12.7.2015 | 08:54
Að fara í kleinu yfir hringjum
Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki Dunkin´ maður. Þó að ég hafi keypt mér kaffi og meðlæti þar, þá er það ekki nema einu sinni eða tvisvar. Þetta er einfaldlega ekki fyrir mig.
En ég hef aldrei getað skilið hvers vegna svo margir verða æstir yfir því að einhverjar veitingahúsakeðjur, opni hér eða þar. (eins og virðist nú vera yfir Dunkin´ Donuts).
Í mínum huga gildir alltaf það forkveðna, komi þeir sem koma vilja. Þeir hinir sem ekki hafa áhuga, einfaldlega beina viðskiptum sínum annað.
Og ef þeir sem vilja koma eru ekki margir, segir sig sjálft að yfirleitt loka slíkir staðir.
Ef þeir bjóða ekki upp á eitthvað sem heillar, þá verða þeir ekki í rekstri af hugsjóninni einni saman.
Og ef ég man rétt hefur slík örlög beðið margra veitingastaða á Íslandi, þar á meðal nokkurra alþjóðlegra keðja. Þeim hefur einfaldlega verið lokað.
Persónulega man ég ekki eftir því að hafa nokkur staðar gengið verslunargötu, eða komið í slíka miðstöð að eingöngu hafi verið búðir sem mér þótti áhugaverðar, eða eingöngu veitingastaðir sem ég hefði áhuga á að snæða á.
En slíkt læt ég mér í léttu rúmi liggja og fer einfaldlega þar sem mér líst vel á, nú eða heim ef enginn heillar.
Dunkin´Donuts fer ekki framhjá neinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.