9.4.2007 | 06:00
"Vogum" vinnur?
Það er vissulega athyglivert að Alcan kanni möguleika á því að flytja á Keilisnesið. Það er þó meira en að segja það að flytja eitt stykki álver.
En það var mikil vinna lögð í það fyrir nokkrum árum að reyna að koma álveri á það nes. Jón Sigurðsson (ekki Framsóknarhöfðingi, heldur Krata) lagði mikið á sig til að af því gæti orðið, ef til vill rætist sá gamli "kratadraumur" nú?
En skyldi verða kosning? En þykir öllum jafn sjálfsagt að íbúar í Vogum geti kosið til sín álver og þeim fannst að Hafnfirðingar gætu neitað því um stækkun?
Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Facebook
Athugasemdir
Vonandi geta þeir kosið. og að sama skapi veður útkoman að ekkerrt álver á keilisnes. Þó að þetta sé skilgreint sem iðnaðarsvæði nú stendur til að breita skipulagi og fella það úr gilda að þetta sé iðnaðarlóð
Þórður Ingi Bjarnason, 9.4.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.