13.4.2007 | 07:43
Hlunkur er þetta
Ég skrapp í "súpermarkaðinn" í dag, það vantaði vatn, egg, og ýmislegt smálegt. Mér tókst líka að kaupa tvær bækur eða svo, en það sem vakti þó athygli mína var þessi gríðarlega skemmtilegi harðdiskur frá Western Digital.
Svona er þetta, ef maður leyfir sér að slaka á augnablik og fylgjast ekki með tækninýjungunum, þá stara þær allt í einu á mann úr "súpermarkaðs" hillunum.
1 terabæt, og verðið, 480 dollarar (án skatts auðvitað), sem gerir u.þ.b. 31.800 krónur (með skatti). Ekki svo slæmt verð á megabætinu það.
Ég stillti mig þó alveg um að slengja hlunknum í innkaupakörfuna, þó að það sé eitthvað sem segi mér þegar ég sé svona hluti, að það sé einmitt það sem ég ætti að gera.
En ég á þó nokkuð land með að fylla 200Gb diskinn sem er í vélinni minni, ég er svo duglegur að flytja lítið notuð gögn yfir á DVD. En samt, hversu "kúl" er það ekki að eiga 1. terabætis disk?
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.