7.1.2019 | 15:16
Pólítík og íþróttir
Persónlulega missi ég ekki svefn yfir því að Koreuríkin sendi sameiginlegt lið til keppni, eða sé leyft að hafa fleiri leikmenn í hópnum en öðrum ríkjum.
En ég er þó þeirrar skoðunar að slíkt sé varhugavert fordæmi.
Ég er þeirrar skoðunar að í íþróttum, sem víðast annars staðar eigi aðeins einar reglur að gilda, fyrir alla þá sem þeim þurfa að hlýða.
Vissulega væri það gott og æskilegt að ríkin á Koreuskaga hefðu með sér aukið samstarf, eða sameinuðust.
En íþróttir eiga að halda sig eins langt frá pólítík og mögulegt er.
Það er enda oft inntak ræðanna sem haldnar eru við hátíðleg tækifæri.
Undanþágur sem þessar gera þann hljóm enn holari en verið hefur.
Mæta á HM með fleiri leikmenn en aðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Íþróttir, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.