Spurningar og vangaveltur - 1. hluti

Það gerist eins og alltaf í aðdragenda kosninga að hjá mér vakna ýmsar spurningar og vangaveltur.  Það er um að gera að koma þeim hér inn, hverjum og einum er svo frálst að svara þeim ef hann kýs svo.

En það sem hefur komið upp í hugann núna, sem mér þætti gaman að og fengur í að fá svör er eftirfarandi:

1.  Hyggst Íslandshreyfingin beita sér fyrir því að hleypt verði úr Hálslóni ef hún kemst til áhrifa eftir kosningarnar í vor?  Nú gat ég ekki betur skilið þegar "Jöklugangan" fór niður Laugaveginn að það væri til þess sem Ómar Ragnarsson hyggðis hasla sér völl í pólitík.  Hefur þetta markmið breyst?

Telur Steingrímur J. Sigfússon þetta sömuleiðis hugsanlegan möguleika, eins og hann gaf undir fótinn með í sjónvarpsviðtali um svipað leyti?

2.  Eru Vinstri græn reiðubúin til að styðja aukinn einkarekstur í skóla og heilbrigðismálum (svo lengi sem ríkið borgar brúsann), eins og mér finnst gefið í skyn í athugasemd við þessa færslu mína?  Það væri vissulega fagnaðarefni.

Svo set ég vonandi fleiri spurningar inn fljótlega, allt eftir hvernig verkast til í höfðinu á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband