Þarft frumvarp

Ég get ekki betur séð en að þetta sé ákaflega þarft og skynsamlegt frumvarp. Engin ástæða er til að flýta sér um of í þessum efnum.

Stóraukinn kostnaður fellur á Íslendinga vegna þessara laga. Það er ljóst að ekki er þörf á að skilyrðinu um endurnýjanlega orkugjafa þarf ekki að fullnægja fyrr en árið 2020.

Þangað til er ekki nauðsynlegt að lögin taki gildi.

Ísland stendur mun betur að vígi hvað varðar notkun endurnýjanlegrar orku heldur en flest ef ekki öll lönd.

Það þýðir auðvitað ekki að Íslendingar eigi að sitja með hendur í skauti, og telja nóg að gert.

En mun æskilegra væri að nota þessi 5 ár sem eru þangað til markmiðunu þarf að vera náð (að endurnýjanleg orka verði 10% af notkun í samgöngum) til að legga áherslu á aukna notkun rafmagns í samgöngum.


mbl.is Sparaði þjóðarbúinu milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband