97 ára afmæli sjálfstæðis

Eistland fagnar 97 ára afmæli sjálfstæðis síns í dag. Þann 24. febrúar 1918, lýstu Eistlendingar yfir sjálfstæði sínu. Þá var birt "Manifesto to the Peoples of Estonia".

Hið nýstofnaða lýðveldi þurfti að berjast fyrir tilveru sinni frá upphafi. Gegn Sovéskum her og einnig gegn vopnuðum flokkum Þjóðverja (Freikorps og Baltishce Landeswehr).

En sigur hafðist, þó að tæpt stæði á stundum, og mikilvæg aðstoð barst frá bæði Bretum og Finnum.

En Eistland hefur enn sem komið er notið þess að vera frjáls þjóð, í minna en helming tilveru sinnar.

17. júni 1940 var Eistland hernumið af Sovetríkjunum. Árið eftir var landið síðan hernumið af Þjóðverjum, og svo aftur af Sovétríkjunum árið 1944.

Hernáminu lauk ekki fyrr en Eistland endurheimti sjálfstæði sitt 1991, þann 21. ágúst.

Endurheimt frelsins var án blóðsúthellinga, þó að tæpt stæði. En hernámið, hvort sem rætt er um hernám Þjóðverja, eða fyrra eða seinna hernám Sovétríkjanna kostaði ótrúlegan fjölda mannslífa.

Það hefur oft verið sagt, að engin fjölskylda hafi verið ósnert eftir þær hörmungar.

Í Eistlandi starfaði í seinni heimstyrjöld og lengi eftir hana "frelsisher", svo kallaðir "Skógarbræður" (Metsevennad). Talið er að sá síðasti af þeim hafi látið lífið "á flótta", árið 1978.

En í dag fagna Eistlendingar, þó að vissulega séu skuggarnir sem nágranninn kastar, sé stærri nú, en hefur verið um hríð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband