Mars express? - Hefjast hvalveiðar að nýju? - "Sexý rauðvínshaf" - Heilsudrykkir

Hinn kunni vísindamaður Stephen Hawking segir að jarðarbúar verði að fara að hyggja að nýjum heimkynnum.  Hann segir að Tunglið og Mars, séu fyrstu staðirnir sem við ættum að "nýlenduvæða", en jafnframt að við verðum að fara í önnur sólkerfi til að finna jafn góðan stað og Jörðina. Og hvenær?  Tunglið innan 20 ára og Mars innan 40.  Þetta mun hafa komið fram í fyrirlestri Hawking í Hong Kong í síðustu viku.

Þetta mátti lesa í frétt á vef Toronto Star í dag. Reyndar eru skiptar skoðanir á meðal vísindamanna á þessu, rétt eins og svo mörgu öðru.  Ekki sé ég sjálfan mig flytja búferlum, en auðvitað á aldrei að segja aldrei, eða hvað?

Ég hef nú áður minnst á það hér, að það þyki ekki "PC" að segjast hafa alist upp á hvalkjöti í æsku, ekki einu sinni hér í þessu selveiðilandi.  Ég er ennþá þeirrar skoðunar að rétt sé að veiða hvali, þó að vissulega þurfi að stíga varlega til jarðar í þeim efnum. 

En þær hvalategundir sem hafa sterkan stofn, er sjálfsagt að nýta.  Rakst á grein um Alþjóða hvalveiðiráðið á vefsíðu The London Times, það er ekki hægt að segja að hún sé jákvæð í garð hvalveiðiþjóða, sérstaklega liggur þeim þungt orðið til Japans, en greinin er ágætis dæmi um hvernig "alþjóða ráð" virka oft á tíðum, en greinina má finna hér.  En það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi fundur ráðsins fer, hvort að "hvalveiðiþjóðirnar" ná yfirhöndinni, eður ei.

Fyrir nokkru bloggaði ég um, eimingu á góðum rauðvínum frá Frakklandi og Ítalíu, þar var fjallað um þetta í hektólítrum, en í frétt The London Times, er þetta sett í flöskur: 

"The Commission’s announcement that it would spend €131 million to distil 430 million bottles of French wine and 371 million bottles of Italian wine into fuel was met with protests by French wine growers, who demanded that European taxpayers should buy 1.1 billion bottles of their produce."

"The European Commission will then spend €2.4 billion (£1.65 billion) digging up vineyards across the continent. "

"Such “crisis distillations” are becoming increasingly common, with the commission spending about €500 million last year turning wine into petrol, and viticulturists now producing wine knowing that it will never be drunk. Nearly a quarter of all Spanish wine now ends up being used for industrial purposes."

"Mariann Fischer Boel, the European Agriculture Commissioner, said: “Crisis distillation is becoming a depressingly regular feature. While it offers temporary assistance to producers, it does not deal with the core of the problem — that Europe is producing too much wine for which there is no market.” "

"Under the Common Agricultural Policy, the farmers will then be paid for not producing wine but for keeping up environmental standards on their land instead. Brussels, which for years paid people to set up vineyards, believes there are now too many small-scale wine-makers producing poor wine, and that the industry needs to consolidate. In France, there is one worker per hectare of vineyards; in Australia, one worker for every 50 hectares.

Previous attempts at reform have been blocked by the powerful French wine lobby, but the industry is probably now in such a crisis that it might accept change. "

Ég skal fúslega viðurkenna að það er mun meira "sexý" sitja uppi með "rauðvínsstöðuvatn", heldur en "lambakjöts og smjörfjöll", eins og við íslendingar eigum minningar um, en niðurstaðan er svipuð.  Skattgreiðendur borga.  Það er reyndar sláandi, að í báðum tilfellum var bændum fyrst borgað til að auka framleiðsluna, en síðan til að draga hana saman.

Landbúnaðarpólítík lætur aldrei að sér hæða.

Margir hafa án efa tekið eftir fréttum i dag, þar sem fram kemur að u.þ.b. 17 flöskur af öli, geti minnkað líkur á blöðruhálskrabbameini.  Það er óneitanlega einstök tilviljun að sama dag kemur fram frétt um að ef drukknir eru í það minnsts 4 bollar af kaffi á dag, dregur það úr líkum á að skorpulifur myndist um u.þ.b. 80%.  Ef litið er svo til eldri frétta um hollustu rauðvíns og hve mikið drykkja þess dregur úr líkum á hjartasjúkdómum, þykir mér einsýnt að ég verði mun eldri en reiknað hefur verið með hingað til.  Líklega mun ég verða allra karla elstur.

Nú bíð ég bara eftir góðum fregnum af koníaki og "rare" nautasteikum, og þá verður "kúrinn" fullkomnaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband