Aflast vel á sjóræningjamiðum

Það er ekki hægt að segja að þessi könnun færi stórtíðini úr Íslenskri pólítík, nema auðvitað verulega fylgisaukningu Pírata.

Persónulega kemur mér það ekki mikið á óvart, og á allt eins von á því að sú sókn haldi áfram.

Þó að þingflokkur Pírata hafi ef til vill ekki þrumað fram "stórum málum" hafa þeir verið duglegir að koma á framfæri í umræðuna og á Alþingi "smærri", en mikilvægum málum, s.s. úreltum lögum um guðlast, sjálfvirkar skráningar í trúfélög (og hvort það eigi yfirleitt að skrá) og svo framvegis.

Ég hef trú á að slík réttlætismál nái vel til yngri kjósenda sem hafa jú verið vænlegasti markhópur Pírata.

Með þessu hafa þeir náð sð slíta sig frá "ráðsettum" stjórnmálum, sem eins og mikið hefur verið rætt um, eiga nokkuð undir högg að sækja víða um lönd.

Hvort að þeir ná að halda þessu fylgi fram að næstu kosningum, þegar "alvöru" málin taka yfir umræðuna, er auðvitað stór spurning.

En ef vel er haldið á "krókstjökunum" er það alls ekki fráleitt, en vissulega er enn langt til kosninga.

Hvað varðar aðra flokka, er lítil tíðindi í þessari könnun. Ríkisstjórnarflokkarnir á svipuðum slóðum og sig Framsóknar heldur áfram.

Aðrir stjórnarandstöðuflokkar á svipuðum slóðum og síðast, BF bætir örlítið við, SF tapar örlitlu og VG nær ekki að hífa sig upp, þrátt fyrir vinsælan formann.

 


mbl.is Píratar í stórsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur mjög vel út fyrir stjórnarandstöðuna sem er með 60.5% atkvæða ef aðeins eru teknir með þeir sem tóku afstöðu með flokki sem nær inn manni.

Stjórnarflokkarnir eru á sama mælikvarða með 39.5% fylgi svo að stjórnarandstaðan er með yfir 50% meira fylgi en stjórnin.

Ef þetta verða úrslitin er líklegast að allir stjórnarandstöðuflokkarnir myndi stjórn jafnvel þó að þrír flokkar nái meirihluta.

Ég held að þetta verði mjög samstillt stjórn þó að flokkarnir séu margir. Það er helst að það verði erfitt að gera VG til hæfis og þau gætu þess vegna lent utan stjórnar sem yrði þá veikari.

Píratar hafa verið með áherslur sem gerir samstarf vinstri flokkanna við þá heillavænlegt. Þeir hafa td lagt til að skattar á á háar tekjur verði hækkaðir.

Þessir fjórir flokkar, eða þrír þeirra, ættu að gera með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar til að tryggja að öll atkvæðin nýtist þeim. Reynslan af R-listanum í Reykjavík ætti að vera hvatning til þess.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 17:39

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Ég veit ekki hversu vel stjórnarandstaðan mun ná saman, og held reyndar að algerlega vonlaust verk væri að koma saman sameiginlegu framboði á hennar vegum. Og ekki gleyma því að R-listinn, þó að hann ætti góðan sprett, sprakk á endanum.

Ef til vill segir það eitthvað um það sem kæmi eftir kosningar.

Persónulega tel ég Pírata lang merkilegustu viðbótina við Íslenska flokkaflóru um langt skeið.

En svo er spurningin hvernig þeir munu eldast. Þegar er sá þingmaður sem ég kann hvað best við að hætta. Hvað kemur í staðinn á svo eftir að koma í ljós.

En enn er nokkuð langt til kosninga, og margt getur breyst, en eins og staðan er í dag, myndi ég veðja á þriggja flokka stjórn, eða fjögurra sem ætti "erfitt líf":

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2015 kl. 18:24

3 identicon

Kosningabandalag er aðeins myndað fyrir kosningar enda er ekki um sameiningu flokka að ræða.

Tilgangurinn er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að atkvæði detti dauð niður vegna þess hvernig þau skiptast á milli flokka. Kosnngabandalag hefur einnig þann kost að menn vita fyrir kosningar með hverjum flokkarnir ætli að starfa komist þeir í meirihluta.

Reynslan af R-listanum var mjög góð. Ekki aðeins bauð hann fram þrisvar í röð með glæsilegum sigri í öll skiptin heldur kom í ljós að þegar hann hætti að bjóða fram fækkaði til muna stuðmningsmönnum þeirra flokka sem að honum stóðu. Það kom fram í skoðakönnunum.

Mjög líklega hefði R-listinn boðið fram í fjórða sinn ef Ingibjörg Sólrún hefði ekki farið i landsmálin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 19:10

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Ég geri mér fulla grein fyrir því að kosningabandalög eru aðeins mynduð fyrir kosingar.

Ég segi að það sé nokkuð vonlaust verk að koma slíku bandalagi á laggirnar.

Tel það nokkuð vonlaust verk.

Segi líka að það segi ef til vill sitthvað um það sem kæmi eftir kosningar.

En Ingibjörg var á margan hátt nokkuð merkilegur leiðtogi, hennar helsta afrek að halda R-listanum saman.

Það var að mínu mati ekki síst henni að þakka að atkvæðin komu, frekar en R-listanum sem slíkum.

En það var einnig hinum flokkunum aðvörun, enda fluttist nokkuð mikið af slíkum atkvæðum yfir á Samfylkingu með Ingibjörgu.

Hvern sæir þú fyrir þér sem sambærilega leiðtoga fyrir kosningabandalagið?

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2015 kl. 19:21

5 identicon

Leiðtoginn verður væntanlega úr stærsta flokknum sem er Samfylkingin.

Ég held að slíkt samstarf muni byggja á samstöðu frekar en sterkum leiðtoga. Munurinn á hugsanlegu kosningabandalagi stjórnarandstöðuflokkanna og á R-listanum er að stærðarmunur á milli flokkanna er miklu minni. Þess vegna er minni hætta á togstreitu.

Kosningabandalag væri mjög vænlegt til árangurs. Ég er þó hræddur um að Björt framtíð muni ekki samþykkja það og vilji eins geta myndað ríkisstjórn með hægri flokkunum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Bjartrar framtíðar er því næstlíklegasti kosturinn.

Þeir sem vilja vinstri stjórn eiga því alls ekki að kjósa Bjarta framtíð. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2015 kl. 22:33

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Takk fyrir þetta. Nú kom Ingibjörg ekki úr stærsta flokknum, en flokkarnir gátu sameinast um hana. Ég sé ekki að t.d. Árni Páll gæti slíkt. Svo er auðvitað spurning hvort að Píratar fari fram úr SF í fylgi - í skoðanakönnunum.

Það er alltaf minni líkur á því að þeir sem eru á siglingu vilji binda sig við þá sem eru á niðurleið, og vissulega umdeilanlegt hvort að slíkt sé klókt.

En ég hef nokkurn veginn enga trú á því að slikt bandalag yrði að veruleika fyrir kosningar.

Það er heldur ekki tilviljunin ein sem gerir það að verkum að svo margir vilja ekki starfa innan SF (sem er jú sameinaðir vinstriflokkar) og kjósa annan vettvang.

Og árangurinn bendir sömuleiðis til að kjósendur séu margir sama sinnis.

G. Tómas Gunnarsson, 5.3.2015 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband