Lögbann virkar sjaldnast vel fyrir þann sem óskar eftir því

Í fljótu bragði man ég ekki eftir því að lögbann á fjölmiðla hafi virkað vel fyrir þá sem óska eftir því. Þvert móti dregur það aukna athygli að því sem fjallað hefur verið um, eða stendur til að fjalla um.

Og ímyndunarafl almennings er það kröftugt að það fer sjálfkrafa að velta því fyrir sér á hvað það sé sem lögbannið nái til.

En hitt kann einnig að vera að (gamli)Glitnir verði að grípa til einhverra ráðstafana, enda líklegt af þessum viðbrögðum að hann telji að lögbrot hafi verið framið.

Einhver hefur tekið gögn ófrjálsri hendi og komið þeim áfram til fjölmiðla.

Slíkt er eðlilegt að kæra til lögreglu og líklega er það eðlilegur farvegur málsins.

En þetta sýnir enn og aftur að gagnaöryggi er víða ábótavant, hvort sem er í raun eða netheimum.

Persónulega hef ég ekki fylgst svo náið með þessari umfjöllun, en vissulega má deila um hvaða erindi hún á við almenning.  Þar verða menn líklega seint á eitt sáttir.

Komið hefur fram að að engin merki finnist um lögbrot eða ólöglegt athæfi. Hversu mikið erindi eiga þá fjármál einstaklings við almenning, þó að hann sé stjórnmálamaður?

Þar sýnist líklega sitt hverjum.

 

 


mbl.is Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálaskoðair blaðamannsins og í hvaða flokki stjórnmálamaðurinn er hafa náttúrlega áhrif á fréttamatið, og blaðamenn leggja mismikið á sig til að sýnast hlutlausir.

Hins vegar gagnast þetta lögbann Bjarna ekkert nema síður sé og því ólíklegt að hann hafi haft eitthvað með það að gera, vilji menn sjá plott í þessu væri nær að velta fyrir sér hvaða önnur nöfn eru þarna og jafnvel hvort þau nöfn tengjast fleiri stjórnmálaflokkum. Svo má líka bara taka skýringu Glitnis trúanlega.

Líklega best að trúa bæði öllu og engu þegar pólitíkin er annarsvegar sérstaklega þegar stutt er í kosningar...

ls (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 12:11

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta. Ég er alveg sammála því að þetta lögbann er líklega það versta sem gæti komið fyrir Bjarna. Þetta segi ég án þess að hafa hugmynd um hvað er í "skjalabunkanum".

En lögbann er sjaldan eða aldrei til hagsbóta fyrir þann sem fer fram á það að mínu mati, þó að hugsanlega hafi einhverntíma verið undanþágur frá þeirri meginreglu.

En það er einmitt sem þú nefnir nú, alls kyns sögusagnir og ímyndanir fara í gagn og ímyndunaraflið er án takmarkana.

En Glitni ber skylda til þess að gera eitthvað, þeir bera ábyrgð gagnvart sínum (fyrrum) viðskiptavinum.

En best er líklega að kæra málið til lögreglu, það er líklega rétta leiðin og betri en lögbann.

En þetta mál er allt hið skrýtnasta. 

Hið allra skrýtnasta er sú upplýsing frá blaðamanni Guardian að umfjöllunin hafi átt að koma í nóvember, en verið flutt fram til að hún hefði ekki áhrif á kosningarnar.

En ég hef ekki séð "fréttina" enn þá.  Einhverja spekinga heyrði ég tala í útvarpi um að ekkert hefði í raun komið út úr þessu, nema sú staðreynd að Bjarni hefði átt 50 milljónir?

Er það frétt?

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2017 kl. 12:29

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta með að fréttin hafi verið færð til í Guardian var haft eftir BB, en blaðamaður blaðsins sagði það ekki rétt. Hvað er satt í því máli veit maður ekki.

Þetta með 50 millurnar kom soldið illa út fyrir Bjarna því að hann var búinn að segja að hann hefði átt pening sem "skipti ekki máli" - og svo kom í ljós að það voru 50 milljónir og hann þurfti að bera af sér að líta á 50 milljónir sem smotterí.

Kemur þetta illa við hann? Tja, hver veit?

Kristján G. Arngrímsson, 17.10.2017 kl. 13:03

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég las það í frétt mbl.is að þetta kæmi fram í bréfi frá blaðamanninum. Hvaðan hefur þú að þetta sé haft eftir BB (sem á þá líklega að Bjarni Ben, eða hvað?)

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/10/10/segir_ummaeli_bjarna_kolrong/

Hann segir hins vegar að ummæli Bjarna um að umfjölluninni var ætlað að vera árás á sig, eða eitthvað þvílíka röng.

Ég held að þetta komi illa við Bjarna, ég er ekki að halda öðru fram.  En ég held að engum ætti að koma á óvart að Bjarni er sterkefnaður, nóg hefur verið fjallað um það.

En svo má eins og ég segi velta því fyrir sér hver er fréttin?  Er það þá að þetta voru 50 milljónir?

Er það sem á erindi við almenning?

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2017 kl. 13:16

5 identicon

Skv. RUV sem hefur það eftir blaðamanni Guardian, átti upphaflega að birta þetta í byrjun nóv. en flýtt vegna kosninganna, hversu mikið ætti að flýta því var svo annað mál.

http://www.ruv.is/frett/flyttu-birtingu-til-ad-minnka-skadann

Fæst af öllu þessu kemur hins vegar á óvart, hvort sem er peningamál Bjarna eða fjölmiðlahasarinn eða þá það að stjórnmálamaður reyni að draga athyglina frá sínum prívatmálum með loðnu orðfæri.

ls (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 13:58

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hver óskaði eftir banni? Hver ákvað tímasetninguna?

 Hvarflar það að engum að um leið og frambjóðendur fóru að ræða um að nýta innanliggjandi gróða bankanna, til handa Íslandi, ruku varúlfar úr leynum og keyptu spuna?

 Spuna einhverra auðvirðilegusstu "fréttasnápa" Íslandssögunnar.

 Á hverju ætli þeir lifi og hver greiðir þeirra laun?.  Hvernig er bankareikningur þeirra? Hvernig stóðu þeir sig sem uppalendur?

 Hinn helmingur ömurlegrar fréttafánu Íslands, vogar sér ekki að kanna það og enn síður opinbera, enda um "professional secret" að ræða.

 " Fréttamenn" eru orðnir bloggarar og því bara þeir sjálfir. Fínt að blogga, en ekki halda að þjóðin fari á hvolf, þó þið hafið  skoðanir. Hei! Join the rest, því þið eruð ekkert annað.

 Fólk hugsar!

  Góðar stundir, með kveðju að sunnan.........

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2017 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband