Erfitt að gera stjórnarandstöðunni til hæfis?

Fyrir stuttu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar í ræðustól þingsins að kvarta undan því að of fá mál kæmu frá ríkisstjórninni. Það mátti skilja að þingið hefði ekki of mikið að gera.

Nú kvartar stjórnarandstaðan hástöfum yfir því að mál komist inn á þingið, úr nefnd. Eins og að hlutverk þingsins sé ekki að ræða mál eins og áfengisfrumvarpið.

P.S. Fjöldi mála sem ríkisstjórn leggur fram, segir varla mikið um frammistöðu hennar. Það er engin keppni um málafjölda. Hins vegar eru sjálfsagt ýmis mál sem ástæða er til að komi fram. En það er betra að þau séu vel undirbúin.

Það er ekki til eftirbreytni að leggja fram frumvörp sem aðrir ráðherrar líkja við bílslys, eins og gerðist á síðasta kjörtímabili.

 


mbl.is Beðið eftir álitum á áfenginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband