Fyrir 24. árum

Í gær fögnuðu Eistlendingar því að 24. ár eru liðin frá því að þeim tókst að endurheimta sjálfstæði sitt og föðurlands síns úr klóm Sovétríkjanna/Rússa.

Í ríflega 50 ár hafði landið og fólkið mátt þola hersetu.

Lengst af af hendi Sovétsins/Rússa, en Þjóðverjar höfðu einnig hersetið landið af mikilli hörku um hríð.

Hildarleikur seinniTallinn tv tower 20. august heimstyrjaldar hersetan kostaði tugi þúsunda Eistlendinga lífið. Fjölmargir dóu í styrjöldinni og þúsundir á þúsundir ofan voru fluttir á brott í lestum gripaflutningavagna.

Oftar en ekki beið þeirra ómerkt gröf í Síberíu.

Það má segja að Eistlendingar eigi sér tvo þjóðhátíðardaga, 24. febrúar, daginn sem landið varð sjálfstætt og svo aftur gærdagurinn 20. ágúst, þegar landið endurheimti það.

En það eru líka 24. ár síðan Ísland viðurkenndi fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og tók upp formlegt stjórnmálasamaband við þau. Fyrir 24. árum viðurkenndi Ísland, fyrst allra ríkja, Eistland sem sjálfstætt ríki á ný.

Eistlendingar fundu að einhver stóð með þeim.  Íslendingar höfðu hugrekki til að standa með Eistlendingum og viðurkenna rétt þeirra til að ráða eigin landi og örlögum.

Ég hef ekki tölu á því hve oft mér hefur verið þakkað fyrir þennan stuðning Íslendinga. Nú síðast í gær.

Tallinn tv tower 20. august tanksÞað hefur margoft komið fram í fréttum að þessi viðurkenning og stuðningur Íslendinga var í óþökk Sovétsins/Rússa "harkalegum gagnaðgerðum" var hótað. Svo fór að sendiherra þeirra var "kallaður heim" um hríð.

Vissulega höfðu Íslendingar margvísleg viðskipti við Rússa þá sem nú. En Íslenskum stjórnvöldum varð ekki haggað.

Í dag er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að Íslensk stjórnvöld myndu sýna sama hugrekkið nú?

Hefðu þau hugrekki og þor til að standa eins að málum?

Eða kysu þau að líta í "hina áttina" því það getur verið svo erfitt að selja makríl?

P.S. Myndirnar sýna ástandið við Sjónvarpsturninn í Tallinn þann 20.ágúst 1991. En turninn er einmitt einn af þeim stöðum þar sem Eistlendingar fögnðuð í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband