Skautalist Össurar

Margt finnst mér vel sagt hjá Össuri Skarphéðsinssyni í þessari frétt. En þó finnst mér eins og hann skauti í kringum "fílinn í stofunni".

Ég held að allir séu sammála um að sökin liggur hjá báðum málsaðilum (eða öllu frekar öllum), en auðvitað fyrst og fremst hjá Grikkjum sjálfum.

Það eru jú þeir sem hafa markað brautina fyrir ríki sitt.

Það er alveg rétt hjá Össuri að Grikkjum hefði aldrei átt að vera leyft að taka upp euro. Það er rétt hjá Össuri að bókhaldið var skáldað og það er líka rétt hjá honum að "allir" vissu það.

Sýnir það ekki betur en margt annað á hvers kyns grunni euroið er byggt?

En Össur sleppir því að nefna hvernig euroið gerði Grikklandi kleyft að safna skuldum eftir að euroið var tekið upp. Vextir voru lágir og gjaldmiðillinn tók ekkert mið af efnahagsástandinu.

Á meðan allt var í þokkalegu standi í Þýsklandi (og öðrum sterkum eurolöndum) þá var gjaldmiðill Grikklands sterkur.

Innflutningsgeta Grikkja hélst, en innlendir aðilar töpuðu samkeppnishæfi sínu.

Össuri finnst þægilegast að skauta fram hjá slíku.

Hann minnist heldur ekki á það að "Sambandsaðild" hefur ekki reynst Grikklandi sú "töfralausn" við efnahagslegum óstöðugleika sem flokksfélagar hans, þar á meðal núverandi formaður, boðuðu að slík aðild væri (reyndar var að þeirra mati nóg að sækja um, ef ég man rétt).

Össur skautar "áttur" í kringum slíkan sannleika.

34 ár hefur Grikkland verið aðili að "Sambandinu", hefur verið með euro síðan 2001.

Nú er atvinnuleysi þar í hæstu hæðum, efnahagurinn í kalda koli og talað er um að þurfi að veita landinu aðstoð á mannúðarforsendum. Hundruð þúsunda einstaklinga hafa vart í sig og á, og treysta á aðstoð samtaka s.s Lækna án landamæri hvað varðar heilbrigðisþjónustu.

Þar með er ég ekki að segja að rekja megi ástandið eingöngu til eurosins eða "Sambandsaðildar" Grikklands.

En það er ljóst að hvorki "Sambandsaðildin" eða euroið hefur verið Grikklandi "töfralausn". Spilling hefur ekki minnkað, skattheimtan hefur lítið skánað, efnahagslegur óstöðugleiki hefur ekki horfið.

Þvert á móti má halda því fram að Grikkland hefði ekki getað steypt sér í slíkar skuldir ef það hefði haldið sig við drökhmuna. Og því hefði ekki ferið fórnað til að bjarga ástandinu á Eurosvæðinu 2010.

Ef til vill hefði það misst af bólunni á síðasta áratug, þegar ódýrt lánsfé flæddi um hvern krók og kima.

Og ríku mennirnar sem Össur talar um að hafi tæmt Grikkland innan frá, hefðu ekki getað flúið með neitt nema "gengissignar drökhmur".

Það er ljóst að euroið á eftir að reynast Grikkjum dýrkeypt, og líklega "Sambandinu" einnig.

Það nýtur æ minni stuðnings í núverandi mynd, enda flestum orðið ljóst hve uppbygging þess er gölluð, og stuðningurinn minnkar, jafnvel í kjarna "Sambandsins.

 


mbl.is Pólitíkusar sekir en ekki almenningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guð hjálpi Grikkjum og öllum öðrum bankarændum og kúguðum í heiminum.

Mér gæti ekki verið meira sama neitt í þessari veröld, heldur en pólitískt gengi einhverra fíflalegra klíkuflokka alræðisvaldsins á jörðinni.

Fólk verður að vakna til raunveruleikans óflokkaða í veröldinni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2015 kl. 20:11

2 identicon

íslendingum tókst það sama og Grikkjum. Að safna endalausum skuldum. Þó voru þeir með ISK. Ríka fólkið safnaði sínum auði í evrum í Lux og Tortola. Gjaldmiðillinn hefur ekkert með hegðunina að gera.

Hrekkur (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 05:45

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Anna Þakka þér fyrir þetta. Ég veit ekki hversu mikinn þátt guð tekur í öllu þessu, en sumir vilja meina að Gríska kirkjan sé hluti af vandamálinu. Meðal annars vegna skattfríðinda hennar sem hafa þó farið minnkandi.

En við skulum vona að Grikkjum gangi vel að vinna sig út úr vandanum, en útlitið er ekki gott.

@Hrekkur Þakka þér fyrir þetta. Munurinn á Grikklandi og Íslandi er ef til vill fyrst og fremst eðli skuldanna. Grísku vandræðaskuldirnar eru fyrst og fremst ríkisins, en á Íslandi voru þær hjá einkaðilum.

Vissulega hafa svo skuldir Íslenska ríkisins aukist, en ríkið stendur þó undir þeim og á all nokkrar eignir á móti.

Það er líka rétt að fullt af auðmönnum á Íslandi og Grikklandi hafa flutt fé sitt úr landi.

En munurinn er sá, að þegar fór að halla undan fæti, höfðu Íslensku auðmennirnir eingöngu "gengisfelldar" krónur að flytja úr landi, en síðan var sett á gjaldeyrishöft sem gerði það mjög erfitt.

Grísku auðmennirnir biðu engan slíkan skaða, enda missti Gríski gjaldmiðillinn ekki verðgildi sitt, þar sem hann tók í raun ekkert mið af Grískum efnahags raunveruleika. Þvert á móti styrktist hann um all nokkra hríð.

Síðan er staðan sú í Grikklandi nú, að ekki aðeins eru gjaldeyrishöft í gildi, heldur gjaldmiðilshöft. Notkun lögeyris landsins er háð takmörkunum.

Í sjálfu sér er það rétt hjá þér að gjaldmiðillinn bretir ekki hegðuninni, en gjaldmiðiðill breytir því hvað gerist og hvar einkenni efnahagslegrar óstjórnunar og efnahags vandræða koma fram.

Það skiptir miklumáli og á sinn þátt í vandræðum Grikklands nú.

G. Tómas Gunnarsson, 10.7.2015 kl. 08:32

4 identicon

Eftir þennan Gríska harmleik, má segja að Grikkland sé í raun ónýtt land þar sem að algjört samfélagslegt- og efnahagslegt hrun hefur átt sér stað í Grikklandi.

Það mun taka áratugi að byggja landið upp bæði samfélagslega og efnahagslega og það mun einungis verað hægt með allt öðrum efnahagslegum forsendum en þeim sem ESB býður upp á skv. sambandssáttmála sínum sem er byggt upp á lögmálinu; "one-size-fits-all".

"One-size-fits-all" efnahagsstefnu ESB er meingölluð, þar sem að hún tekur ekki tillit til efnahagslegs- og samfélagslegt margbreytileika hinna ýmus ESB-ríkja, heldur miðast þetta lömál við efnahagslegan- og samfélagslegan raunveruleika Þýskalands.

"One-size-fits-all" lögmálið mun því leiða til innra hruns ESB fyrr en seinna. 
Grikkland er einungis forsmekkurinn að þessu innra hruni.

Þjóðólfur þjóðholli (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 09:54

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þjóðólfur  Þakka þér fyrir þetta. Grikkland er ekki ónýtt, en því mður er það að ég tel það alvarlega laskað að það mun taka áratugi að ná því í þokkalegt horf, ef það tekst. Líklega verður það ekki fyrr en á seinni hluta aldarinnar sem Grikkland rís, það er að segja ef ekki kemur til greiðsluþrots mun fyrr, sem er allt eins líklegt.

Myntstarf eins og euroið gengur ekki upp án verulegra millifærslna. Rétt eins og í Kanada, Bandaríkjunum og sjálfu Þýskalandi.

Hvernig væri ástandið í A-hluta Þýskalands ef það hefði bara ekið upp V-Þýska markið og svo hefði verið látið þar við sitja? Engar frekari millifærslur hefðu átt sér stað?

Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning, eru lífskjör enn almennt lakari í A-hlutanum.

En of margir stjórnmálamenn hafa of mikið af orðspori sínu undir í euroinu. Því verður það keyrt áfram enn um sinn.

Rétt eins og nú er talað um að Grikkir geti hugsanlega fengið skuldaniðurfellingu 2022.

Einkar hentugt, því þá verða þeir sem nú um véla, horfnir á braut á eilífðarakra góðra eftirlauna.

G. Tómas Gunnarsson, 10.7.2015 kl. 14:27

6 identicon

Vandi Grikkja er fyrst og fremst of mikil skuldasöfnun. Vandinn á ekkert beint skylt við evru. Það er ekki evrunni að kenna að Grikkir freistuðust til að taka of mikil lán úr því að þau vori í boði á lágum vöxtum.

Mistökin voru að loka augunum fyrr því að góðæri taka enda og þá geta viðráðanlegar skuldir orðið óviðráðanlegar vegna þess að tekjur minnka auk þess sem vextir geta hækkað.

Það er rangt að kenna ESB um vanda Grikkja. Grikkir sjálfir bera mesta ábyrgð en einnig bera bankarnir ábyrgð á að hafa lánað of mikið en þeir eru einkafyrirtæki sem lúta ekki stjórn ríkja.

Þó að ESB beri ekki ábyrgð a ástandinu í Grikklandi getur það lært af því, bætt regluverkið og aukið eftirlit með að því sé framfylgt í þeim löndum sem er hætt við að fari út af sporinu.

Það er rangt að Grikkir skuldi fyrst og fremst þjóðverjum. Þeir skulda hlutfallslega svipað mörgum ef ekki flestum öðrum evruþjóðum miðað við fólksfjölda.

Ef skuldir Grikkja eru reiknaðar sem hlutfall af landsframleiðslu kemur í ljós að sjö þjóðir koma verr út en Þjóðverjar. Þar á meðal eru Ítalir og Spánverjar sem sjálfir hafa átt við vanda að stríða.

http://www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=9&ved=0CFMQFjAI&url=http%3A%2F%2Fwww.bloombergbriefs.com%2Fcontent%2Fuploads%2Fsites%2F2%2F2015%2F01%2FMS_Greece_WhoHurts.pdf&ei=JgahVf3IGILB7AaYs62oDA&usg=AFQjCNFGW1joEco5GDsM0ICCBGQFXcRUjg&bvm=bv.97653015,d.ZGU&cad=rjt

Það yrði skelfilegt ástand í Grikklandi ef Grikkir neyddust til að taka upp eigin gjaldmiðil vegna skorts á evrum. Skuldirnar hverfa ekki við það en vandinn við að greiða þær eykst vegna þess að til þess þarf gjaldeyri.

Afkoma Grikkja yrði þá háð neyðarhjálp Rauða krossins og annarra hjálparstofnana og frjálsum fjárframlögum ríkja og annarra. Engin erlend lán fengjust lengur.

Ég sé ekki að hrun Grikklands myndi hafa mikil áhrif á ESB eða evru. Það er hins vegar vert að leggja sig fram um að koma í veg fyrir hrun Grikklands til að koma í veg fyrir þær skelfilegu afleiðingar sem annars myndu dynja á Grikklandi.

Það er hins vegar úr vöndu að ráða. Lög ESB banna niðurfellingu neyðarlána auk þess sem hér er meðal annars um að ræða skuldir Grikkja við þjóðir sem einnig glíma við vanda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 12:50

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt hjá þér að vissulega bera Grikkir sjálfir ábyrgð á skuldasöfnun sinni, en eins og þú bendir réttilega á, er hluti ábyrgðarinnar bankanna sem lánuðu Grikklandi mun meira en efni stóðu til.

Það er hins vegar á ábyrgð ESB og Eurosvæðisins að þau lán hafa að stórum hluta veri færð yfir til skattgreiðenda Eurosvæðisins, í staðinn fyrir að láta bankana bera ábyrgð (sem þeir gerðu þó að hluta til, þegar þeir afskrifuðu hluta lánanna).

Það er svo dæmi um ruglið á Eurosvæðinu, að lönd eins og Spánn, Portugal og Italía, skuli hafa verið neydd til þess að lána Grikklandi stórar fjárhæðir, sem þau hafa í raun alls ekki efni á.

Fátækar þjóðir, sem hafa í raun lægri lífsstandard en Grikkland, s.s. Slovenia, Slóvakia og Eistland eru einnig neydd til að lána Grikklandi fé.

Þetta er nokkurs konar "píramídasvindl", þar sem allir lána öllum, því Grikkland hefur svo aftur lán til Spánar, Portugal og Ítalíu, í gegnum sjóði Eurosvæðisins.

Auðvitað hefði verið eðlilegast að láta Grikkland fara í greiðsluþrot 2010. En þá hefðu bankar, að stórum hluta Þýskir og Franskir, tapað risavöxnum upphæðum. Þeim var bjargað.

En stærstu upphæðirnar eru vissulega á hendi Þjóðverja, og í grafinus sem þú vísar til, vantar að ég tel tapiði sem yrði ef Grikkland stæði ekki í skilum við Seðlabanka Eurosvæðisins, þar sem Þjóðverjar eru aftur með stærstan eignarhluta.

Líklega er besti kosturinn fyrir Grikkland að taka upp eigin gjaldmiðil og láta skuldirnar hreint og beint "gossa", borga einfaldlega það sem þeir ákveða að þeir geti. Punktur.

Grikkland er búið að vera í 34 ár í "Sambandinu" og með euro síðan 2001. Það hefur einfaldlega ekki skilað þeim árangri.

Grikkland er hvorki tilbúið né hæft til að vera í myntsamstarfi eins og euroið er. Það gildir reyndar um fleiri ríki sem þar eru.

En "Sambandið" og Eurosvæðið hefur sýnt að það ræður ekki við krísur sem þessa, enda hefur "prestige" þess beðið gríðarlegan og líklega varanlegan hnekki.

En því miður þumbast það við, og heldur áfram að nota sömu úreltu lausnirnar, sem hafa engu skilað.

G. Tómas Gunnarsson, 11.7.2015 kl. 18:11

8 identicon

Var það ekki skilyrði fyrir afskriftum bankalánanna að bankarnir hefðu tryggingu fyrir því að það sem eftir stæði yrði greitt? Það var ekki hægt að uppfylla það skilyrði nema með því að evruríkin ábyrgðust greiðslur.

Grikkir geta ekki ákveðið einhliða að greiða ekki lán. Hugsanlegar afskriftir verða því að fara fram með samningum. Engu breytir í því sambandi hvort gjaldmiðilinn er evra eða eigin gjaldmiðill.

Þeir geta auðvitað ákveðið að hætta að borga en þá verða þeir útilokaðir frá öllum lánamörkuðum erlendis. Ef þeir ákveða að hætta að borga meðan þeir eru enn með evru verða þeir að víkja úr myntbandalaginu og taka upp eigin gjaldmiðil.

Argentína ákvað að hætta að borga skuldir fljótlega upp úr aldamótum og er fyrir vikið enn á barmi gjaldþrots án þess að sjá til lands.

Því miður virðist sá misskilningur vera útbreiddur að Ísland hafi komist upp með slíkt háttalag sem er auðvitað víðs fjarri öllum sanni.

Ég ætla að gerast svo djarfur að halda því fram að með aðstoð ESB geti Grikkland aukið svo tekjur sínar að það geti vel greitt sínar skuldir.

Aðstoðin þarf meðal annars að felast í að greina hvar megi skera niður og hvar megi hækka skatta án þess að það veiki efnahaginn. Þar er mikið verk óunnið.

Verulegar hækkanir skatta á hæstu tekjur og mestu eignir eru óhjákvæmilegar. Auk þess þarf að kaupa lista yfir undanskot í erlend skattaskjól og fá erlenda aðila til að innheimta grimmt skv þeim.

Um leið ætti að boða með góðum fyrirvara að hart verði tekið á allri svartri vinnu og öðrum skattaundanskotum að ákveðnum tíma liðnum þannig að menn fái tækifæri til að koma sínum málum i lag.

Að lokum þarf að koma á staðgreiðslukerfi skatta sem gerir undanskot miklu erfiðari.

Ef þessar leiðir verða farnar mætti auka tekjur gríska ríkisins gífurlega þannig að engra afskrifta verður þörf. Grikkir geta þetta ekki sjálfir og þurfa því erlenda sérfræðiaðstoð til að sjá um framkvæmdina.

Allt mun þetta ekki aðeins skila ríkinu miklum tekjum heldur munu verða til mörg störf sem munu skila margföldum arði. Með upprætingu svartrar vinnu að miklu leyti mun skráð atvinnuleysi minnka enn frekar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 01:05

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta.  Árið 2010 fékk Grikkland fyrsta björgunarpakkann. Þá voru engar afskriftir af skuldum, jafnvel þó að háværar raddir innan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins teldu að áætlunin væri algerlega óraunhæf án þeirra.  En "Sambandsþjóðirnar" keyrðu það í gegn í "Sjóðnum".

Þá var mikið af skuldum bankanna (hvað mest Þýskra og Franskra) fluttar yfir á skattgreiðendur í Euroríkjunum (þó að Grískir ættu að borga). Það var síðan 2012, að kom í ljós, að segja má eins og vitað var, að áætlunin gengi ekki upp.

Þá sögðu Þjóðverjar að ekki yrði farið í aðra áætlun, án afskrifta skulda, an þó voru bankarnir auðvitað búnir að fá borgarð afborganir og vexti í ríflega 2 ár og ástandið þeim ekki jafn hættulegt.

Hvort að Grikkir ákveði "einhliða" eða geti ekki greitt, er jú nokkuð sami hluturinn. Því fylgir "greiðslufall", eða það sem væri kallað hjá einstaklingi gjaldþrot.

Og Grikkland og Argentína eru langt í frá einu ríkin sem hafa gert slíkt. Puerto Rico er nú í standandi vandræðum og þar verða skuldareigendur líklega að fella niður risaupphæðir, það sama gerðist í Detroit, svo dæmi séu tekin.

Bretar og fjöldi annara Evrópuþjóða (þar á meðal Frakkar minnir mig) greiddu ekki skuldir sínar eftir fyrri heimstyrjöld. Mig minnir að Finnar hafi verið eina þjóðin sem stóð við allar sínar skuldbindingar þá.

En auðvitað hefði átt að láta Grikkland og skuldareigendur vinna úr þessu sín á milli, án þess að velta skuldunum yfir á 3ja aðila, í þessu tilfelli skattgreiðendur á Eurosvæðinu.

Ísland hefur borgað allar sínar skuldir og ekki beðið um neinar niðurfellingar.

Það eru svo gott sem allir sammála því að Grikkland getur ekki staðið undir skuldum sínum. Þú ert sá eini sem ég man eftir að hafi haldið hinu gagnstæða fram, nú nýlega.

En eftir 34 ár í "Sambandinu" og í euroinu síðan 2001. Og nú er staðan eins og hún er.

Það er auðvitað ekki euroinu og "Sambandinu" að kenna, það það hefur ekki hjálpað til.

Og samræmingaráhrif sem margir hafa viljað meina að myndu eiga sér stað, finnast varla eða ekki.

Euroið gerði ríkari Grikkjum fært að flýja með fé sitt óskert, og alls endis óvíst að það snúi til baka.

Það sem þú segir að þurfi að gera, er allt saman gott og blessað, en hvers vegna hefur "Sambandið" ekki beitt sér fyrir slíku undanfarin 34 ár?

Hefur þú einhver svör við því?

G. Tómas Gunnarsson, 12.7.2015 kl. 08:37

10 identicon

Það er munur á því að ákveða að greiða ekki og að geta ekki greitt. Ef menn geta ekki greitt er samið en ef menn gefa út yfirlýsingu um að þeir ætli ekki að greiða er ekki um neitt að semja.

Því er oft haldið fram að Íslendingar hafi ákveðið að greiða ekki skuldir sínar. Þó að hér væri um einkaskuldir að ræða reyndi ríkið hvað það gat að útvega bönkunum lán gegn ríkisábyrgð án árangurs.

Íslendingar fóru því sömu leið og Írar en voru sem betur fór stoppaðir af. Enginn vildi lána okkur. Litlu munaði þó með lán frá Rússum. Ef við hefðum fengið það værum við nú trúlega í sporum Grikkja nema án bandamanna.

Að ESB fari inn í Grikkland og ráðskist þar með innanríkismál er mjög róttæk leið sem á engan rétt á sér nema í neyðartilfellum. Slíkt neyðarástand er nú skollið á. Þegar velferð Grikkja er í húfi hljóta þeir að samþykkja slíkt inngrip.

Að gefa eftir neyðarlán er að mínu mati mun hættulegra fyrir ESB en að einstök ríki hrökklist úr evrusamstarfinu. Ef svona samstarf á að bera árangur verða ríki að uppfylla ákveðnar kröfur. Þau ríki sem geta það ekki eða vilja það ekki hljóta að víkja.

Eitt af því sem Grikkir sömdu um á sínum tíma en þeir hafa ekki staðið við er sala á ríkiseignum fyrir 50 milljarða evra. Í ljósi þess að fyrir hrun þótti einkavæðing ríkisfyrirtækja hér hið besta mál skýtur skökku við að slík einkavæðing sé ekki nýtt til að bjarga Grikkjum frá hruni. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 10:40

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ég held að ekkert ríki hafi ákveðið að greiða ekki, nema það hafi í raun alls ekki efni á því. Það er í raun tilfellið með Grikkland nú.

Auðvitað má alltaf deila um hvort að ekki megi skera frekar niður og frekar borga afborganir.

Hvenær eru einstaklingar gjaldþrota og hvenær ekki? En það eru lög sem vernda þá, þannig að ekki má taka allt af þeim.

Ég hef ekki komið til Grikklands, en það sem ég heyri, sumt beint fá fólki sem hefur verið þar, er sívaxandi eymd og á köflum hreinar hörmungar.

Það er því ljóst að mínu mati að frekari niðurskurður mun ekki skila árangri.

Hvað varðar sölu á ríkiseignum, er það auðvitað löngu tímabært í Grikklandi (og reyndar víðar), en það er vissulega umdeilandlegt að fara í slíkt í núverandi árferði. Hætt er við að verðið sem fengist væri ekki hátt.

Ég er alveg sammála því, að best er að farið sé eftir reglum. Það hefur hins vegar ekki verið gert á Eurosvæðinu. Segja má að reglur hafi verið brotnar næstum því frá fyrsta degi.

Til dæmis með Grikkland. Eins og Össur segir, falsaði það bókhaldið, og allir vissu að bókhaldið var falsað.

Þegar myntsamstarf byggir á slíku, er ekki við góðu að búast.

Þjóðverjar og Frakkar voru síðan fyrstu ríkin til að brjóta reglur um fjárlagahalla. Refsingin:  Engin.

Ef farið væri eftir reglum, væri Eurosvæðið lagt niður, því það eru svo fáar þjóðir sem uppfylla öll skilyrðin til að vera þar. Meira að segja svæðið í heild gerir það ekki.

Það ætti ef til vill að segja eitthvað um hvernig reglunum hefur verið framfylgt og hvernig fjármálin eru stödd almennt.

Persónulega, þó að ég hefi mikla samúð með Grískum almenningi, skil ég vel að Euroríkin séu ekki hrifin af því að láta enn á ný um 100 milljarða euroa að láni til Grikklands, ég hef nefnilega líka samúð með hinum almenna skattgreiðenda.

Ég held að lang eðlilegast sé að Grikklandi verði hjálpað út úr euroinu. Það vilja Frakkar og Ítalir eðlilega ekki, enda þeirra efnahagsstaða mjög veik, og gæti komist í uppnám ef tiltrú á euroinu veikist frekar.

Bandaríkin hafa einnig beitt þrýstingi, enda óttast þau að Grikkir halli sér enn frekar að Rússum, og NATO veikist. Það er ekki góður tími fyrir slíkt, end "Sambandið" með flest niðrum sig í utanríkismálum einnig, ekki síst hvað varðar deiluna í Ukraínu.

G. Tómas Gunnarsson, 12.7.2015 kl. 11:14

12 identicon

Ég er ekki að tala um að það verði að fara að reglum af prinsippástæðum.

Hér er um mikið fé að tefla. Ef Grikkir komast upp með að greiða ekki stóran hluta sinna neyðarlána á lágmarksvöxtum, má búast við aðrar þjóðir vilji fá sömu kjör.

Það er furðulegt að AGS skuli pressa á evruþjóðir að brjóta reglur en á sama tíma lýsa því yfir að reglur komi í veg fyrir að hann sjálfur geti gefið eftir skuldir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.7.2015 kl. 14:03

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Að sjálfsögðu er mikil hætta á því að aðrar þjóðir vilji fá sömu "trakteringar" og Grikkland. Það er í og með þess vegna sem Þjóðverjar og "N-löndin" eru svo hörð á móti, en Frakkar og Ítalir styðja Grikkland.

Bæði Frakkland og Ítalíu gætu þurft á neyðaraðstoð að halda. Bæði löndin skulda alltof mikið og eru með alltof mikið atvinnleysi og staðnaðan efnahag.

Ýmsir vilja enda meina að Þjóðverjar vilji sýna hörku gagnvart Grikklandi, í von um að Ítalir og þó sérstaklega Frakkar læri sína lexíu og taki til hjá sér.

Vandamálið er að Frakkar eru ekki og hafa aldrei verið ginkeyptir fyrir því að læra lexíur sem aðrir setja þeim fyrir.

IMF, verður að fara eftir þeim reglum sem aðildarríkin setja honum, og er í raun í frekar slæmum málum, með að hafa látið Euroríkin teyma sig áfram í vitleysu varðandi Grikkland. Það voru enda háværar raddir þar sem mótmæltu hvernig staðið var að málum. "Sjóðurinn" hefur skaddað orðspor sitt verulega með þessu.

Hann getur því ekki látið Euroríkin komast upp með frekari "rugl".

Euroþjóðirnar geta í sjálfu sér breytt sínum reglum, eða verið sammála um að brjóta þær, en slíkt samkomulag næðist aldrei hjá IMF.

En öll krísan sýnir hve illa Eurosvæðið og "Sambandið" er byggt upp til á að taka á málum, og í rauninni að taka ákvarðanir.

Allur þvælingurinn fram og aftur um "blindgötuna" hefur þegar valdið öllum málsaðilum tjóni, og sér ekki fyrir endann á því.

Ekki að undra að stuðningur við "Sambandið" og euroið fari óðum minnkandi.

G. Tómas Gunnarsson, 12.7.2015 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband