynsamlegt að hugsa til framtíðar.

Þó að Íslendingum vegni vel núna, er að sjálfsögðu engin trygging fyrir því að svo verði um alla framtíð.

Það er einnig rétt að hafa í huga að þegar vel gengur, er einmitt rétti tíminn til þess að leggja fyrir, það gildir jafnt um einstaklinga, fjölskyldur og ríki.

Ekki að nota alla peninga sem koma inn og eyða þeim.

Aðrir segja, og það er mikil skynsemi í því, að best sé að borga upp skuldir, áður en farið sé að leggja fyrir .

Ég mæli því ekki í mót, það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér betri "fjárfestingu" heldur en að borg upp skuldir, því það er varasamt að treysta á að fjárfestingar geti skilað hærri arðsemi, en nemur vöxtum á skuldum.

En ég mæli þó með því að Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði.

Ekki vegna þess að ég haldi því fram að rétt sé að Íslenska ríkið hætti að borga niður skuldir sínar, heldur vegna þess að ég held að rétt sé að gera hvoru tveggja.

Það er skynsamlegt að stofna "Þjóðarsjóð", jafnvel þó að allar skuldir séu ekki greiddar.

Ekki vegna þess að ríkissjóður eigi að hætta að greiða niður skuldir, heldur vegna þess að ef áföll verða, er gott að eiga varasjóð.

Vegna þess að þegar "skíturinn lendir í viftunni", er einmitt tíminn þegar enginn vill lána þér.

Og þá er gott að eiga varasjóð.

Eins og stundum er sagt, banki er, stofnun sem eilíflega er að bjóða þér regnhlíf (yfirdrátt), en tekur hana frá þér þegar droparnir byrja að falla.

Því er skynsamlegt fyrir bæði ríki og einstaklinga að eiga varasjóð, jafnframt því að greiða niður skuldir.

Auðvitað er best að skulda engum og eiga varasjóð, en þangað til svo er, er alls ekki vitlaust að eiga bæði - skuldir og varasjóð.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hver borgar vexti þessa þjóðarsjóðs og hver lagði inn peningana í hann? Væri ekki nær að lækka álögur á almenning (rafmagn t.d.) í stað þess að búa til enn eina hítina sem gufar örugglega jafn hratt upp og þegar tappi er tekinn úr eterflösku, þegar á reynir?

Þjóðarsjóður er ekkert annað en enn einn skatturinn. Í þessu tilfelli í formi of hárra álagna á þá sem byggja landið núna og koma síðar til með að taka við keflinu.

Hvað eigum við að vera meö mikið af peningum í umsýslu annara en þeirra sem búa þá til?

Sindri Karl Sigurðsson, 20.1.2019 kl. 16:00

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Uppástungan um þjóðarsjóð og ekki síst hvaðan hún er sprottin, gengur einungis út á að kreista almenning til að borga í hann til þess eins að geta síðan rænt honum.

Jónatan Karlsson, 20.1.2019 kl. 16:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það grunar mig að síðasti ræðumaður hafi rétt fyrir sér.

Reynzlan er þannig.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.1.2019 kl. 21:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allir sjóðir eru seldir með hjartnæmum fyrirheitum. Við sem vitum betur og munum lengra vitum að sllíkir sjóðir enda sem "sjóðir án hirðis" og fara bara í það sem hugmyndasmiðirnir ætla hverju sinni til að koma gælumálum sínum og sinna áfram. Það verður akattlagt fyrir hvert viðvik þrátt fyrir hann.

þetta er fengið að láni frá norðmönnum og olíusjóði þeirra, sem rýrnar dag frá degi í dægurmál ríkjandi valdhafa. Enn hafa norðmenn talsvert hærri skatta en við þrátt fyrir göfuglyndir.

Hér hefur aldrei gefist vel að setja nefskatta eða setja skattfé undir koddann. Þeir fara ávallt og undantekningarlaust í annað en rósmæltir pólitíkusar lofa í atkvæðaveiðum sinum.

Eitt er víst að almannaheill er ekki hvatinn heldur vildarvinir og verktakamafía á þeirra vegum. Það verða engin vandkvæðiá að réttlæta spandansinn.

Við verðum annars ekkert spurð. Það er komið göfugt nafn á vafasaman stuld og allir munu jánka þvi. Eftir það er ekki aftur snúið. Það er pitchið sem er allt. :)

Næst eu það útgerðin og flugfélögin til að mæta grimmd okkar við náttúruna eins og viðrekstrar búpenings og mýrlendis. You name it. Svarið verður allta hallelúja, því það nennir enginn að pæla í agendanu.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2019 kl. 22:46

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú hefur vafasamt agenda, þá passaðu bara að pakkningarnar séu fallegar. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2019 kl. 22:49

6 identicon

Ég er algerlega á því máli eins og þú að það á fyrst að borga skuldir, ég er alfarið á móti þjóðarsjóði því að eins og margir hafa bent á hér þá vitum við alveg hvað um hann verður, einhver pólitíkusinn mun ræna honum í eitthvað "mjög mikilvægt" verkefni..

Halldór (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 00:15

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg er sko ekki fæddí gær! Heldur í fyrradag og ég ræð ykkur kæru stjórnvöld frá þessum gleðipakka ætluðum okkur í eftirvæntingu um framhaldið. Pakki,´19.´20´21..........

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2019 kl. 02:10

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Þakka ykkur öllum fyrir tilskrifin.  Ég skil fullkomlega það sem þið eruð að segja, enda hefur flest það sem þið nefnið farið í gegnum huga minn

En ég er samt sem áður fylgjandi Þjóðarsjóð, þó að vissulega þurfi að hafa "sterka" og vandaða lagaumgjörð í kringum slíka stofnun.

Sjáum til hvernig tillögurnar verða.

En það er vissulega freistandi að segja að betra sé að draga úr álögum, en það er alltaf varasamamt að taka hluti eins og arðgreiðslur inn í eyðslu á daglegum rekstri, nema að þær komi úr mörgum dreifðum áttum, ef svo má að orði komast. 

Hvað er þá gert ef þær koma ekki um tíma?

Það má að sjálfsögðu draga úr álögum, en þá þarf að skera eitthvað niður á móti að mínu mati.

Þjóðarsjóður getur komið betra jafnvægi á Íslenskt þjóðarbú (líklega réttast að hann fjárfesti aðeins eða að lang stærstum hluta á erlendum mörkuðum),

Hið sveifluríka Íslenska hagkerfi gæti notið góðs af því.

En það er vissulega rétt að ræða málefni sem þetta og ekki rjúka til án þess að velta fyrir sér öllum hliðum.

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2019 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband