Stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og hagsmunir

Mér er það til efs að meiri "tilfærslur" séu á milli annara stétta en stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna, nema ef væri á milli fjölmiðlamanna og almannatengla og ráðgjafa.

Og það leiðir hugann að kröfum sem réttilega gerast æ háværari um að "allt sé upp á borðum" og tengls og "hagsmunir" séu sýnirlegir.

Slíkar kröfur eru heyrast eðlilega oftast um stjórnmálamenn, en er ef til vill eðlilegt að þær séu víðtækari?

Hvað til dæmis um sjálft fjórða valdið, starfsfólk fjölmiðla?

Er ástæða til að gera frekari kröfur um að upplýst sé um hagsmunatengsl þess og tengingar?

Væri rétt að gera kröfu um að fjölmiðlar upplýsi um "feril" þeirra sem skrifa fréttir? Til dæmis hvort þeir hafi starfað í stjórnmálaflokkum, hvort þeir hafi verið eða séu félagar í þessu eða hinu félaginu, eað baráttusamtöku eða öðru slíku?

Væri æskilegt að slíkt birtist á heimasíðu hvers fjölmiðils í ítarlegum búningi, og jafnvel stuttlega í lok hverrar fréttar sem viðkomandi flytur eða skrifar?

Til dæmis eða í lok fréttar kæmi fram að viðkomandi blaðamaður hefði verið framskvæmdastjóri XXX samtaka árin...XXXX eða starfað með þessum eða hinum stjórnmálafloki eða verið t.d. formaður ungliðahreyfingar einhvers stjórnamálaflokksins?

Eða að þeir hafi starfað, eða starfi í frístundum fyrir einhver samtök?

Vissulega er ekki hægt að segja að almenningur eigi kröfu á slíku, nema ef til vill hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hann borgar reikninginn hvort sem honum líkar betur eða verr, og hlutleysisskylda er til staðar.

En væri það ekki góð leið til að auka trúverðugleika fjölmiðla að slíkar upplýsingar væru aðgengilegar almenningi, hjá fjölmiðlunum sjálfum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband