Hvað eiga styrkirnir að heita

Ég verð að nefna það að það var hálf sorglegt að horfa á kosningafund RUV frá Selfossi, þar sem fjallað var um landbúnaðarmál.

Fulltrúar allra flokka voru sammála um að halda styrkjum til bænda óbreyttum eða auka þá.  Það var aðeins rifist um hvað styrkirnir ættu að heita.

Að vissu marki er þó stjórnmálamönnunum vorkunn, það er engu líkara en svona vilji Íslendingar hafa það.  Svo vissir virðast þeir vera um að Íslenskar landbúnaðarafurðir beri af öllum öðrum, svo vissir að þetta sé eina rétta leiðin.

Ég bara skil þetta ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta er mjög skiljanlegt.  Tökum annað dæmi sem flestir skilja og er alveg nákvæmlega sama málið.  Hjá mér vinna 10 manns. Mér býðst fóllk frá póllandi sem er tilbúið að vinna fyrir 150 krónur á tíman eigum við ekki að leyfa það líka. stærstur hluti bænda í Evrópu er að borga þessi laun. Ég ætlaði flytja út svínkjöt 2002-2003 til Danmerkur en Kaupandin í Danmorku þurfti að greiða 470% innflutningstoll. Á að vera sjálfsagt mál opna landið fyrir innflutningi á meðan allt harðlæst fyrir okkur. Menn tala að láta markaðslögmálið gilda um landbúnaðinn og er alveg sammála en það erfitt vegna þess að það gilda engin þau lögmál um landbúnaðinn, þú getur ekki nefnt það land heiminum þar sem maraðslögmálin gilda um landbúnað. það verður erfitt fyrir okkur eina að frelsa heimin. það eru um 3% ríkisútgoldunum sem fara í landbúnað á íslandi þar með talið skólar, landgræðsla,skógrækt og rannsóknir. Í Evrópubandlaginu eru þessi útgöld um 56% af útgöldum sambandsins og síðan bæta viðkomandi þjóðir við styrkina mismikið en það er aldrei með í skýrslunum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég vil benda á góða netgrein sem fjallar þrælahald í Evrópu Slóðin er:

 http://rosarut.blog.is/

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

 

það er eingin friður fyrir mér en ég ssá grein um útbreiðslu á salmonellu í kjúklingum í Evrópu en fjórð hver kjúklingur  þar er smitaður og ástandið verst í Ungverjalandi þar sem 68% reyndust smitaðir en við erum búnir leggja á okkur ómælt erfiði og kostnað við að að reyna halda þessu frá neytendum og getum tryggt það með nokkuð miklu öryggi hér á landi.  Svo virðist sem að Evrópubandalagið sé búið að gefast upp á baráttunni þessu vágestum.  Slóðin um þetta:

http://www.landbrugsavisen.dk/Nyheder/Netnyheder/2007/4/10/Hver+4+kylling+i+EU+har+salmonella.htm

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er enginn ófriður að þér Gunnar, enda öllum meira en velkomið að rita hér athugasemdir, undir nafni eður ei, svo lengi sem menn rita af kurteisi og hófstillingu.

En það er vissulega rétt að það eru fáar eða engar þjóðir sem ekki styrkja landbúnað sinn.  Sömuleiðis eru það fjölmargar þjóðir sem styrkja sjávarútveg sinn, það þýðir ekki að Íslendingar eigi eða geti til langframa styrkt sinn sjávarútveg.  Við eigum ekki að stefna á það að taka upp ósiði eftir erlendum þjóðum.  Þó að geti geti verið réttlætanlegt að styrkja atvinnugreinar tímabundið, getur langvarandi (nánast eilífur) stuðningur ekki verið réttlætanlegur.

Það að Íslenskir skattgreiðendur greiði 3% af ríkisútgjöldum (sem er þá að meðaltali 33. hvers manns)  og í ofanálag eitthvert alhæsta verð fyrir landbúnaðarvörur sem þekkist í heiminum, getur ekki gengið upp til lengdar.

Það segi ég burtséð frá meintum gæðum Íslensku framleiðslunar, því á Íslandi eins og annarsstaðar er hún misjöfn.  Sumt er með því allra besta í heiminum, annað langt frá því.

G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband