Nefndaskipan - jafnrétti - Seðlabankastjóri - Fjárlaganefnd

Það kom þá í ljós að sögusagnir í þá átt að skipti væru 50/50 á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eiga ekki við rök að styðjast.  Þetta sýnir enn og aftur að það á enginn að hafa stórar áhyggjur af sögusögnum, sem svo gjarn reynast ósannar.  Þarna á ég söks eins og margir aðrir.  En ég hef nú ekki haft tíma til að fara yfir þessar skipanir, en sýnist þetta líta ágætlega út.

Þá kemur að þeirri gagnrýni minnihlutaflokkanna um að stórlega sé hallað á konur, og meirihlutinn sé að færa borgina langt aftur í tímann með misskiptingu nefndarstarfa á milli kynjanna.

Ég verð að segja að ég hef ekki af þessu áhyggjur.

Eigandi þessa bloggs hefur heldur aldrei verið talinn hallur undir "femínisma", þó að sjálfur telji hann sig jafnréttissinnaðan, og hefur talið það til kosta sinna.  En það gerir það ekki að verkum að hann hafi stórar áhyggjur af því hver hlutur kynjanna, hvors um sig, er í stjórnum fyrirtækja, nefndum sveitarfélaga, eða þeirra sem stunda háskólanám.  Skrifarinn er einnig þeirrar skoðunar að karlmenn séu jafn færir og kvenmenn til barnauppeldis. En líklega þarf ekki að lesa mikið af þessu bloggi til að sjá að hér er "pólítískur rétttrúnaður" ekki ýkja hátt skrifaður.

En hvað skyldi valda þessu misvægi í nefndarskipanir?  Er þátttaka karla og kvenna jöfn í stjórnmálum?  Hvert skyldi hlutfall flokksbundinna kvenna vera af heildarmeðlimafjölda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks? Skyldu þeir sem eru virkir í flokksstarfi sjá marktækan mun á fjölda karla og kvenna sem eru virkir félagar?

Ég hef ekki þessar tölur, hvorki fyrir þessa flokka né aðra.  Hitt er svo ábyggilega rétt að stjórnmálaflokkum veitti ekki af frekari þátttöku kvenna, sem og almennings alls.

Nú svo geta þeir sem áhugasamir eru um jafnrétti og lýðræði, dundað sér við að geta sér til um hverju það hefði breytt, varðandi hlutfall kynjanna hjá meirihlutanum, ef fyrrverandi borgarfulltrúi R-listans, Anna Kristinsdóttir, hefði unað niðurstöðu lýðræðislegs prófkjörs Framsóknar, og verið í 2. sæti listans, í stað þess að rjúka burt. Það getur varla hafa verið í þágu lýðræðis eða jafnréttis, eða hvað?  Ekki man ég þó eftir að "jafnréttissinnar" hafi vakið á því mikla athygli.

Sumir hafa hvíslað í eyra mitt að þar hafi hún tekið hagsmuni fyrrum R-listaflokka (utan Framsóknar), framar hagsmunum Framsóknarflokksins, en það er önnur saga.

Sjálfsagt skorar þetta einhverja "punkta" innanflokks hjá minnihlutaflokkunum, en ég held að borgarbúar láti sér þetta í léttu rúmi liggja - og er það vel.

Því meira sem ég hugsa og heyri um seðlabankastjórastöðuna, þá liggur það "í augum úti", að Halldór getur varla ætlað sér stöðuna.  Enda þörf á þvi að styrkja innviði flokksins og jafnvel afla nýrra félaga.

Svo sá ég í fréttum að yfirgnæfandi líkur eru á því að Birkir Jón Jónsson, verði næsti formaður fjárlaganefndar, það getur ekki talist slæmur áfangi á framabrautinni fyrir þingmann sem verður 27. ára í næsta mánuði og er á sínu fyrsta kjörtímabili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband