Endurtekning

Það er ekki bara pólitíkin sem virðist endurtaka sig í sífellu með smá blæbrigðum, blessuð Formúlan er nokkuð gjörn á það líka.

Staðan eftir þessa tímatöku er því sem næst eins á toppnum, nema að Hamilton og Alonso skipta um sæti, en hin liðin virðast ekki geta ógnað stöðu Ferrari og McLaren.  Færir minningarnar jafnvel aftur til áranna 1998 til 2000.

En hvað um það, ég vona auðvitað að Massa og Ferrari mönnum séu mistökin frá síðustu helgi í fersku minni og láti þau ekki endurtaka sig, heldur keyri fumlaust til sigurs. 

Krafan er auðvitað Ferrari í fyrsta og öðru sæti.

En líklegt er auðvitað að bensínmagn og þjónustuhlé ráði örlögum, nú sem oft áður. 

Slæmu fréttirnar eru auðvitað að þurfa að fara á fætur fyrir 7 á sunnudagsmorgni, en það er ekki í fyrsta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband