Að sama tíma að ári: Jólin eru allra, kristni er það ekki

Það er næsta víst að fyrir hver jól upphefjast rökræður (ef ekki rifrildi) um hvort tilhlýðilegt sé að skólabörn fari til kirkju á skólatíma.

Eins og í mörgu öðru sýnist sitt hverjum.

En persónulega lít ég svo á kirkjuför sé ekki eðlilegur hluti skólastarfs. Hversu hátt hlutfall nemenda er kristið eður ei, skiptir að mínu mati engu máli.

Það er þörf á að skerpa enn frekar á aðskilnaði ríkis og kirkju, og mikilvægur þáttur þess er að skilja á milli menntunar og kirkju.

Það þýðir ekki að ekki megi fræða börn um trúarbrögð, en fræðsla og þátttaka í trúarathöfnum eru ólíkir hlutir.

Íslendingar (og ýmsar aðrar þjóðir) eru það heppnir að halda jól. Ekki "kristsmessu" eins og þekkist víða um lönd.

Og þrátt fyrir tilraun kristinnar kirkju, til að slá "eign" sinni á jólin, tilheyrir þessi rammheiðna hátið í raun öllum.

Á Íslandi (eins og víðar) eru jólin fyrst og fremst fögnuður fjölskyldunnar, með "blóti" á mat og drykk, heimsóknum og dýrum gjöfum. Við drögum sígræn tré inn í stofur til að fagna upprisu og eilífleika náttúrunnar og gamlir vættir eins og jólasveinar, grýlur, leppalúðar, tröll og álfar fara á kreik.

Stundum rís upp sá miskilningur að álfar séu brenndir á þrettándanum.  :-)

Sumir tala um gamla hefð. Sjálfur fór ég í gegnum grunnskóla á Íslandi án þess að fara nokkurn tíma í kirkju fyrir jólin. Svo heyrist mér vera með flesta mína kunningja.

En auðvitað er tilvalið fyrir þjóðkirkjuna sem aðrar trúarstofnanir að bjóða upp á athafnir, sérstaklega miðaðar fyrir börn og foreldra fyrir jólin.

Því setur sig enginn upp á móti að ég get ímyndað mér.

En skólar eiga að vera menntastofnanir en, ekki að standa í trúarútbreiðslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband