Fête à Montréal - Verður er verkamaðurinn launanna

Þó að sigur Alonso í kanadíska kappakstrinum hafi aldrei verið í hættu, var kappaksturinn þrælskemmtilegur á að horfa.  Það sást þó glitta í framúrakstur og keyrt var hratt og ákveðið.  En það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast svo að Alonso og Renault hampi ekki titlunum tveimur.

Ég fann dálítið til með Villeneuve, hrikalega leiðinlegt að enda svona illa á heimavelli, eftir mjög góðan akstur, en dekkjakurlið lét ekki að sér hæða, enda lentu margir í vandræðum út af því.  "Track recordið" hans Villeneuve er annars frekar dapurt á heimavelli þetta er í 5. sinn á síðastliðnum 6. árum sem hann líkur ekki keppni.

"Kurlið" náði líka Raikkonen, sem telst líklega seint með heppnari ökumönnum, og olli því að hann missti 2. sætið til Schumacher, sem var mér að sjálfsögðu að meinalausu, en samt ekki hægt annað en að finna aðeins til með honum.

Þá er það svo "Indy" eftir viku, ég hlakka til, en veit ekki hvernig mér tekst til að skipuleggja flutningana í kringum formúluna.  En ef Alonso vinnur, eða verður í 2. sæti þar, held ég að titillinn sé endanlega hans.  Ef einhver spenna á að koma í keppnina verður hann að falla úr leik, en það er ekki líklegt.  Renaultbílinn hefur verið ákaflega áreiðanlegur.

Annars fórum við í morgun og týndum u.þ.b. 3. kíló af jarðarberjum, en þær birgðir hafa þegar látið verulega á sjá.  En nýtýnd jarðarber eru sannkölluð kjarnafæða, og bragðast að sjálfsögðu enn betur týnd eigin hendi.  En handvalinn jarðarber eru að sjálfsögðu best, engir grænir toppar, aðeins alrauð, safarík og bragðmikil ber enda í körfunni.  Þannig sit ég og gæði mér á berjunum og veit að verður er verkamaðurinn launanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband