Þegar "barometið" er neglt fast

Hér og þar um netið hefur mátt sjá undarlegar fabúleringar um að Íslenska krónan sé mesta meinsemd samfélagsins og hún muni nokkurn vegin ein og óstudd ræna af Íslenskum launþegum öllum þeim kjarabótum sem þeir kunni hugsanlega að ná.

Yfirleitt fylgir það svo með að euroið sé "lækningin" sem Íslenskt efnahagslíf þurfi og myndi tryggja kaupmáttinn og stöðugleikann.

Það þarf þó ekki að leita lengi til að finna dæmi á Eurosvæðinu um það gagnstæða.

Vissulega hefur euroið verið stöðugri gjaldmiðill en Íslenska krónan, þó að það hafi skoppað umtalsvert upp og niður undanfarin ár. Það er enda erfitt að halda stöðugugum kúrs, í því gjaldmiðlastríði sem segja má að geysi, og í því efnahagsástandi sem ríkt hefur á Eurosvæðinu.

Þeir hafa enda verið margir neyðarfundirnir.

En þó að gengi gjaldmiðilsins hafi staðið þolanlega stöðugt, er ekki þar með sagt að laun þeirra sem fá útborgað í euro hafi gert það, né verðmæti húseigna hafi haldist í þeim gjaldmiðli.

Staðreyndin er nefnilega sú, að þegar gjaldmiðilinn sýnir þess engin merki að efnahagurinn er ekki á réttri leið, eða að framleiðslukostnaður eykst hraðar en í samkeppnislöndunum, verður eitthvað annað undan að láta og því meir sem lengri tími líður áður en gripið er til ráðstafana.

Og það var einmitt það sem gerðist í mörgum löndum á Eurosvæðinu. Gjaldmiðillinn gaf ekki eftir, jafnvel styrktist, varúðarmerkin voru hundsuð, og vandamálunum var ýtt á undan sér, atvinnuleysi jókst og húsnæðisverð lækkaði eða hrundi og auðvitað varð að lækka laun.

En bankainnistæður héldu verðgildi sínu (og styrktust á tímabili) þangað til euroið fór að síga niður á við.

Verst urðu auðvitað þeir úti sem misstu atvinnunna, en atvinnuleysi hefur verið í kringum 25% svo árum skiptir í sumum löndum Eurosvæðisins og á bilinu 10 til 12% á svæðinu í heild.

Það er ekki allt unnið með því að gjaldmiðillinn taki meira mið af því sem er að gerast í öðrum löndum, þvert á móti skapar það umtalsverðar hættur.

Og það er ekki bara í suður Evrópu sem viðvörunarbjöllurnar klingja, t.d. horfast Finnar í augu við tapaða samkepnnishæfi og vaxandi erfiðleika. Þar er talað um niðurskurð og að frysta þurfi laun um árabil. Eða eins og segir í grein Financial Times frá í mars:


At the heart of Finland’s woes is a competitiveness problem. Wage costs have spiralled higher than any other European country in recent years and it has one of the most rapidly ageing populations after Japan. Public finances are in much better shape compared with many southern European countries. But like their cousins to the south, many are beginning to bristle at the constraints of euro membership.
 
Finnar geta ekki leyft sér frekar en aðrar þjóðir að hækka laun, nema um framleiðniaukingu sé að ræða, annars sígur samkeppnishæfi þeirra.
 
Finnar horfast enda í augu við aukið atvinnuleysi og kreppu. Euroið endurspeglaði ekki þeirra efnahagslega raunveruleika.
 
Þar hækkaði kostnaður og samkeppnishæfi minnkaði, án þess að þess sæist nokkur merki á gjaldmiðlinum.
 
Hvernig Lettland brást við "hruninu" er ef til vill eitthvað sem vert er að hafa í huga. Gjaldmiðill þeirra var bundinn við euroið, og þá tengingu vildu þeir ekki gefa eftir.
 
Þar var 30% af opinberum starfsmönnum sagt upp, og laun þeirra sem eftir sátu lækkuð um 26%. Laun lækkuðu einnig almennt á almenna markaðnum og atvinnuleysi var í hárri 2ja stafa tölu.
 
En fastengingin við euroið hélt, og nokkrum árum síðar tóku Lettar upp euro.
 
En hvernig væri ástandið á Íslandi ef atvinnuleysi hefði verið í 2ja stafa tölu svo árum skipti?
 
Væri atvinnuleysi undir 5% og værum við að lesa fréttir þar sem gert væri ráð fyrir 100 milljarða viðskiptaafgangi, ef gengið væri enn á 2007-8 slóðum?
 
Ég er hálf hræddur um ekki.
 
Vissulega er þörf á meiri aga í Íslenskim þjóðarbúskap, en gjaldmiðilsskipti eru ekki töfralausn, slíkt eyðir einu vandamáli, en skapar önnur.

mbl.is Gera ráð fyrir 100 milljarða afgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband