3.6.2015 | 13:01
Þegar "barometið" er neglt fast
Hér og þar um netið hefur mátt sjá undarlegar fabúleringar um að Íslenska krónan sé mesta meinsemd samfélagsins og hún muni nokkurn vegin ein og óstudd ræna af Íslenskum launþegum öllum þeim kjarabótum sem þeir kunni hugsanlega að ná.
Yfirleitt fylgir það svo með að euroið sé "lækningin" sem Íslenskt efnahagslíf þurfi og myndi tryggja kaupmáttinn og stöðugleikann.
Það þarf þó ekki að leita lengi til að finna dæmi á Eurosvæðinu um það gagnstæða.
Vissulega hefur euroið verið stöðugri gjaldmiðill en Íslenska krónan, þó að það hafi skoppað umtalsvert upp og niður undanfarin ár. Það er enda erfitt að halda stöðugugum kúrs, í því gjaldmiðlastríði sem segja má að geysi, og í því efnahagsástandi sem ríkt hefur á Eurosvæðinu.
Þeir hafa enda verið margir neyðarfundirnir.
En þó að gengi gjaldmiðilsins hafi staðið þolanlega stöðugt, er ekki þar með sagt að laun þeirra sem fá útborgað í euro hafi gert það, né verðmæti húseigna hafi haldist í þeim gjaldmiðli.
Staðreyndin er nefnilega sú, að þegar gjaldmiðilinn sýnir þess engin merki að efnahagurinn er ekki á réttri leið, eða að framleiðslukostnaður eykst hraðar en í samkeppnislöndunum, verður eitthvað annað undan að láta og því meir sem lengri tími líður áður en gripið er til ráðstafana.
Og það var einmitt það sem gerðist í mörgum löndum á Eurosvæðinu. Gjaldmiðillinn gaf ekki eftir, jafnvel styrktist, varúðarmerkin voru hundsuð, og vandamálunum var ýtt á undan sér, atvinnuleysi jókst og húsnæðisverð lækkaði eða hrundi og auðvitað varð að lækka laun.
En bankainnistæður héldu verðgildi sínu (og styrktust á tímabili) þangað til euroið fór að síga niður á við.
Verst urðu auðvitað þeir úti sem misstu atvinnunna, en atvinnuleysi hefur verið í kringum 25% svo árum skiptir í sumum löndum Eurosvæðisins og á bilinu 10 til 12% á svæðinu í heild.
Það er ekki allt unnið með því að gjaldmiðillinn taki meira mið af því sem er að gerast í öðrum löndum, þvert á móti skapar það umtalsverðar hættur.
Og það er ekki bara í suður Evrópu sem viðvörunarbjöllurnar klingja, t.d. horfast Finnar í augu við tapaða samkepnnishæfi og vaxandi erfiðleika. Þar er talað um niðurskurð og að frysta þurfi laun um árabil. Eða eins og segir í grein Financial Times frá í mars:
Gera ráð fyrir 100 milljarða afgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.