Brexit, vilji kjósenda og skoðanakannanir

Ýmsar skoðanakannanir nú um stundir gefa þær niðurstöður að meirihluti (þeirra sem afstöðu taka) vilji að Bretland hætti við útgöngu úr Evrópusambandinu.

Það gefur mörgum þeim sem hafa verið andsnúnir "Brexit", tilefni til þess að álykta að rétt sé að hætta við, eða í það minnsta að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að haldið  verði áfram með "útgönguna".

Eins og oftast er hægt að tína til rök með og á móti.

Auðvitað geta kjósendur skipt um skoðun, en í fæstum tilfellum er þeim þó gefin réttur til þess að snúa ákvörðun sinni við.  Þó að einhverjir sjái eftir að hafa gefið flokki atkvæði sitt, verða þeir að bíða eftir því að kjörtímabilinu ljúki, það er ekki hægt að taka atkvæði "til baka".

Segjum svo að hætt yrði við útgöngu úr "Sambandinu", eða annað þjóðaratkvæði haldið, í krafti skoðanakannana, ætti þá að byrja aftur að ganga úr "Sambandinu", eða halda enn eina atvæðagreiðsluna, ef skoðanakannanir breyttust á nýjan leik, segjum eftir 1. ár?

Það ber að hafa í huga að það er ekkert nýtt að meirihluti Breskra þátttakenda í skoðanakönnunum, sé þeirrar skoðunar að ekki beri að hverfa úr "Sambandinu".  Mér er nær að halda að það hafi verið svo oftar en ekki, eins og sjá má á þessari "Wikisíðu".  Ekki hvað síst í aðdragenda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Staðreyndin er auðvitað að það er varasamt að treysta á niðurstöður skoðanakannana, enda hafa kosningaúrslit oft sýnt það á undanförnum árum. 

Nægir að minna á úrslit kosninga í Bandaríkunum, Bretlandi (bæði þing og "Brexit"), Svíþjóð og víðar.

Því er rétt að spyrja, hversu mikið vægi á að gefa skoðanakönnunm í slíkum pólítískum ákvörðunum?

Engri þjóð er stjórnarð með skoðanakönnunum, né er rökrétt að slíkt sé gert.

Vangaveltur um hvort að minnandi áhugi fyrir útgöngu, sé síðan slælegri frammistöðu Breskra stjórnvalda um að kenna, er svo ástæða til frekari vangavelta.

Ef þeir "Sambandssinnar" sem fóru fyrir Bretlandi við samningagerðina stóðu sig ekki, er það ástæða fyrir því að hundsa niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar?

Eins og í mörgum öðrum tilfellum er (að mínu mati) ekki til rétt eða röng niðurstaða í vangaveltum sem þessum, ekki er hægt að fullyrða um niðurstöður (enda engin "hliðarniðurstaða" til sem annar möguleiki var reyndur), en mér þykir þó rökréttast að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins.

Eitt af vandamálunum við slíkt, er þó að þeir sem voru sammála um að Bretlandi væri best komið utan "Sambandsins", eru ekki sammála um hvernig beri að standa að útgöngu.

Ekki frekar en "Sambandssinnar" eru sammála um í hvaða átt "Sambandið" eigi að stefna, eða hvar það verði statt eftir fáein ár.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband