4.6.2015 | 20:00
Hvað verður um Grikkland?
Þegar þetta er ritað eru margir að velta því fyrir sér hvað gerist í málefnum Grikklands á morgun.
Munu Grikkir borga Alþjóða gjaldeyrisjóðnum, eða ekki?
Ná þeir samkomulagi við þríeykið, hleypur Evrópusambandið undir bagga, fá þeir meiri fjárhagsaðstoð?
Þeir eru ekki margir sem hafa svör við þessum spurningum, en þeim mun fleiri sem velta þessum spurningum fyrir sér og kasta fram getgátum. Því vissulega skiptir niðurstaðan miklu málí og mun hafa áhrif víða.
En það er næsta víst, að sama hver niðurstaðan verður verður hún ekki góð fyrir Grikki, sé litið til skemmri tíma.
Það er sama hvort þeir verða með eða án euros, við þeim blasa efnahagslegir erfiðleikar sem eru þungir og illviðráðanlegir.
Til lengri tíma litið kann að vera betra fyrir þá að taka upp eigin gjaldmiðil, en það þýðir líklega dýpri kreppu, þó að hún kunni að verða styttri.
En þó að engin viti hver niðurstaðan verður enn, margir telja að Grikkir geti greitt IMF á morgun, en muni eiga í vandræðum síðar í mánuðinum, þá er það ljóst að vandræðin eru veruleg.
Og ekki eingöngu Grikklands megin. Öll þessi krísa sýnir einnig í hve miklum vandræðum "Sambandið" sjálft er, og hve öll ákvarðanataka innan þess er erfið og ómarkviss.
Grikkland hefur hökt frá einum gjalddaga til annars og eymdin og vesöldin þar hefur aukist jafnt og þétt.
Það er flest sem bendir til þess að tvístígandinn og vandamál við akvörðunartöku hafi bæði skaðað Grikkland sem og Evrópusambandið og Eurosvæðið stórlega.
Óvissan hefur skilað hvorugum aðilanum ávinningi.
En eins og ég hef oft sagt hér áður, er staða Grikklands, staða sem er auðveldara að koma sér í, en úr.
Og eins og staðan er nú, á Grikkland enga góða kosti.
Lögðu fram raunhæfar tillögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Who gives a shit?
Halldór Egill Guðnason, 5.6.2015 kl. 00:41
Fyrirgefðu, en mál tveggja systra hér uppi á Íslandi, virðast skyggja ALLA vitiborna uræðu.;-)
Halldór Egill Guðnason, 5.6.2015 kl. 00:42
Góður pistill að vanda.(Escusa)
Halldór Egill Guðnason, 5.6.2015 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.