Að trúa að lausnin liggi í bönnum

Það er auðvelt að skilja að Sovétríkin og kommúnismi séu ekki í hávegum höfð hjá mörgum Ukraínubúum. Meðferð og og viðskilnaður hinna Sovésku kommúnista á Ukraínu og íbúum hennar var með þeim hætti að ekki er óeðlilegt að Ukraínubúar vilji sem minnst vita af Lenín og öðrum Sovétíkusum.

Vissulega er málin all nokkuð blandin, því um leið og Sovétið murkaði líftóruna úr innfæddum (sem hernám Þjóðverja bætti svo í enn frekar) fluttu þeir inn aðra íbúa sér þóknanlegri, sem eru þar enn ásamt afkomendum sínum.

Líklega hefur ekki á mörgum stöðum verið gengið rösklegar fram í því að "skipta um þjóð", þegar þjóðin vildi ekki "gera rétt" gagnvart valdhöfum

Því er skiljanlegt að tákn og merki kommúnisma og nazisma séu vekji litla hrifningu þarlendis og margir vilji banna þau, ásamt stjórnmálaflokkum þeim tengdum.

En það er ólíklegt að bönn leysi þann vanda í Ukráinu frekar en í öðrum löndum.

Skoðanir finna sér yfirleitt farveg þrátt fyrir bönn, það ættu þeir að vita sem hafa barist fyrir frelsi sínu til orðs og athafna, þrátt fyrir bönn, að vita betur en flestir aðrir.

Það hefur því yfirleitt takmörkuð áhrif að banna stjórnmálahreyfingar eða tákn, og stundum þveröfug.

Það ber einnig að hafa í huga að mörg tákn, s.s. hakakross og stjarna svo dæmi séu tekin, eru æfaforn og hafa margra alda sögu, í mismunandi menningarheimum. Eigi að banna öll tákn sem voðaverk hafa verið framin undir, væru líklega ekki mörg eftir.

Það þýðir ekki að hið opinbera geti gengið á undan með góðu fordæmi og fjarlægt opinber minnismerki og önnur tákn á opinberum vettvangi, ef ástæða þykir til.

Það er þó rétt að gjalda varhug við því að eyðilegggja þau, betra getur verið að færa þau til, eða koma þeim á safn.

Það er ekki rétt að afneita eða reyna að afmá "söguna".

Það gefst best að berjast gegn kommúnisma og nazisma með fræðslu og umræðu. Bönn hafa þar takmörkuð áhrif.


mbl.is Tákn um Sovétríkin bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband