Að lifa með "villidýrinu".

Það er ekki laust við að ég velti því fyrir mér hvort að við hjónin höfum breyst í "party animals"?

Myndi það ekki þýðast sem "samkvæmisljón" yfir á íslenskuna?  En "villidýrinu" í okkur er alla vegna brynnt vel þessa dagana.  Þó er þetta líklega ekki alfarið sanngjörn setning.  Líklega væri nær að segja að "villidýrinu" í mér væri brynnt vel þessa dagana. Konan er frekar hógvær, ef ekki alveg.

En að sjálfsögðu fögnuðum við 17. júní hér, annaðhvort væri það nú.  Ég held að ég muni aldrei aftur kvarta yfir rigningu á 17. júni.  33°C stiga hitinn hér, + rakinn, gerði það að verkum að "lífið" var frekar erfitt í dag.  Það kom þó ekki í veg fyrir að fólk skemmti sér hér.  Það var í því formi að maður var manns gaman, snæddur góður matur, og allir skemmtu sér dátt.  Börnin þó að sjálfsögðu best, rétt eins og 17. júní á að vera.  Foringinn lét ekki sitt eftir liggja og hljóp út um allar trissur í High Park, en þar héldum við upp á Þjóðhátíðardaginn.

Um kvöldið buðum við svo heim finnskum vinum okkar, sem eru staddir hér í Toronto, og það var "a whole other ballgame" eins og sagt er.  Grillaðar grísalundir og kjúlli, rautt og hvítt rann ljúflega um kverkar, "Creme Brule" etið og varanlega sér á koníaksbirgðum heimilisins.  Sem sé, gott kvöld.

Á morgun erum við svo bókuð í léttan hádegisverð, og svo eistneskt samkvæmi um 4. leitið.  Ef ég drykki ekki staðfastlega í það minnsta fjóra kaffibolla á dag, færi ég líklega að óttast um heilsuna.

En eins og sagt er, lífið er ljúft.

Við vonum að þetta hafi veri íslendingum öllum gleðileg þjóðhátíð, þó að það sé aldrei eins og best verður á kosið þegar hún ber upp á helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband