23.9.2015 | 18:10
Aðvörun til íslenskra kjósenda
Á undanförnum misserum hefur oft mátt lesa þá skoðun hér og þar að samstarf flokkanna fjögurra, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna ætti að vera fyrirmynd að frekara samstarfi flokkanna, ekki síst á landsvísu.
Jafnvel hefur verið rætt um bandalag eða þá náið samstarf.
Framganga borgarstjórnarmeirihlutans undanfarna daga og svo þessi tillaga Birgittu Jónsdóttur, er eins og aðvörun til íslenskra kjósenda um hverju megi eiga von á, ef þessir fjórir flokkar taka yfir stjórn landsins.
Þannig gæti hugmyndafræði "villta vinstursins" hæglega tekið yfir utanríkisstefnu Íslands og bakað íslendingum ómælt tjón með illa undirbúnum og flausturslegum samþykktum eins og gerðist hjá meirihlutanum í Reykjavík.
Eftirlitsnefndir sem úrskurðuðu hvort að einstak vörur innihéldu íhluti frá Kína kæmi líklega til sögunnar, upprunvottorðs yrði krafist fyrir bensín og olíur (það er býsna mörg olíuríkin sem hafa ekki gott "vottorð" í mannréttindamálum), og svona mætti lengi áfram telja.
Það er ekki auðvelt, hvorki fyrir einstaklinga eða þjóðir að vera "political correct".
En íslenska þjóðin getur ekki sagt að hún hafi ekki verið vöruð við.
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstórn Reykjavíkur sá um það - ásamt Birgittu Jónsdóttur.
Vill sniðganga vörur frá Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Almenningur á Íslandi er tilbúinn til að standa vörð um mannréttindi þó að það geti hugsanlega haft einhver áhrif á viðskipti. Þeir sem vilja láta peningana ráða öllu eru aðeins þeir sem myndu hvort sem er kjósa annan hvorn stjórnarflokkinn.
Það er ótrúlegt hvað sjálfstæðismenn hafa blásið þetta mál upp. Til þess hafa þeir nýtt sér sjúkleg viðbrögð Ísraelsmanna og einstakra Gyðinga. Aðrir í hopi Gyðinga hafi skömm á svona viðbrögðum.
Krafa um að Dagur segi af sér er fráleit. Í fyrsta lagi er þetta ekki mál sem gefur tilefni til þess. Í öðru lagi er þetta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur sem allir borgarfulltrúar meirihlutans samþykktu og var Dagur aðeins einn þeirra.
Enginn sá viðbrögðin fyrir, ekki heldur minnihlutinn. Ástæður fyrir því að þeir höfnuðu tillögunni voru allt aðrar. Hér er ekki um nein brot að ræða, í mesta lagi mistök eins og allir gera.
Sjálfstæðismenn virðast vera að leita logandi ljósi að tilefni til að ná fram hefndum vegna Hönnu Birnu. Þetta er hins vegar ekkert tilefni til þess enda ólíku saman að jafna.
Hanna Birna fyrirgerði öllu trausti með því að ljúga ítrekað að þingi og þjóð og með því að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsóknina auk þess sem hún sem ráðherra bar ábyrgð á lekanum. Engin slík trúnaðarbrot eru hér á ferðinni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 21:54
Tek undir með Ásmundi hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 00:01
@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Hér ert þú að svara einhverju allt öðru en því sem ég er að skrifa. Ef þér liggur eitthvað svona mikið á hjarta mæli ég með því að þú fáir þér þína eigin bloggsíðu.
Þú finnur hvergi í tengslum við þetta mál að ég hafi hvatt eða farið fram á að Dagur segi af sér.
Hins vegar er ekki hægt að neita því að afsakanir hans fyrir málinu er ekki alveg "einsaga" ef svo má að orði komast.
Þær hafa verið á þann veg að þetta hafi verið "kveðjugjöf", lítið athugað o.s.frv.
En Björk heldur því fram að málið hafi verið rætt í meirihlutanum í u.þ.b. ár. Það er ótrúlegt að jafn illa undirbúið mál komi fram eftir árs umræður.
Við slíkum vinnubrögðum er rétt að vara, einnig illa skilgreindum vangaveltum og tillögum eins og Birgitta setur fram í fréttinni sem er hengd við þessa færslu.
Það má má ólíkindum vera ef enginn hefur velt því fyrir sér hver viðbrögðin og andsvörin við tillögu, sem allir hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að yrði umdeild.
Ekki síst svo skömmu eftir að íslendingar eru búnir að fara í gegnum umræðuna hvað varðar þátttöku landsins í (afar takmörkuðu) viðskiptabanni gegn Rússlandi.
Það ber hvorki vott um skynsemi eða vönduð vinnubrögð.
G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 04:18
Hér er svar Birgittu við fréttinni frá Hádegismóum:
Til hamingju fyrirsagnasmiðir og smellibeitusmiðir að hafa náð að setja upp svona villandi fyrirsögn, vitandi að flestir lesa aldrei fréttir bara fyrirsögn, en vil bara svona í ljósi þess benda fólki að lesa niðurlag fréttarinnar: "Velti Birgitta því fyrir sér hvort viðbrögðin hefðu verið jafn mikið ef eitthvert sveitarfélag hefði ákveðið að kaupa ekki vörur til að mynda frá Rússlandi. Hvort ríkisstjórnin hefði til að mynda farið að skipta sér af því og segja að sveitarfélaginu væri ekki heimilt að gera það." Ég lagði ekki til að Íslensk stjórnvöld myndu sniðganga vörur frá Kína. Þá er líka vert að minna á hvers flokks það fólk var sem sendi gyðingana til baka til Þýskalands og landa sem Þjóðverjar höfðu hernumið sem komu hingað sem flóttamenn í seinni heimstyrjöldinni? Var það kannski flokkurinn hans Dabba Dúllu, ritstjóra mbl.is?
pallipilot (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 09:16
@pallipilot Þakka þér fyrir þetta. Ég las alla fréttina og þar segir: „Ég legg til að við skoðum innkaupastefnu Alþingis um það hvort við eigum að kaupa vörur frá Kína,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag.
Það á líklega eftir að koma í ljós á vef Alþingis hvort að rétt er eftir haft.
http://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150923T152533.html Þetta er óyfirlesið, en mér sýnist að mbl.is hafi rétt eftir Birgittu. Það má hins vegar deila um fyrirsögnina, það má segja hana heldur almenna, en þó ekki ranga.
Svo má velta því fyrir sér hvað felist í og ávinnist með því að Alþingi myndi ákveða að sniðganga vörum frá Kína í innkaupum sínum?
Það er líklega býsna langur listi, en innkaup Alþingis ekki risavaxin.
En hvað gæti tapast og hvað gæti áunnist?
Annars sýnist mér andsvar Birgittu (sem ég tek þín orð fyrir að séu hennar, því engin uppruni fylgir þeim) frekar klént yfirklór og dregur á engan hátt úr orðum hennar í ræðustól þingsins.
G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 09:30
G. Tómas, að mínu mati ertu með þessum pistli þínum ótvírætt og að tilefnislausu að notfæra þér atburði síðustu daga til að vara fólk við að kjósa stjórnarandstöðuflokkana.
Þess vegna er eðlilegt að málið sé krufið til mergjar. Krafan um afsögn Dags sýnir glöggt hvers kyns er. Beiðni Júlíusar Vífils til umboðsmanns alþingis undirstrikar það enn frekar.
Þó að málið hafi verið rætt óformlega undanfarin misseri er af og frá að það jafngildi góðum undirbúningi að tillögunni. Það sýnir aðeins að þetta var engin skyndiákvörðun.
Útfærslan á tillögunni var seinni tíma mál. Hún hefði getað verið betri eins og kom í ljós. Reyndar átti eftir að útfæra hana. Viðbrögðin tóku út yfir allan þjófabálk. Hvorki meirihlutinn né minnihlutinn sáu þau fyrir.
Annars skýtur skökku við að þeim sem er tíðrætt um fullveldi í sambandi við ESB skuli finnast það sjálfsagt að láta Ísraelsmenn kúga sig til hlýðni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 09:39
@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég myndi segja það réttan skilning hjá þér að ég, með tilliti til klúðursins hjá borgarstjórnarmeirihlutanum, er að vara íslenska kjósendur við því að kjósa yfir sig sömu flokka í ríkisstjórn. Það er ótvirætt, en ekki að tilefnislausu.
Það kemur skýrt fram í pistlinum, en það er ekki ýjað einu orði að því að Dagur eigi að segja af sér.
Það er alveg ljóst að þó að málið hafi verið rætt innan meirihlutans í 1. ár, var það illa undirbúið. Það geta allir verið sammála um.
Það er skrýtin afsökun að það hafi átt eftir að útfæra tillöguna, en samt er hún keyrð í gegn í borgarstjórn. Hvað segir það okkur um vinnubrögðin?
Gætu íslendingar átt von á sömu vinnubrögðum og svipað vanhugsuðum tillögum fár sömu flokkum í ríkisstjórn? Og í kjölfarið vanhugsaðra samþykkta á þeim?
Vangaveltur Birgittu gefa slíka hættu ótvírætt til kynna, þó að ekki hafi verið um formlega tillögu að ræða.
Þetta hefur ekkert með fullveldi að gera, enda Reykjavík ekki fullvalda.
Reyndar tala meirihlutamenn ekki eins og nokkur þrýstingur hafi komið frá Ísrael, eða gyðingum, heldur hafi þeir einfaldlega áttað sig á þvi að tillagan var illa undirbúi, illa færð á blað og rétt að draga hana til baka.
En ef til vill er ekki allur sannleikurinn kominn þar í ljós, hvað varðar tímasetningar á þeirr "hugljómun" meirihlutamanna og tölvupósta sem borgarstjóra hafi borist. Ef til vill símtöl líka?
Hver veit?
En Dagur hlýtur að hafa allt upp á borðum, eða hvað?
G. Tómas Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.