24.2.2015 | 17:38
Hver afhenti hverjum hvað?
Það hefur all nokkuð verið fjallað um hnignun Íslenskra fjölmiðla. Mér sýnist þessi atburður og frásagnir af honum styðja það all nokkuð.
Persónulega verð ég að segja að ég tek undir með mbl.is hér. Hef alltaf heyrt af því að sendiherrar afhendi trúnaðarbréf sín, en ekki öfugt.
En all margir sem starfa hjá "fjórða valdinu", virðast ekki hafa vald á einu eða neinu, og allra síst á Íslenskri tungu, eða almennri skynsemi.
Það er vert að hafa það í huga þegar fjölmiðlar eru lesnir.
Geir hitti Obama í Hvíta húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.