22.2.2017 | 15:24
Evrópusambandið heillar ekki Íslendinga
Sé tekið mið af þeim skoðanakönnunum sem birtst hafa á Íslandi er óhætt að segja að "Sambandið" heilli ekki Ísleninga.
Góður meirihluti hefur verið gegn því að Ísland sæki um inngöngu og gjarna u.þ.b. 2/3 þeirra sem taka afstöðu.
Þannig hefur staðan verið í ríflega 7 ár eins og lesa má í viðhengdri frétt.
Það er jafnvel lengri tími en Grikkland hefur notið einstakrar fjárhagsaðstoðar ríkja hins sama "Sambands", og þykir þó mörgum það ærinn tími.
Og stuðningurinn við inngöngu Íslands í "Sambandið" styrkist ekki, ekki frekar en efnahagsástandið í Grikklandi eða skuldir Grikkja minnka.
Þrátt fyrir það er umsókn ótrúlega "heitt" mál í íslenskum stjórnmálum (þó ekki hjá kjósendum) og nýlega hafa flokkar verið stofnaðir með það að markmiði að Ísland gangi í "Sambandið".
Það er enda einn hópur sem sker sig úr hvað fylgi við aðild varðar (þó að hópurinn sé ekki stór), en það er ríkisstjórn Íslands. Þar er fylgi við aðild u.þ.b. 45% verulega úr takti við þjóðina.
Tveir þriðju andvígir inngöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.