Sífelld leit Íslenskra vinstrimanna að svikurum og sökudólgum

Ég held að innst inni hafi fæstir orðið hissa á því að vinstriflokkarnir fjórir næðu ekki saman í ríkisstjórnarmyndun.

En það kom ekki í veg fyrir að æstasti hluti Íslenskra vinstrimanna færi að leita að sökudólgum og svikara og beindust böndin og reiðin aðallega að Framsóknarflokknum.

En flestir flokkarnir sem tóku þátt í þessum samræðum virðast hafa verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að skjóta styrkari stoðum undir hugsanlega stjórn.

Samfylking (og hugsanlega fleiri) virðist hafa verið þeirrar skoðunar að rétt væri að taka Viðreisn í samflotið (Þorbjörg Katrín sat þæg og góð á hliðarlínunni og lét góð orð falla til þeirra flokka sem stóðu í viðræðunum).

Framsóknarflokkurinn (og hugsanlega fleiri) var þeirrar skoðunar að Viðreisn væri ekki góð viðbót í hópinn.

Framsóknarflokkurinn leggur til að Miðflokknum verði boðið að koma að viðræðunum.

Samfylkingin (og hugsanlega fleiri) höfnuðu þeirri tillögu.

Þá er orðið ljóst að erfitt virðist að ná samkomulagi um hvaða flokki eigi að bæta í samstarfið og Framsóknarflokkurinn ákveður að þá sé ekki tilgangur með því að halda áfram með viðræðurnar.

Er það ekki hreinlega betra en að "teigja lopann" ef ekki næst samkomulag um hvaða flokkar eiga að stjórna saman?

Svo má sömuleiðis velta því fyrir sér hvort að ekki sé rökréttara að bjóða einum helsta sigurvegara kosninganna ríkisstjórnarþátttöku, frekar en fyrrverandi ríkisstjórnarflokki sem beið afhroð í kosningunum og hefur innan sinna vébanda fráfarandi fjármálaráðherra sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem allir vinstriflokkarnir voru óhressir með?

Hver lagði þá stærri "stein í götu" viðræðnanna, sá flokkur sem hafnaði Viðreisn eða sá flokkur sem hafnaði Miðflokknum?

Um það er að sjálfsögðu skiptar skoðanir og um slíkt má lengi deila, en ef niðurstaða almennings í nýafstöðnum kosningum er tekin til hliðsjónar, liggur það í augum uppi.

En það kemur ekki í veg fyrir að æstir vinstrimenn tali um á sem ekki gera eins og þeim best þóknast sem svikara.

Það er því miður heldur ekkert nýtt í Íslenskri pólítík.

 

 

 


mbl.is Katrín hitti Sigmund Davíð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband