28.4.2007 | 14:54
Svarti Pétur í grasrótinni?
Ég er að horfa með öðru auganu á kjördæmaþátt úr Norð-Vestri á RUV. Það er ekki hægt að segja að það sé stórkostleg skemmtun, en þó er rifist og gripið fram í af nokkurri list.
En skoðanakönnunin sem var birt í upphafi þáttarins og sjá má hér er athygliverð. Staða Sjálfstæðisflokksins er sterk, Samfylking og Framsóknarflokkurinn virðast braggast nokkuð frá fyrri könnunum, en VG bætir stöðu sína mikið frá síðustu kosningum.
Það sem helst vekur athygli er þó slæm staða Frjálslynda flokksins í þessu höfuðvígi sínu. Guðjón hefur verið sterkur á heimavelli, en staða flokksins virðist ekki hafa styrkst við komu "grasrótarkóngsins" úr Framsóknarflokknum.
Framsóknarflokkurinn virðist hins vegar heldur hafa sótt í sig veðrið við brottför "grasrótarinnar". Það er engu líkara en að Framsóknarflokkurinn hafi komið "Svarta Pétri" yfir á Frjálslynda flokkinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.