13.1.2017 | 07:22
Engin markaðslausn hjá Viðreisn - Sænska þingið setur kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja til hliðar.
Það virðist nokkkuð ljóst að Viðreisn (og núverandi ríkisstjórn) treystir markaðnum ekki til þess að greiða starfsfólki laun eins og það á skilið - alla vegna ekki út frá kynlegu sjónarmiði.
Þar verður "mamma ríkið" að koma til sögunnar. Þó er að þeirra mati ennþá í lagi að í fámennum fyrirtækjum sé einhver "markaðsmismunun".
Það verður fróðlegt að sjá hvað þessi íþyngjandi "tímabundna lagasetning" (hefur einhver heyrt slíkt áður frá ráðherra?) kemur til með að kosta fyrirtækin og hver muni sjá um vottunina.
Það getur vissulega orðið svo að einhver fyrirtæki fresti því að ráða 25. starfmanninn eins lengi og mögulegt er, vegna þess að þau telji að hann verði fyrirtækinu "dýr".
Það er sömuleiðis spurning hvort að fyrirtæki sem hafa aðeins annað kynið í vinnu séu undanþegin vottuninni?
Slíkt gæti verið hvati til "kynhreinna" vinnustaða.
En það er ekki ólíklegt að markaðurinn finni leið til að aðlaga sig að þessari íþyngingu eins og öðrum sem ríkið setur. Það gerist yfirleitt þó að það taki tíma.
Það er heldur ekki eins og búið sé að fullnýta hugmyndaflugið hvað varðar starfsheiti og titla.
Það má geta þess hér að lokum að samkvæmt frétt Reuters hefur sænska ríkistjórnin (sem er minnihlutastjórn) hætt við að leggja fram frumvarp um 60/40 kynjakvóta í stjórnum þarlendra fyrirtækja.
Ástæðan fyrir því er að ljóst var að þingið myndi ekki samþykkja frumvarpið.
En á Íslandi þurfa ráðherrar ekki að eiga von á neinum slíkum bakslögum.
Enda er á Íslandi, ef marka má orð stjórnarandstöðunnar, nýtekin við "harðsvíruð frjálshyggjustjórn".
Vottað á þriggja ára fresti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Viðskipti og fjármál, Hæðni | Facebook
Athugasemdir
Skrítið! Hvernig skildi standa á því að eingin kvartar, og eru þó yfir 90% vélvirkja, bifvélavirkja, flutningabílstjóra og sjómanna karlmenn og eingin kvartar. En í stjórnum svona fyrirtækja eiga konur að vera að minnsta kosti 40%.
Sem betur fer þá er meiri hluti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða konur og nákvæmi, þolinmæði og samviskustörf eins og bein og ormahreinsun í fiskvinnslu vinna konur. Að eingin skuli kvarta yfir þessu er nokkuð merkilegt.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.1.2017 kl. 12:05
@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta. Það er reyndar fullt af karlmönnum sem starfar t.d. við bein og ormhreinsun, ekki síst um borð í frystitogurum og sinna því starfi vel, að ég best veit.
En þetta með kynjakvótann er skrýtið ef 5 konur stofna fyrirtæki sem vex vel, er eitthvað að því að þær skipi stjórnina?
Það er reyndar í lagi ef starfsmannafjöldi er undir 50, en ef vel gengur og 50. starfsmaðurinn er ráðinn, verða tvær þeirra að víkja fyrir einhverjum köllum.
Það sama gildir auðvitað um kallana, líklega algengara á þann veginn.
En hluthafalýðræðið er stórlega skert.
Engin ástæða fyrir því að taka völdin af eigendum hlutafjár til þess að skipa þá í stjórn sem þeir best treysta, hvort sem það eru karlar eða konur.
G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2017 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.