25.10.2017 | 20:28
Mikil og varanlega áhrif Costco - til góðs fyrir Íslenska neytendur
Það er vissulega magt umhugsunarvert sem má lesa í þessu stuttu viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga.
Eitt er að fyrirtækið sé búið að fækka verslunarfermetrum um 20.000. Hvað skyldi mega fækka um marga verslunarfermetra á Íslandi og samt selja sama magnið?
Hvað skyldi mega fækka um margar bensínstöðvar á Íslandi og samt yrði enginn bíll bensínlaus?t
Finnur segir í viðtalinu að þeir séu stærsti innkaupaðili á Íslandi (sem ég dreg ekki í efa) og hann trúi ekki að Costco fái betri verð en Hagar. Hljómar það trúverðuglega?
Costco er mörgum sinnum stærri en Hagar og geta boðið upp á mörgum sinnum meira sölumagn (fyrir framleiðendur) og mun hagkvæmari dreifingu.r
Ég veit ekki hvernig málum er háttað á Íslandi, en í Kanada, þar sem ég hef mesta reynslu af Costco, tók Costco t.d. aðeins eina tegund af kreditkortum og altalað var að þeir borguðu mun lægri upphæð í þóknum en eiginlega öll önnur fyrirtæki. Árum saman var Costo eina ástæðan fyrir því að við hjónin vorum með American Express.
Og jafnvel þó að þeir taki við fleiri tegundum á Íslandi, hversu auðvelt væri fyrir Costco að tryggja sér lægra þóknunargjald á Íslandi jafnt sem í öðrum löndum?
Þetta er bæði kostur og galli "heimsvæðingarinnar", alþjóðleg fyrirtæki standa betur að vígi, en þau færa neytendum jafnframt kjarabætur. (Það má að einhverju marki deila um það á Íslandi, enda tapa lífeyrissjóðir Íslenskra launamanna mjög líklega stórum upphæðum á fjárfestingu sinni í Högum).
Heilt yfir sýnist mér hafið yfir allan vafa að Costco hefur stuðlað að verðlækkun á Íslandi.
Það er vert að taka eftir því að fyrirtæki eins og Costco og H&M hefja starfsemi á Íslandi án þess að það virðist að Íslenska krónan standi þar í vegi. Hins vegar er ef vill vert að velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að bæði fyrirtækin komi til landsins stuttu eftir að mikið af tollum og vörugjöldum er fellt niður.
Staðreyndin er sú að Íslenskir kaupmenn höfðu gott af samkeppninni. Frá mínum sjónarhóli virðast þeir um of hafa einbeint sér að því að "dekka plássið" og vera sem víðast.
En þó að við teljum að nóg sé af benínstöðvum á Íslandi, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki þörf á einni í viðbót.
Það er einmitt það sem Costco sannar. Reykjavíkurborg dró lappirnar við samþykkt bensínstöðvar þar sem Costco vildi hugsanlega starfa.
Með "skipulagi" hafa stjórnir sveitarféalga einmitt lagt stóra steina í götu samkeppni.
En sem betur fer koma alltaf með reglulegu millibili, einhver eins og Costco sem hristir upp í markaðnum.
Það er það sem þarf, og það sem verslunarfrelsi getur tryggt, ef við leggjum ekki of stóra steina í götu þess.
Áhrif Costco mikil og varanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti | Breytt 27.10.2017 kl. 10:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.