16.6.2006 | 19:39
Að leyfa sér að hætta.
Það hefur mikið verið rætt um "spunameistara" á Íslandi, undanfarin ár og misseri. Sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra, en fáir efast um áhrif þeirra þegar vel tekst til. Hefur á köflum varla mátt sjá hvar stjórnmálamenn "enda" og "spunameistarar" taka við. Sagan segir að mörgum "spunameisturum" sé orðið "við" einna tamast.
Ég fékk sendan nýlega í tölvupósti þennan brandara, frá góðum vini mínum sem verður líklega seint talist vilhallur Framsókn.
Spurt er: Hvers vegna gat Halldór Ásgríms fyrst leyft sér að hætta núna, þó að honum hafi langað til þess lengi?
Svar: Þetta er nú svo einfalt, Björn Ingi var búinn að finna sér aðra vinnu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Grín og glens, Dægurmál, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.