14.5.2015 | 05:09
Fjölmiðlastjórnmálamenn, gjafir, boðsferðir og bitlingar
Það er merkilegt að lesa að til séu fjölmiðlamenn sem eru þess fullvissir að þeir séu fyllilega þess umkomnir að skilja á milli þjónustuhlutverks síns við almenning og þess einstaklings sem í krafti stöðu sinnar og atvinnu þiggur gjafir og/eða bitlinga frá fyrirtækjum og alþjóðlegum samtökum eða ríkjasamböndum.
Þeir eru þess fullvissir um að slíkt hafi ekki áhrif á umfjöllun sínar.
Á sama tíma eru jafnvel þeir fjölmiðlar sem viðkomandi starfa hjá, önnum kafnir við að birta fréttir um óeðlileg tengsl stjórnmálamanna við einkafyrirtæki, sem geri þeim greiða eða þeir hafi þegið frá þeim gjafir eða hlunnindi.
Fjölmiðlarnir álíta að stjórnmálamennirnir geti trauðla varist að láta slíkt hafa áhrif á gjörðir sínar.
Það er varla hægt að álykta á annan hátt en að fjölmiðlamennirnir álíti sig umtalsvert sterkari á hinu siðferðislega svelli en stjórnmálamenn séu.
Það ef til vill skýrir að hluta til, hve algengt er að fjömiðlamenn sækist eftir því að gerast stjórnmálamenn. Þeir gera sér grein fyrir því að þar er þörf fyrir siðferðislega sterka einstaklinga.
Sem aftur leiðir hugann að því að flestir fjölmiðlamenn eru gjarnan þeirrar skoðunar að eigendur viðkomandi fjölmiðils hafi engin áhrif á efnistök viðkomandi fjölmiðils, alla vegna þangað til þeir eru hættir störfum á viðkomandi fjölmiðli.
P.S. Skyldi enginn fyrirtækiseigandi eða aðrir hagsmunaaðilar hafa komist að því að slíkar boðsferðir eru jafn áhrifaríkar og að henda peningunum sínum út um gluggann?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 05:10 | Facebook
Athugasemdir
"Það ef til vill skýrir að hluta til, hve algengt er að fjömiðlamenn sækist eftir því að gerast stjórnmálamenn. Þeir gera sér grein fyrir því að þar er þörf fyrir siðferðislega sterka einstaklinga". (Glott)
Jamm ætli það sé ekki eina ástæðan, svo gerast þeir líka talsmenn pólitíkusa og fyrirtækja, og pr menn. Allt í þágu góðs siðferðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2015 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.