Samfylking og Viðreisn lúta í lægra haldi fyrir "pólítískum ómöguleika"

Persónulega myndi ég segja að það standi upp úr í yfirstandandi stjórnarmyndunarþreifingum að bæði Samfylkingin og Viðreisn hafi lýst því yfir að flokkarnir telji ekki nauðsynlegt að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunarviðræður Íslands að "Sambandin" fari fram.

Ef til vill má orða það svo að þessir flokkar rekist utan í "pólítískan ómöguleika" og lotið í lægra haldi fyrir honum.

Það má líka orða það svo að skynsemi og raunsæi hafi orðið ofan á, en slík orð notaði formaður Samfylkingarinnar um þennan viðsnúning flokksins.

Enginn talar um að snúið hafi verið baki við stefnuskrám þessara og flokka og fullyrðinga sem forystufólk þeirra fór með í kosningabaráttunni.

Það er engu líkara en að bæði almenningi og fjölmiðlafólki þyki það sjálfsagt að þessir flokkar leggi niður jafnvel þau stefnumál sem annar þeirra var stofnaður um, bara ef það gæti nú orðið til þess að þeir kæmust í ríkisstjórn, fengju völd.

En líklega rákust þessir flokkar á "pólítískan ómöguleika". Meirihluti Íslendinga hefur ekki áhuga á því að ganga í "Sambandið", næsta víst gildir það sama um meirihluta alþingismanna.

Og það sem meira er, líklega er enginn vilji hjá Evrópusambandinu að taka upp viðræður við Íslendinga undir þessum kringumstæðum, enda sigldu viðræðurnar í strand á árinu 2011.

Í raun hefur ekkert breyst síðan, kaflinn um sjávarútvegsmál er ekkert greiðfærari nú en þá, enda hefur skilyrðum Alþingis í þá veru ekki verið breytt.

Stjórnarskráin er enn sú sama.

En auðvitað ræddu Viðreisn og Samfylking ekkert um slík mál fyrir kosningar, þau vildu bara þjóðaratkvæðagreiðslu, það hljómar vel, hver er eiginlega á móti slíku.

En "pólítískur ómöguleiki" hefur náð þessum flokkum á hlaupunum, þá gefst oft best að losa sig við "byrðar" eins og stefnumál, sem hægir á í "stóladansinum".

 

 


mbl.is ESB-kosning ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir ætla að taka Steingrím á þetta. Falla frá öllum stefnumálum sem þeir voru kosnir útá líkt og Steingrímur sem sór og sárt við lagði að IMF kæmi ekki hér innfyrir dyr, Icesave yrði ekki skellt á folkið og ekki sótt um aðild áð evrópusambandinu. Hann á enn metið, þar sem heitstrengingarnar stóðu í tvo daga. VG hefur ekki borið sitt barr síðan. Þessvegna má ætla að bæði Samfó og Viðreisn þurrkist út næst, þegar loforðin verða svo léttvæg fundin.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 08:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hugsanlega munu þau leggja því sterkari áherslur á stjórnarskrármálið, sem þeir hafa forðast að nefna og segir mér að það sé ætlunin. Breyting stjórnarskrár er jú forsenda frekari "samninga" við ESB, enda stofnað til þess í þeim tilgangi einum að ryðja úr vegi lagalegum hindrunum fyrir því að ganga í sambandið.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 08:52

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það væri dauðadómur þessara flokka að fara út í slíkar kosningar og kolfalla. Þeir vita sem víst að þeir hafa ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Hafni þjóðin ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu eru þessir flokkar orðnir málefnalausir, hefðu ekkert lengur til að berjast fyrir, tap þeirra yrði algert. Ég hálf vorkenni þeim að vera í þessari stöðu sem þeir hafa komið sér sjálfir í.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.11.2017 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband