Eftirsjá af einstaka þingmönnum

Ég hugsa að frá mínum bæjardyrum þá finni ég einna mesta eftirsjá eftir einstökum þingmanni í Pawel Bortoszek.

Ekki það að mér hefði nokkurn tíma dottið í hug að kjósa hann á þing á meðan hann var í Viðreisn, heldur hitt að mér fannst hann standa vel og rökfast með sínum málum.

En ég er ósammála honum (og flokknum hans) í stórum málum og hefði því ekki ljáð honum atkvæði mitt.

Mér er það reyndar nokkuð illskiljanlegt hvers vegna hann kaus að starfa með Viðreisn, sem hefur fært sig æ lengra til vinstri, eftir því sem flokkurinn hefur starfað í fleiri mánuði, en vissulega vega mál eins og "Sambandsaðild" þungt og þar er líklega þar sem skoðanamunur minn og Pawels er stærstur.

En að "Sambandsaðild" slepptri finnst mér Pawel hafa staðið sig vel á þingi, þó að reynslan af því sé ekki löng.

Hann er líka eini þingmaður Viðreisnar sem ég myndi kvitta undir að hafi sýnt af sér eitthvað "frjálslyndi" (sem er virkilega teigjanlegt hugtak í Íslenskri pólítík) þó að hann hafi vissulega stutt þau stjórnlyndismál sem Viðreisn bar fram, enda stakkurinn þröngt skorinn í fráfarandi ríkisstjórn. Viðreisn sveigði enda æ meiri á stjórnlyndiskantinn eftir því sem á leið.

En þrátt fyrir að ég í raun fagni því að þingmönnum Viðreisnar fækki, þá finnst mér eftirsjá af Pawel Bartoszek.

Eins og oft spilast, þykir mér minna varið í alla þá þingmenn Viðreisnar sem náðu kjöri, en hann - sem féll.

Aðrir þingmenn sem mér finnst eftirsjá eru t.d. Hildur Sverrisdóttir og Teitur Björn Einarsson, sem sömuleiðis fengu stuttan tíma til að sýna hvað í þeim býr. En þau koma vonandi tvíefld til leiks síðar.

 


mbl.is Eins og að aftengja sprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband