Merkel segir að euroið sé of lágt skráð - fyrir Þýskaland

Fyrir stuttu síðan bloggaði ég um að fjármálaráðherra Þýskalands teldi euroið of sterkt - fyrir Þýskaland.

Fyrir fáum dögum lét svo sjálfur kanslarinn, Merkel orð falla í sömu átt.

"The ECB has a monetary policy that is not geared to Germany, rather it is tailored (to countries) from Portugal to Slovenia or Slovakia. If we still had the (German) D-Mark it would surely have a different value than the euro does at the moment. But this is an independent monetary policy over which I have no influence as German chancellor."

The euro has fallen nearly 25 percent against the dollar over the past three years, touching a 14-year low of $1.034 in January. But it has since risen to roughly $1.061.

Enn og aftur viðurkenna leiðtogar Þýskalands að euroið sé of veikt skráð fyrir landið, en benda á Mario Draghi, seðlabankastjóra.

Enn og aftur kemur í ljós að euroið hentar þeim löndum sem nota það ákaflega mismunandi. Enginn mundi halda því fram að euroið sé of veikt fyrir Grikkland, Ítalíu, Frakkland, Spán, Portúgal og svo framvegis.

En það er Þýskaland sem nýtur að lang stærstum hluta ágóðans of lágu gengi eurosins, sem Draghi töfrar fram, ekki síst með gríðarlegri peningaprentun, en kemur að hluta til út af bágu efnahagsástandi landa innan Eurosvæðisins.

Eins og áður hefur verið minnst á er ástandið að sumu leyti svipað á öðrum myntsvæðum, s.s. Bandaríkjunum og t.d. Kanada.  En þar fer fram umfangsmikil millifærsla á fjármunum hjá ríkisstjórnum.  Að öðrum kosti reyndist það t.d. næsta ómögulegt fyrir Prince Edward Island eða Manitoba að deila gjaldmiðli með Alberta (þó að það sé heldur skárra nú þegar olíuverð er lágt).  Þess vegna skiptast fylki Kanada í "have" og "have not". Um það má lesa hérhér og hér.

Bandaríkin eru ekki með jafn skipulagt kerfi, en þó er gríðarlega misjmunur á milli þess hvað mörg ríki greiða í alríkisskatt og hve miklu af honum er eytt í þeim. Það er býsna flókin mynd, en til einföldunar má líklega segja að fjármagn flytjist frá þéttbýlli ríkjunum til þeirra strjálbýlli.

En á Eurosvæðinu verða skilin á milli "have" og "have not" ríkja ef eitthvað er meira áberandi og enginn má heyra á það minnst að gefa Grikklandi eftir eitthvað af skuldum þess. Það verður þó líklega niðurstaðan með einum eða öðrum hætti, en ekki fyrr en Grikkland verður í "andarslitrunum".

P.s. Það er auðvitað freistandi fyrir íslenska stjórnmálamenn að taka framgöngu þeirra þýsku til eftirbreytni.

Þegar rætt er um að krónan sé of há, nú eða of lág, er best fyrir þá að segja að þeir séu meðvitaðir um það og sammála því, en þetta sé einfaldlega allt Má Guðmundssyni að kenna. :-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband