Á hverju á forsetinn að missa þolinmæðina?

Mér hefur fundist það merkilegt hvernig margir, ekki síst stjórnmálamenn, tala á þann veg að forseti Íslands skipi stjórnmálamönnum fyrir í stjórnarmyndunarviðræðum og þeir framkvæmi hans óskir.

Talað er eins og að "Umboðið" með "stórum staf" sé upphaf og endir alls í stjórnarmyndunarviðræðum.

En er það svo? Skiptir einhverju máli hver er með "Umboðið", eða hvort að engin hefur "Umboðið", eins og staðan er nú?

Það skiptir engu máli. Stjórnmálamenn og flokkar geta samið um stjórnarmyndanir sín á milli "Umboðslausir" með öllu.

Það eina sem skiptir máli er þingstyrkurinn sem stendur að baki samkomulagi um stjórnarmyndun.

Enda hefur núverandi forseti tekið þá ákvörðun að láta engan vera "Umboðsmanninn" nú um stundir, líklega ekki síst til að afhjúpa ekki valdleysi sitt í þessu sambandi.

Hann mun svo hugsanlega láta "Umboðið" til þess sem flokkarnir hafa ákveðið að verði forsætisráðherra.

Svona eins og til að láta líta út fyrir að hann hafi eitthvað um málið að segja.

Eina vopnið sem forsetinn hefur á hendi er hótun um utanþingsstjórn, og jafnvel þá hafa stjórnmálaflokkarnir völdin, enda kemur ríkisstjórn fáu í gegn án stuðnings Alþingis.

Það er engin ástæða til þess, hvorki fyrir forseta eða stjórnmálamenn, eða reyna að teikna upp eitthvað leikrit þar sem forseti spilar lykilhlutverk við stjórnarmyndum.

Persónulega held ég að afar fáir kjósendur hafi gaman af slíku, og í raun gerir það forsetann aðeins ögn hlægilegan, og svo þá stjórnmálamenn sem gera sig að persónu í slíku leikriti.

 


mbl.is „Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband